Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júní 2013 Prenta

Veðrið í Maí 2013.

Það var alhvít jörð að morgni 26 maí í Norðurfirði.
Það var alhvít jörð að morgni 26 maí í Norðurfirði.
1 af 2
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum með frosti eða hita á víxl fyrstu þrjá dagana. Síðan voru mest hafáttir með fremur köldu veðri og oftast úrkomu fram til 17.mánaðar. Loks gekk í suðlægar vindáttir þann átjánda með hlýju veðri sem stóð aðeins í þrjá daga. Síðan gekk aftur í norðlægar vindáttir með skúrum eða éljum,sem stóð í tvo daga. Þann 23. var Suðaustlæg vindátt með rigningu og slyddu. Síðan voru hafáttir með kalsaveðri,rigningu eða slyddu fram á 28. mánaðar. Alhvítt var í byggð víða að morgni 26. Síðustu þrjá daga mánaðarins var hægviðri með lítilli úrkomu og sæmilega hlýju veðri. Úrkoman var talsverð í mánuðinum,því nú eru maí og júní yfirleitt þurrustu mánuðir á Ströndum.

Ræktuð tún voru farin að taka við sér uppúr tuttugusta og farin að grænka. Úthagi fór aðeins að taka við sér síðustu daga mánaðar. Allur gróður var mjög seinn að taka við sér í mánuðinum. Lambfé var sett mjög seint út á tún vegna kulda og bleytutíðar og  gróðurleysis. Og stundum var fé sett inn aftur í verstu slyddubleytunni.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Norðlæg vindátt,stinningsgola síðan gola,úrkomulaust,hiti frá -2 stigum uppi +1 stig.

2-3:Suðvestan þ.2 og allhvass síðan gola,síðan suðlæg vindátt með golu,él,skúrir,rigning þ.2. hiti frá -5 stigum upp í +6 stig.

4-7:Norðaustan allhvass eða hvassviðri þ.5. annars stinningskaldi eða kaldi,rigning,slydda,snjókoma eða él,hiti +5 niðri 0 stig.

8-9=Norðan eða NV gola,þurrt í veðri,hiti +2 til +5 stig.

10-12:Norðlægar eða breytilegar vindáttir,kul eða gola,rigning eða súld,hiti +1 til +8 stig.

13-17:Norðaustan kaldi,stinningsgola,gola,súld,skúrir eða él,þurrt þann 17., hiti +5 stig niðri 0 stig.

18-20:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola,stinningsgola eða kaldi,skúrir eða rigning,hiti +5 til +14 stig.

21-22:Norðvestan eða Norðan gola,kaldi eða stinningskaldi,skúrir eða él,hiti +6 stig niðri +1 stig.

23:Suðaustan stinningsgola og síðan breytileg vindátt með andvara,rigning eða slydda,hiti 0 til +5 stig.

24-25:Norðvestan kul,gola,stinningsgola,rigning,hiti +3 til +5 stig.

26-28:Norðan eða NA kaldi,stinningskaldi,en gola seinnipart þ.28. rigning eða slydda,lítilsáttar súld þ.28,hiti +1 til +6 stig.

29-30:Breytileg vindátt í fyrstu með kuli eða golu,síðan NV kul,súld og þokuloft,hiti +4 til +9 stig.

31:Austan eða SA með kuli eða golu,smá skúrir,hiti +4 til +11 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist  66,8 mm. (í maí 2012: 9,0 mm.)

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 18: +14,2 stig.

Mest frost mældist þann 2: -4,9 stig.

Meðalhiti við jörð +1,16 stig. (í maí 2012:+0,81 stig.)
Meðalhiti var: +3,9 stig.

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 9 daga.

Auð jörð var því í 20 daga.

Mesta snjódýpt mældist 15 cm þann 1.

Sjóveður: Slæmt sjóveður,talsverður eða allmikill sjór var þessa daga 4,5,6,7,13,14,22,27 og 28,annars svona sæmilegt,sjólítið eða dálítill sjór.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
  • Sælusker (Selsker)18-04-2008.
  • Íshrafl í fjörinni í Ávík.28-12-2001.
  • Sirrý og Siggi.
Vefumsjón