Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. apríl 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 2. til 8. apríl 2013.

Nú fer að líða að því að tími reiðhjóla komi með hækkandi sól.
Nú fer að líða að því að tími reiðhjóla komi með hækkandi sól.
Í liðinni viku var ekkert umferðaróhapp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.  Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir  hraðakstur á Djúpvegi í Ísafjarðardjúpi og sá sem hraðast ók, var mældur á 139 km/klst.,þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Nokkrir umráðamenn ökutækja voru kærðir vegna ólöglegra lagninga.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur  undir áhrifum  ávana- og fíkniefna.

Skemmtanahald í umdæminu fór vel fram um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu.

Nú fer að líða að því að tími reiðhjóla komi með hækkandi sól. Því vill lögreglan benda foreldrum og forráðamönnum barna og unglinga á mikilvægi reiðhjólahjálma og hvetur til þess að verulegt átak verði í notkun hjálma, vart þarf að nefna mikilvægi þeirra. Þá má benda á að hjálmanotkun er skylda samkvæmt lögum að 15 ára aldri. Eldri reiðhjólamenn, ættu að vera fyrirmynd þeirra sem yngri eru.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Togari á vesturleið í hafís.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
Vefumsjón