Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. janúar 2015 Prenta

Veðrið í Desember 2014.

Mjög mikill klammi myndaðist á hús og girðingar og raflínur um miðjan mánuð.
Mjög mikill klammi myndaðist á hús og girðingar og raflínur um miðjan mánuð.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með kvelli,því frá miðnætti og aðfaranótt þann 1.og fram á morgun var suðvestan rok eða ofsaveður,síðan voru hvassar SV- áttir fram til fjórða. Eftir það voru umhleypingar með éljum eða snjókomu. Þann níunda um kvöldið gekk í Norðan storm og var fárviðri og ofsaveður aðfaranótt tíunda og um morguninn. Enn og aftur gerði Norðan hvassviðri eða storm tíunda og ellefta,með snjókomu eða éljum. Eftir það voru miklir umhleypingar út mánuðinn.

Spilliblota gerði dagana fyrir jól og seig snjór mikið,mest í slydduveðri,vegir urðu mjög svellaðir. Aftur gerði blota á milli jóla og nýárs í SV hvassviðri og fór snjór þá mikið og svellalög minkuðu og urðu vegir sumstaðar auðir. Mjög úrkomusamt var í mánuðinum. Ágætt veður var um miðnætti á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdags,gott veður til að skjóta upp flugeldum.

Í Suðvestan veðrinu þann 1.náði vindur að fara í 47 m/s í kviðum sem er langt yfir vindstigakvarðann gamla,sem sýnir aðeins tólf vindstig eða 35 m/s.

Í Norðan óveðrinu þann tíunda var meðalvindhraði 33 m/s eða fárviðri um tíma síðan ofsaveður,mesti vindhraði var 38 m/s. Í þessu veðri fór ölduhæð í 9 til 14 metra eða hafrót.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4:Suðvestan rok,stormur,hvassviðri,síðan,allhvass,stinningskaldi eða kaldi,en kul eða gola,þ.4.,skúrir,él,snjókoma,hiti +5 og niður í -3 stig.

5:Austan,stinningsgola,stinningskaldi,snjóél,snjókoma,hiti -1 upp í +3 stig.

6:Suðvestan kaldi í fyrstu síðan SA andvari,snjóél,hiti frá -2 til +2 stig.

7-8:Norðaustan eða A læg vindátt,stinningskaldi,stinningsgola,gola,snjóél,hiti frá - 4 til +1 stig.

9:Aðfaranótt níunda var austan hvassviðri með snjókomu eða slyddu framundir morgun,um daginn var SV stinningsgola,kaldi og hvassviðri um tíma með snjókomu og skafrenningi,um kvöldið gekk í Norðan storm með snjókomu,hiti +2 til -2 stig.

10-11:Norðan fárviðri,ofsaveður,rok,stormur,hvassviðri,snjókoma,él,frost -1 til -5 stig.

12:Norlægur í fyrstu en síðan SV,stinningsgola,gola,þurrt í veðri,frost -4 til -8 stig.

13:Sunnan gola í fyrstu,síðan NA stinningskaldi,snjókoma um kvöldið,hiti frá -5 stigum upp í 0 stig.

14-15:Norðan hvassviðri,stormur,síðan allhvasst,snjóél,snjókoma,frost -1 til -6 stig.

16:Austan eða suðlæg vindátt,gola,stinningsgola,stinningskaldi,mikil snjókoma um tíma,hiti -5 til +3 stig.

17-Austan stinningskaldi og síðan V gola,snjókoma,hiti frá +2 niðri -1 stig.

18-19:Vestan andvari í fyrstu síðan norðlæg vindátt,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,allhvass,snjókoma,slydda,hiti +3 niðri -5 stig.

20:Austan gola eða stinningsgola,rigning,slydda,snjókoma,hiti frá -2 upp í +4 stig.

21:Vestan og NV,kul,stinningsgola,allhvass,él,slydda,hiti frá +1 til +6 stig.

22-24:Norðaustan kaldi,stinningskaldi,allhvass,hvassviðri,snjókoma,slydda,él,hiti +0 til +4 stig.

25-26:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola eða kaldi,lítilsáttar snjókoma með köflum,hiti frá -5 til +2 stig.

27:Norðlæg og síðan suðlæg vindátt,kaldi síðan gola,snjókoma,él,hiti frá -5 til +0 stig.

28-31:Sunnan eða SV,hvassviðri,síðan allhvasst,stinningskaldi,kaldi,enn kul á gamlárskvöld,skúrir,rigning,hiti +2 til +9,5 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 117,2 mm. (í desember 2013: 63,0 mm.)

Þurrir dagar voru 1.

Mestur hiti mældist þann 29: +9,5 stig.

Mest frost mældist þann  12: -7,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0.1 stig.

Meðalhiti við jörð var -2,7 stig. (í desember 2013: -3,51 stig.)

Alhvít jörð var í 26 daga.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 2 daga.

Mesta snjódýpt mældist 45 cm þann 19.

Sjóveður:Oftast mjög slæmt og eða mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Björn og Helga starta upp fjöldasöng.
  • Bátar í Litlu-Ávík.
Vefumsjón