Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. september 2010 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2010.

Urðarfjall-Urðartindur-25-08-2010.
Urðarfjall-Urðartindur-25-08-2010.
Veðrið í Ágúst 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mjög hægviðrasamt var fram yfir miðjan mánuð og mjög hlýtt í veðri.

Úrkomulítið var fram undir miðjan mánuð,en síðan fór að vera úrkomusamara og heldur fór að kólna í veðri og fór að bæta í vind.

Mánuðurinn var samt mjög hlýr í heild.

Berjaspretta er talin mjög góð.

Veðurathugunarstöðin í Litlu-Ávík varð 15 ára þann 12 ágúst.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-5:Norðlægar vindáttir eða breytilegar,andvari,kul,gola enn stinningsgola þ.3,súld,hiti 5 til 14 stig.

6:Suðaustan og Austan,gola,rigning seinnipartinn og um kvöldið,hiti 9 til 16 stig.

7-8:Norðan og Norðvestan,gola síðan stinningsgola um tíma þ.8 hiti 8 til 13 stig.

9-10:Breytilegar vindáttir,andvari eða kul,þurrt,hiti 6 til 17 stig.

11-12:Suðvestan gola og uppí stinningskalda,þurrt þ.11,annars skúrir,hiti 10 til 17 stig.

13-16:Breytilegar vindáttir andvari,kul eða gola,rigning eða súld,hiti 10 til 18 stig.

17:Norðvestan gola eða stinningsgola,súld,hiti 7 til 10 stig.

18-21:Norðaustan og síðan Norðan,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,súld,skúrir,rigning,hiti 6 til 10 stig.

22:Norðan allhvass eða hvassviðri,rigning,hiti 6 til 7 stig.

23-28:Norðlægar eða breytilegar vindáttir,kaldi í fyrstu,síðan kul eða gola og jafnvel logn,rigning,súld,hiti 5 til 10 stig.

29-31:Suðlægar vindáttir eða breytilegar,stinningsgola,enn kul eða logn þ.31,rigning eða súld,hiti 5 til 15 stig.

 

Úrkoman mældist 88,3 mm.(í ágúst 2009:131,1 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti varð þann 15:+18,1 stig.

Minnstur hiti varð dagana 1 og 29:4,5 stig.

Meðalhiti við jörð var +7,7 stig.(í ágúst 2009:+6,89 stig.)

Sjóveður:Var mjög gott eða sæmilegt,nema dagana,17-18-19 og dagana 22 og 23,þá var talsverður sjór eða allmikill sjór.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Kort Árneshreppur.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
Vefumsjón