Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. júlí 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 22. til 29. júlí 2013.

Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni.
Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni.
Sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Af þessum sjö óhöppum var einn árekstur á þjóðvegi nr.62, þar skullu saman tvær bifreiðar með þeim hætti að önnur var óökuhæf og þurfti að flytja hana af vettvangi með krana. Önnur óhöpp voru minniháttar og litlar skemmdir á ökutækjum. Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni,þar af ellefu á Djúpvegi nr. 61 og þrír í nágrenni Ísafjarðar. Sá sem hraðast ók var mældur á 129 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Tveir ökumenn voru stöðvaðir á Ísafirði vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. S.l. föstudag innsiglaði lögreglan á Vestfjörðum gistiheimili á Ísafirði vegna brota á lögum um veitinga og gististaði. Miðvikudaginn 24. júlí  var gerð húsleit í íbúð á Ísafirði,þar sem fíkniefni fundust. Fréttatilkynning var sett á lögregluvefinn þann dag vegna þessa. Skemmtanahald fór nokkuð vel fram í umdæminu um liðna helgi

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Úr myndasafni

  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Frá Djúpavík-11-09-2002.
  • Íshrafl við Selsker 22-08-2009.
  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
Vefumsjón