Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. janúar 2021 Prenta

Veðrið í Desember 2020.

Það snjóaði talsvert 19 til 21, en þann snjó tók mikið til upp 24 og 25. Mynd tekin 23.
Það snjóaði talsvert 19 til 21, en þann snjó tók mikið til upp 24 og 25. Mynd tekin 23.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlæg vindátt og síðan NNV um kvöldið með snjókomu þann 1. Frá 2 til 4 var norðan áhlaup, frá allhvössum vindi og uppí storm, með snjókomu með talsverðu frosti. Þá voru suðlægar vindáttir með úrkomu þann sjöunda, en annars þurru veðri 5 til 8. Frá 9 til 22 var Norðaustlæg vindátt allt frá stinningsgolu og uppí stormstyrk, með rigningu, slyddu og talverðri snjókomu frá 19 og fram á morgun þann 21. Frá 23 og til 26 var suðlæg vindátt með hvassviðri eða stormi 24 og 25. Rigning og síðan él. Snjó tók mikið til upp 24 og 25. Þá var norðanátt 27 og 28, með úrkomu. Síðan var hægviðri þrjá síðustu daga mánaðarins, og var léttskýjað á gamlárskvöld og fallegt veður.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 80,2 mm. (í desember 2019: 107,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 25. +8,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22. -8,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,7 stig. (í desember 2019: +1,2 stig,)

Meðalhiti við jörð var -1,68 stig. (í desember 2019: -1,34 stig.)

Sjóveður. Oftast slæmt, en sæmilegt sjóveður var þó dagana 8, 9, 10,23, 24, 26, 31. Það er sjólítið eða dálítill sjór. Annars slæmt, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór, stórsjór.

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 8 daga.

Auð jörð var því í 7 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 22. 26 cm.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan, S, stinningsgola, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, skúrir, rigning, en NNV stinningsgola um kvöldið með snjókomu. Hiti -1 til +8 stig.

2-4: Norðan allhvasst, hvassviðri eða stormur, snjókoma frost -3 til -7 stig.

5-8: Suðaustan, S, SSV, kul, gola, stinningsgola, snjókoma, slydda, rigning þ.7. Annars úrkomulaust, hiti -8,5 til +4 stig.

9-22: Norðaustan, ANA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, hvassviðri, stormur, rigning, slydda, snjókoma, úrkomulaust 13, 14. Hiti +6 til -9 stig.

23-26: Sunnan, SSV ,kul, gola,stinningsgola,kaldi, allhvasst, en hvassviðri eða stormur 24 og 25. Úrkomulaust þ.23. annars rigning, skúrir, slyddu eða snjóél, hiti +8,5 til -6 stig.

27-28: Norðan hvassviðri, allhvasst, kaldi, rigning, slydda, él, hiti +4 til -2 stig.

29-31: Austan, SA, eða breytilegar vindáttir, kul eða gola, snjómugga þann 29. Annars úrkomulaust. Frost -1 til -5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
Vefumsjón