Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. apríl 2012
Prenta
Vorhátíð Finnbogastaðaskóla frestað.
Vegna veikinda verður Vorhátíð Finnbogastaðaskóla frestað um viku eða þar til á fimmtudaginn 26.apríl. Mikil flensa herjar nú á Árneshreppsbúa og eru margir búnir að vera veikir frá því um og fyrir páska,ungir sem aldnir. Hátíðin hefts því á sama tíma eftir viku klukkan 18:00,í Félagsheimilinu Trékyllisvík. Nemendur og starfsfólk skólans bjóða uppá góða skemmtun að vanda,auk skemmtiatriða verður boðið uppá mat og drykk á góðu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir.