Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. janúar 2011 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Desember 2010.

Íshrafl kom á fjörur þann 18 desember.
Íshrafl kom á fjörur þann 18 desember.
1 af 2
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með frosti nema fyrsta dag mánaðar og var frost síðan framá 8,en þá fór hlýnandi og var nokkuð hlýtt fram til 14.Þann 15 snarkólnaði með Norðlægum áttum og fremur svalt fram til 26,en þá hlýnaði og var hiti oftast yfir frostmarki sem eftir var mánaðar.

Vestlægar vindáttir voru ríkjandi fram til 14,með SV hvassviðri þann 9 og þ,14.

Norðan hvassviðri eða stormur dagana 17 og 18,með snjókomu,éljum eða slyddu.

Þann 26 (annan í jólum)gerði suðaustan með miklum hlýindum og hvarf þá þessi litli snjór sem var á láglendi.

Úrkoman var frekar lítil í heild í mánuðinum 62,3 mm og mældist úrkoman mest af því á einum sólarhring eða 42,3 mm.

Mánuðurinn var mjög snjóléttur.

Hafís nálgaðist mikið Vestfirði strax í byrjun mánaðar og kom mjög nálægt landi.

Íshrafl sást á fjörum í Litlu-Ávík þann 18,og Borgarísjaki sást 22 og sást til 28,enn jakann rak í Austur og Suðaustur.Jón veðurathugunarmaður gaf jakanum nafnið Jóli.

 

Dagar eða vikur.

1:Suðvestan og Vestan kaldi eða stinningskaldi,þurrt í veðri,hiti +4 til +8 stig.

2-3:Breytilegar vindáttir gola,kul,þurrt í veðri,hiti frá +5 stigum niðrí -4 stig.

4:Vestlæg vindátt stinningsgola,þurrt,hiti frá -4 stigum uppí +3 stig.

5:Norðaustan gola eða stinningsgola síðan kul,lítilsháttar él um morguninn,hiti 0 stigum niðrí -4 stiga frost.

6-8:Vestlæg vindátt eða breytileg,kul,gola eða stinningsgola,að mestu þurrt,hiti frá -6 stigum uppí +5 stig,hlýnandi.

9:Suðvestan hvassviðri með stormkviðum,lítilsáttar skúrir,hiti +4 til +7 stig.

10-13:Mest Suðvestan eða breytilegar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,rigning þ,10 annars þurrt,hiti +3 til +9 stig.

14:Suðvestan hvassviðri með stormkviðum,lítilsáttar rigning,hiti +3 til +9 stig.

15-16:Norðan eða NV stinningsgola eða kaldi,þurrt í veðri,hiti frá +5 stigum niðrí -7 stig.

17-18:Norðan og NA hvassviðri eða stormur,snjókoma,él,slydda,hiti frá -3 stigum uppí +4 stig.

19-23:Norðan og NA stinningskaldi eða kaldi,hvassviðri um morguninn þ.22,snjóél,frost -0 til -9 stig.

24-25:Suðaustan kul,þurrt þ.24,snjókoma um kvöldið þ.25,frost -1 stig til -4 stig.

26:Austan og Suðaustan kaldi eða stinningskaldi,slydda,mikil rigning,með miklum hlýindum seinnihluta dags,hiti frá -2 stigum uppí +11 stiga hita.

27-30:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,allhvass,stinningskaldi eða stinningsgola,skúrir,rigning,eða él,hiti -1 til +8 stig.

31:Norðaustan og Austan kaldi,él um morguninn,hiti +1 stig niðrí -2 stig.

 

Úrkoman mældist 62,3 mm.(í desember 2009:110,7 mm.)

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti var þann 26.+11,2 stig.

Mest frost varð þann 23.-9,0 stig.

Alhvít jörð var í 6 daga.

Flekkótt jörð var í 10 daga.

Auð jörð því í 15 daga.

Mesta snjódýpt mældist 8 cm.22 og 23.

Meðalhiti við jörð -2,82 stig.(í desember 2009:-1,75 stig.)

Sjóveður:Allgott eða sæmilegt nema dagana 17-18-19-20-21 og 22,í Norðaustan hvassviðrunum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Hafís og uppskipunarbátur á leið í land.
Vefumsjón