Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. maí 2018 Prenta

Veðrið í Apríl 2018.

Séð til Gjögurs frá Byrgisvík 12 apríl.
Séð til Gjögurs frá Byrgisvík 12 apríl.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðar var breytileg átt og kul og þurrt í veðri, síðan snérist í ákveðna norðaustanátt með éljum til 5. Þá gerði hægar suðlægar vindáttir með hita yfir daginn en frosti á nóttunni. Þann 9 fór að hlína aðeins í veðri með suðlægum vindáttum áfram. Frá 13 og fram til 28 voru mest hafáttir, með svalara veðri yfirleitt. Siðan voru suðlægar vindáttir eða breytilegar, með rigningu slyddu eða éljum tvo síðustu daga mánaðarins. Úrkoman var með minna móti. Ræktuð tún hné úthagi eru ekkert farin að taka við sér í mánaðarlok, enda kuldatíð.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 56,3 mm. (í apríl 2017: 170,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 15. +10,4.

Minnstur hiti mældist þann 1 og 6. -4,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,7 stig. (í apríl 2017: +1,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var +0,19 stig. (í apríl 2016: -0,85 stig.)

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 11 daga.

Auð jörð var því í 17 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 4. 4 cm.

Sjóveður: Sæmilegasta sjóveður, sjólítið eða dálitill sjór, en frekar slæmt í sjóinn dagana 3 og 4 allmikill sjór, og 5, 17 og 18, talsverður sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Breytilegar vindáttir með kuli, þurrt í veðri, hiti -5 til 1 stig.

2-5: Norðaustan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, síðan kul eða gola, snjóél, en þurrt í veðri þann 5. hiti -4 til 3 stig.

6-12: Suðvestan S. SA. eða breytilegar vindáttir, kaldi, stinningskaldi,gola, kul, þurrt í veðri 7, 8, 9 og 10, hiti -5 til 10 stig.

13-28: Norðlægar vindáttir, NA, N, NNV, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskald, allhvasst, rigning, súld, slydda, snjókoma, él, þurrt í veðri 15 og 16 og 26. hiti 0 til 10 stig.

29-30: Sunnan eða SV, stinningsgola, kaldi, allhvasst, síðan breytileg vindátt og kul, skúrir, rigning, slydda og eða él.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Togari á vesturleið í hafís.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
Vefumsjón