Einkennilegt tíðarfar.
Frá því fyrir jól og yfir og eftir áramót hefur verið einkennilegt tíðarfar. Þótt Veðurstofa Íslands hafi spáð snjókomu varð litið sem ekkert úr henni,frekar í formi élja,slyddu eða frostrigningar eð frostúða,enda hefur hitastigið verið rokkandi frá í um frostmarkið og í og yfir þriggja stiga hita,og oft með ísingar veðri,með tilheyrandi rafmagnsleysi,því línur slitnuðu og staurar brotnuðu á Trékyllisheiðinni í þessu ísingar veðri. Þumalputtareglan segir að ef hiti er um þrjú stig niður á lálendi,lækki hitinn um hverja hundrað metra hæð um eitt stig,þannig að ef hiti er um þrjú stig á lálendi er hitinn um núll stig í þrjú hundruð metra hæð. Snjódýpt á veðurstöðinni í Litlu-Ávík hefur aðeins mælst mest sex sentimetrar sem af er mánuðinum,en undananfarið gefin upp svellaða jörð að miklu leyti,en nú eru svellin að minka. Það má segja svolítið einkennilegt hvað við hér í Árneshreppi höfum sloppið við þessi snjóalög sem er alsstaðar í kringum okkur,sitt hvoru megin við Húnaflóann.