Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. nóvember 2012 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Október 2012.

Mikill sjór var við ströndina tvo síðustu daga mánaðarins.
Mikill sjór var við ströndina tvo síðustu daga mánaðarins.
Veðrið í Október 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðlægri vindátt með kalda og allhvössum vindi,síðan suðlægar vindáttir eða breytilegar,en SV hvassviðri um tíma að morgni þann 9. Síðan voru austlægar vindáttir eða suðlægum með hægum vindi fram á 15. Þá snerist til norðlægrar áttar í þrjá daga. Síðan voru breytilegar vindáttir með andvara eða kuli fram til 22. Eftir það var mjög umhleypingasamt veður enn oftast með frekar hægum vindi. Tvo síðustu daga mánaðar var Norðan eða NA átt og hvassviðri eða stormi með ofankomu. Mánuðurinn var því nokkuð rysjóttur en það voru margir góðir dagar á milli,og úrkoman ekki mikil enda þurrir dagar í mánuðinum 14. Yfirlit dagar eða vikur:

1-4:Norðan kaldi,allhvass,veður gekk niður þann 4. um morguninn,rigning,súld,slydda,hiti 2 til 5 stig.

5-9:Mest suðlægar vindáttir eða breytilegar,kul,gola,stinningsgola,en SV hvassviðri um tíma um morguninn þ.9,skúrir,rigning,þurrt 5 og 6,hiti -0 til +9 stig.

10-11:Austlægar vindáttir,kul,gola,stinningsgola,rigning,hiti 5 til 10 stig.

12-15:Suðaustlægar vindáttir eða breytilegar,mest andvari eða kul,lítilsáttar rigning þ.13,annars þurrt,hiti 1 til 9 stig.

16-18:Norðan stinningsgola,skúrir,þurrt þ.17,hiti 0 til 5 stig.

19-22:Suðlægar vindáttir andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti frá -3 stigum upp í +6 stig.

23:Norðaustan og síðan SA,stinningsgola síðan kul,rigning,slydda eða snjókoma,hiti 0 til +2 stig.

24:Suðvestan gola eða stinningsgola,rigning seinnipartinn,hiti 2 til 6 stig.

25:Norðaustan og SA seinnihluta dags kaldi,stinningsgola síðan kul,þurrt í veðri,hiti frá 0 stigum niðri -4 stiga frost.

26:Sunnan og SSV kul,stinningskaldi,þurrt í veðri,hiti frá - 5 stigum uppi +4 stig.

27-28:Norðvestan og vestan kul og uppi kalda,rigning eða slydda,þurrt þ.28. hiti frá +1 til 7 stig.

29:Breytilegar vindáttir andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti +2 til +4 stig.

30-31:Norðaustan og Norðan allhvass,hvassviðri eða stormur,él,slydda eða snjókoma,hiti +4 stig niðri -3 stig.

 

Úrkoman mældist 57,4 mm. (í október 2011:194,4 mm.)

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 11.= +9,9 stig.

Mest frost mældist þann 26.= -4,8 stig.

Meðalhiti við jörð var -0,5 stig. (í október 2011: +1,25 stig.)

Alhvít jörð var í 0 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 27 daga.

Mesta snjódýpt: Mældist ekki.(flekkótt.)

Sjóveður:Nokkuð slæmt fyrstu 4. daga mánaðar,en mjög slæmt 3-30 og 31,annars sæmilegt eða gott sjóveður í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
  • Norðurfjörður I -2002.
  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
  • Ægir Thorarensen kemur á Agnesi Guðríði ÍS-800.
Vefumsjón