Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. febrúar 2015 Prenta

Veðrið í Janúar 2015.

Trékyllisvík og Melar 30-01-2015.
Trékyllisvík og Melar 30-01-2015.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum sem stóðu fram til og með ellefta. Eftir það gekk til norðlægra vindátta,oft með allhvössum vindi,með nokkurri ofankomu. Frá átjánda voru mest suðlægar vindáttir,fram til tuttugusta og sjöunda. Enn þann 28. og til 30. voru ákveðnar norðaustanáttir eða norðlægar áttir með slyddu eða snjókomu og síðan éljum. Mánuðurinn endaði síðan með hægum vestlægum vindáttum með fallegu veðri en nokkru frosti. Þetta var mjög umhleypingasamt veðurfar í mánuðinum. Nokkuð úrkomusamt var í mánuðinum.

Nokkra blota gerði í mánuðinum sem með réttu mega kallast spilliblotar,því þeir gerðu ekkert annað en auka svell á túnum og vegum.

Hvassviðri og stormur var þann 8.og náði vindur í kviðum í 68 hnúta eða 35 m/s,í kviðum sem eru 12 gömul vindstig.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Austan eða NA,stinningsgola,allhvass síðan kul um kvöldið Þ.2,snjókoma,hiti frá +3,5 niðri -3 stig.

3:Suðvestan,stinningskaldi,kaldi,stinningsgola,skafrenningur,þurrt í veðri,hiti -3 til +1 stig.

4:Suðaustan,gola,stinningsgola,kaldi,snjókoma,slydda,rigning,hiti frá -4 til +4 stig.

5:Sunnan eða SA,stinningskaldi,stinningsgola,gola,smá él um morguninn,hiti frá +7,5 niðri -1 stig.

6-9:Mest suðvestan,kaldi,en allhvass og hvassviðri 7. og 8.en kaldi,stinningsgola,þ.9.,él,hiti frá -2 til +5 stig.

10-11:Suðaustan,andvari,kul,gola,þurrt í veðri þ.10.en smá él um morguninn þ.11. frost -2 til -6 stig.

12-17: Norðaustan eða norðlægar vindáttir,kaldi,allhvass þ.13.og 16.snjókoma,él,hiti frá +3 stigum  niður í -5 stig.

18-24:Suðlægar,SA-S-SV,vindáttir,kul,gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,þurrt í veðri.18, 20 og 23,annars rigning,slydda eða snjókoma,hiti frá +5 niðri -7,5 stig.

25:Sunnan gola eða stinningsgola í fyrstu,síðan V og N kaldi um kvöldið,slydda eða snjókoma,hiti +4 og niðri -1 stig.

26-27:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,stinningsgola,stinningskaldi,él,slydda,skafrenningur,hiti +6 til -3 stig.

28-30:Vestan gola í fyrstu,síðan NA eða N slydda,snjókoma,él,hiti frá + 3 stigum niðri -2 stig.

31:Vestlægar vindáttir kul,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti frá 0 stigum niður í -5 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 97,5 mm.  (í janúar 2014: 49,5 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 5. +7,5 stig.

Mest frost mældist þann 18. -7,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,0 stig.

Meðalhiti við jörð var -3,05 stig. (í janúar 2014: -0,44 stig.)

Alhvít jörð var í 17 daga.

Flekkótt jörð var í 14 daga.
Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist 26 cm. þann 26.

Sjóveður:Mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Ástbjörn smiður á einni hækju.08-11-08.
  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
  • Reykjarfjörður-11-09-2002.
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
Vefumsjón