Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. júlí 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 4. júlí til 12. júlí 2010.

Átta ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur.
Átta ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur.

Talsveður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í vikunni sem var að líða, enda margir á ferli og talsverð umferð um þjóðvegi umdæmisins. Skemmtanahald fór þá nokkuð vel fram og án mikilla afskipta lögreglu. 5 tilkynningar bárust til lögreglu um að ekið hafi verið á sauðfé og vill lögregla kom því á framfæri að ökumenn gæti varúðar þar sem sauðfé er nálægt vegi.  4 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, þar af fauk hjólhýsi á hliðina í snarpri vindhviðu á Barðastrandarvegi skammt frá bænum Hvammi. Talsverðar skemmdir urðu á hjólhýsinu. Hin þrjú óhöppin töldust minniháttar. 8 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók, var mældur á 142 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.   Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Ragna-Badda og Bía.
  • Frá brunanum.
  • Ísrek í Ávíkinni
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
Vefumsjón