Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. ágúst 2021 Prenta

Veðrið í Júlí 2021.

Oft var fallegt veður í mánuðinum.
Oft var fallegt veður í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðarins var suðvestanátt hvöss fram eftir degi og þurru veðri og hlýju. Síðan voru frá 2 fram til 5 voru norðlægar vindáttir með þoku og svalara veðri. Frá 6 til 9 var suðvestanátt með hlýju veðri. Þá var norðan hægviðri með þurru veðri 10 og 11. Heldur svalara. Frá 12 til 26 voru suðlægar vindáttir, oft vindasamt og jafnvel stormkviður, en mjög hlýtt í veðri og úrkomulítið. Síðustu fimm daga mánaðarins voru hafáttir með súld og rigningu í fyrstu og svalara í veðri. Enn hlýrra aftur eftir að stytti upp.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 44,3 mm. (í júlí 2020: 119,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 17.

Mestur hiti mældist þann 20: +19,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 2: +5,2 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +11,0 stig. (í júlí 2020: +8,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var +8,22 stig. (í júlí 2020: +5,72 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 1, 15, 21, 27, 28, vegna hvassviðris og sjógangs. Annars var gott sjóveður í mánuðinum, gráð eða sjólítið.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan allhvasst, stinningskaldi, kaldi, úrkomulaust, hiti +10 til +17 stig.

2-5: Norðan NNV, NNA, andvari, kul, gola, úrkomulaust 2, 3, 5, en súldarvottur þ.4. Þoka 4 og 5. Hiti +5 til +13 stig.

6 til 9: Suðvestan kul, gola, stinningsgola, en stinningskaldi, eða allhvass þ.8. Skúrir þ.6. Enn úrkomulaust 7, 8 og 9. Hiti +8 til +19 stig.

10-11: Norðan andvari, kul, gola, úrkomulaust, hiti +8 til +12 stig.

12-26: Suðvestan, SA, S, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, enn allhvasst, eða hvassviðri, 15, 18, 21, með stormkviðum. Rigning, súld, skúrir, mistur. Úrkomulaust var dagana 13, 18, 19, 20, 21, 22. Úrkomu varð vart þann 15. Hiti +7 til +19 stig.

27-31: Norðan, NNV, kaldi, stinningsgola, gola, kul, andvari,logn. Rigning og súld, þoka, þokuloft. Úrkomulaust var 30 og 31. Hiti +6 til +14 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
  • Úr sal.Gestir.
  • Inni lokað loftrúm.12-11-08.
Vefumsjón