Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. nóvember 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 11.nóv til 18.nóv 2013.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku, báðir á Djúpvegi, þjóðvegi nr. 61. Sunnudaginn 17.nóv.var tilkynnt um umferðarslys á Barðastrandarvegi / Kleifaheiði,þar voru erlendir ferðamenn á bílaleigubíl,sem hafnaði út fyrir veg og valt nokkrar veltur. Mildi að þar varð ekki stórslys,bifreiðin hafnaði eina 50 metra niður fyrir kant,farþegi í bílnum náði að komast út,en ökumaður var fastur í bílnum,tækjabíll og sjúkrabíll sendur á staðinn og greiðlega gekk að ná ökumanni út og var hann fluttur á
helsugæslustöðina á Patreksfirði til aðhlynningar,sem betur fer reyndist ökumaður ekki alvarlega slasaður. Tildrög óhappsins voru aðstæður á vettvangi,hálka og snjór. Bifreiðin er mjög mikið skemmd.
Nokkrir ökumenn / umráðamenn voru boðaðir með ökutæki sín til skoðunar í vikunni,þá voru nokkrir aðilar kærðir vegna lagningar ökutækja.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
Vefumsjón