Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. mars 2009 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 23. til 30. mars 2009.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is

Í s.l. viku urðu fimm umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.  Miðvikudaginn 25 varð umferðaróhapp á Djúpvegi nr. 61 í Norðdal, þar rákust saman fólksbíll og flutningabíll með tengivagn ekki slys á fólki.  Þá var ekið þann sama dag utan í  bíl við söluskála N1 á Patreksfirði, tjónvaldur lét sig hverfa af vettvangi og fannst ekki.  Föstudaginn 27 urðu tvö óhöpp, það fyrra varð á Ennishálsi  á þjóðvegi 61, á  Ströndum, þar hafnaði vöruflutningabíll út fyrir veg, talsverðar skemmdir á farm og bíl, ökumann sakaði ekki.  Þá var þann sama dag óhapp á Óshlíðinni, þar ók fólksbíll á grjót sem var á veginum, ekki slys á fólki.  Sunnudaginn 29 varð bílvelta í Skötufirði þar hafnaði bíll út fyrir veg.  Farþegi í bílnum kenndi sér eymsla í baki og var fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Ísafirði. 

Þá voru tveir ökumenn teknir fyrir of hraðann akstur í umdæminu þrátt fyrir að akstursskilyrði væru ekki sem best.

Sunnudaginn 29 var veður orðið slæmt á norðan verðum Vestfjörðum og lítið ferðaveður þrátt fyrir það var talsverð umferð og lentu nokkrir vegfarendur í vandræðum vegna þess og var Björgunarfélag Ísafjaðar og björgunarsveitin á Hólmavík fengin til aðstoðar vegfarendum. Á sunnudeginum var lýst yfir óvissustigi vegna hættu á snjóflóðum á norðan verðum Vestfjörðum og stendur það enn í dag, mánudag.

Athugasemdir

Atburðir

« 2021 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Þá fer langa súlan út.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
  • Húsið 29-10-08.
  • Guðbrandur við smíðar.04-04-2009.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
Vefumsjón