Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. júní 2014 Prenta

Veðrið í Maí 2014.

Lambfé var sett óvenju snemma út í ár.
Lambfé var sett óvenju snemma út í ár.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta vika mánaðarins var vindur hægur með lítilli úrkomu,frosti í fyrstu en síðan hlýnandi veðri. Eftir það voru norðaustanáttir með frekar svölu veðri fram til þrettánda. Síðan var hægviðri með lítilli úrkomu og hlýrra veðri í bili. Eftir það skiptust á hafáttir eða suðlægar vindáttir,oftast hægar með talsverðum hitamismun.

Miklar hitasveiflur voru í mánuðinum,það má því segja að mánuðurinn hafi bæði verið kaldur og hlýr,en verður að teljast hlýr í heild sinni. Aðfaranótt þrettánda varð alhvítt í fjöllum og víða niður á láglendi. Úrkoman var með minna móti í mánuðinum. Bændur gátu sett lambfé út á tún óvenju snemma miðað við mörg undanfarin ár,vegna betra tíðarfars í maí í ár. Ræktuð tún voru farin að taka vel við sér snemma í maí,og úthagi orðin alsæmilegur í lok mánaðar.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-7:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri fyrstu þrjá dagana,annars rigning eða súld,hiti frá -3 stigum til  +9 stig.

8-13:Norðaustan,stinningsgola en oftast kaldi,þurrt í veðri 9. og  10.,annars skúrir,slyddu eða snjóél,hiti 0 til 6 stig.

14-15:Norðan eða NV,kul eða gola,rigning,súld,hiti +3 til +6 stig.

16:Suðvestan,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti +6 til +11 stig.

17-19:Norðan eða NV lægar vindáttir,kul,gola,stinningsgola,kaldi,rigningarvottur,en þurrt í veðri þ.19., hiti +2 til +7 stig.

20:Suðvestan,en N seinnihluta dags,kaldi síðan gola,skúrir,hiti +3 til +10 stig.

21:Norðan og NNA,stinningsgola síðan kul,skúrir síðan slydduél,hiti +3 til +6 stig.

22:Suðvestan kul,síðan kaldi,þurrt í veðri,hiti +0 til +10 stig.

23-30:Mest suðlægar vindáttir,andvari,kul,gola,stinningsgola,rigning,skúrir,þurrt þ.30.,hiti +5 til +14 stig.

31:Norðnorðvestan kul eða gola,rigning,hiti 6 til 7 stig.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 24,9 mm. (í maí 2013:66,8 mm.)

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 30: +14,0 stig.

Mest frost mældist aðfaranótt 1: -2,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,7 stig.

Meðalhiti við jörð var: +2,86 stig.  (í maí 2013: +1,16 stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 0 dag: Athugasemd=aðfaranótt 13. var flekkótt jörð,en búið að taka upp á mælitíma kl 09:00.

Auð jörð var því í 31 dag.

Mesta snjódýpt:Mældist ekki.

Sjóveður: Gott eða sæmilegt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
  • Jakabrot við Árnesey 19-08-2004.
  • Hrafn -og systkinin Guðbjörg og Guðmundur.22-08-08.
Vefumsjón