Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. janúar 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 3. til 10 jan. 2011.

Þakplötur fuku af fjárhúsum í Odda í Bjarnarfirði 7 janúar.Mynd Árni Baldursson í Odda.
Þakplötur fuku af fjárhúsum í Odda í Bjarnarfirði 7 janúar.Mynd Árni Baldursson í Odda.

Í vikunni sem var að líða var veður rysjótt, færð á vegum á köflum slæm, hálka og snjór. Þó nokkrar aðstoðarbeiðnir bárust lögreglu vegna færðar og voru nokkrir vegfarendur aðstoðaðir bæði af lögreglu og einnig voru björgunarsveitir kallaðar til aðstoðar. 

Föstudaginn 7. jan.,  var veður mjög leiðinlegt á Ströndum og á bænum Odda í Bjarnarfirði varð foktjón, þegar þakplötur fuku af fjarhúsum.

Þriðjudaginn 4. jan., varð umferðaróhapp í Hrafnseyrarheiðinni, þar hafnaði jeppabifreið út fyrir veg í sneiðingnum að norðan verðu.  Bifreiðin hafnaði langt út fyrir veg og var ástæðan, mikil hálka á veginum. Ökumann sakaði ekki, náði að forða sér út áður en bíllinn fór fram af. Bifreiðin fjarlægð af vettvangi með krana. Í framhaldi af óhappi þessu var veginum lokað.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur tveir í nágreini Ísafjarðar og tveir í nágreni Hólmavíkur. Sá sem hraðast ók, var mældur á 123 km/klst. þar sem leyfilegur hámarshraði er 90 km/klst.  Þá er vert að brýna það fyrir ökumönnum og akstursskilyrði breytast mjög hratt á þessum árstíma og vill lögregla beina því til vegfarenda að taka tillit til aðstæðna.

Skemmtanahald um helgina gekk vel og án afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Naustvík 11-09-2002.
  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
Vefumsjón