Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. september 2016 Prenta

Veðrið í Ágúst 2016.

Litla-Ávík.
Litla-Ávík.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðlægum vindáttum og voru hafáttir fram í miðjan mánuð og hægviðri, með úrkomu fyrstu dagana, en síðan var þurrt í veðri 5. til og með 10. en síðan var nokkuð úrkomusamt. Þann 16 gerði loks suðaustan átt og síðan suðvestan. Síðan þann 19 voru komnar hafáttir aftur sem stóðu til 28. með þokulofti og lítilsáttar vætu. Þann 29 var suðvestanátt með þurru og hlýju veðri sem stóð aðeins þann dag. Síðan voru hafáttir síðustu tvo daga mánaðar með smá vætu.

Mánuðurinn telst góðviðrasamur og með úrkomulitlu veðri og var ótrúlega hlítt þrátt fyrir að norðlægar vindáttir væru ríkjandi að mestu. Oft var fallegt veður í mánuðinum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 44,6 mm. (í ágúst 2015: 250,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 5 daga.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 16 og 18=+15,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 30=+4,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,3 stig.

Meðalhiti við jörð var +5,99 stig. (í ágúst 2015: +5,62 stig.

Sjóveður: Mjög gott sjóveður nema 27, þá var talsverður sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-15: Mest norðlægar (N-NV NA,) eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, en kaldi um tíma þann 7. skúrir, rigning, súld, þoka, þokuloft. Þurrt var í veðri dagana 5-6-7-8-9 og 10. Hiti +4 til +15 stig.

16: Suðaustan gola, þurrt í veðri, hiti +10 til +16 stig.

17: Norðaustan andvari eða kul, þurrt í veðri, hiti +10 til +15 stig.

18: Suðvestan stinningsgola eða kaldi, skúrir, hiti +9 til +15,5 stig.

19-28: Norðan, NNA, NNV, andvari, kul, gola, stinningsgola en kaldi eða stinningskaldi þann 26 og 27, þoka, súld, rigning, þurrt í veðri 19, 23 og 28, hiti +6 til +15,5 stig.

29: Suðvestan gola,þurrt í veðri, hiti +4,5 til +13,5 stig.

30-31: Norðan eða NNA, kul, gola, stinningsgola eða kaldi, súld, skúrir, hiti +4 til +9,5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
Vefumsjón