Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. mars 2016 Prenta

Veðrið í Febrúar 2016.

Reykjaneshyrna-Örkin.
Reykjaneshyrna-Örkin.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðaustanátt með hvassviðri og stormi um kvöldið þann fyrsta, þá hlýnaði aðeins í veðri þannig að úrkoman varð slydda og síðan snjókoma, eftir það voru ríkjandi hafáttir áfram með frosti og éljum. Þann fjórða og fram á dag þann fimmta gerði austan hvell, hvassviðri eða storm með mikilli ofankomu og snjóaði og skóf þá mikið í byggð. Siðan áframhaldandi norðaustlægar vindáttir með éljum fram til og með tíunda. Dagana ellefta til fimmtánda voru suðlægar eða austlægar áttir, og með rigningu og spilliblota þann 15. Síðan kólnaði strax daginn eftir í suðvestanóveðrinu þann 16. Næstu þrjá daga voru mest suðlægar vindáttir, með éljum, en snjóaði talsvert í austlægri vindátt snemma morguns þann 19. Þann 20 gekk í N hvassviðri með slyddu og síðan snjókomu. Frá 22 voru suðlægar vindáttir og hægviðri, oft með léttskýjuðu veðri. Þann 26 og 27 gerði síðan skammvinna norðauslæga eða austlæga vindátt, með mjög dimmum éljum þann 26. Síðan voru hægar suðlægar vindáttir út mánuðinn. Úrkomusamt var í mánuðinum.

Í austan óveðrinu 4. til 5. náði vindur í kviðum að fara í 34 m/s í kviðum sem er yfir tólf gömul vindstig.

Í suðvestanóveðrinu að morgni 16. náði vindur að fara í 33 m/s í jafnavind, en það er fárviðri,og í kviðum í 47 m/s , eða 169. Km/klst, alvesta veðrið var frá sjö og fram undir hálf tíu um morguninn.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 103,9 mm. (í febrúar 2015: 78,9 mm.)

Úrkomu vart sem mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist +5,5 stig þann 15.

Mest frost mældist -6,0 stig þann 9.

Meðalhiti mánaðarins var -0,3 stig.

Meðalhiti við jörð var -4,11 stig. (í febrúar 2015: -3,70 stig.)

Alhvít jörð var í 29 daga.

Flekkótt jörð var í 0 dag.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 5: 60 cm.

Sjóveður: Mjög rysjótt en nokkrir góðir eða sæmilegir dagar.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðaustan stinningskaldi, hvassviðri og síðan stormur,slydda, snjókoma, hiti frá -0 til +3 stig.

2-3: Norðaustan og A stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, él enn þurrt þ. 3. hiti +3 til -3 stig.

4-5: Austan og NA kaldi en síðan hvassviðri og stormur með mikilli snjókomu, hiti frá +1 til -2 stig.

6-10: Norðaustan allhvass, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, él, skafrenningur, hiti -6 til +3 stig.

11-15: Suðaustan eða A, kul, eða suðlæg vindátt, gola, stinningsgola, kaldi, þurrt í veðri þ. 11. og 14. annars él, rigning þ. 15. hiti -4 til + 6 stig.

16: Suðvestan ofsaveður eða fárviðri fram á dag, rigning síðan él, hiti frá +5 niður í -4 stig.

17-19: Mest suðlægar vindáttir eða breytilegar, kul, gola, stinningsgola, kaldi, él, en talsverð snjókoma eða slydda í austlægri vindátt snemma morguns þann 19. hiti -3 til +3 stig.

20-21: Norðan hvassviðri, allhvass, stinningskaldi, slydda, snjókoma, hiti frá +2 niður í -2 stig.

22-25: Suðlæg vindátt eða breytileg, andvari, kul eða gola, él um morguninn þann 22. annars úrkomulaust, hiti frá -5 til +0,5 stig.

26-27: Norðaustan eða A, stinningsgola, kaldi, gola, kul, mikil él þ. 26, þurrt þ. 27. hiti +1 til -4 stig.

28-29: Suðlægar vindáttir, kul eða gola, þurrt í veðri þ. 28, en él um morguninn þ.29. hiti -5 til +4 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Hafísjaki 6 KM vestur af Sæluskeri. 27-08-2018
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Tekin grunnur 22-08-08.
Vefumsjón