Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. júní 2016 Prenta

Veðrið í Maí 2016.

Örkin alhvít.
Örkin alhvít.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Maí byrjaði með norðlægum vindáttum og köldu veðri og nokkurri úrkomu, snjókomu, rigningu eða éljum. Þessi norðlæga átt var ríkjandi fram til sjöunda. Þá breytti í suðlægar vindáttir með hlýju veðri. Þann tíunda var allhvass af suðvestri, síðan breytilegar vindáttir, og eða suðlægar fram til og með 15. Næturfrost var þann 12. Aðfaranótt 16 gekk í norðlæga vindátt með kólnandi veðri og gerði slyddu á láglendi, og snjóaði langt niður í fjöll, norðlæg átt var svo fram til og með 17. Þá voru hægar norðlægar eða breytilegar vindáttir fram til 23. oft með köldu veðri og slydduéljum og snjóaði þá talsvert í fjöll. Loks þann 24. gekk til suðlægra vindátta með hlýju veðri, en oft var allhvass í suðvestanáttinni. Þann 30. kólnaði dálítið í breytilegri vindátt og gerði þokuloft. Mánuðurinn endaði síðan með suðlægri vindátt og hlýju veðri. Mjög úrkomusamt var með köflum í mánuðinum.

Lambfé fór snemma út á tún hjá bændum á Ströndum á þessu vori, þótt hafi gert slydduél og fremur kalt hafi verið um tíma var gróður fljótur að taka við sér, og ekkert varð úr þessu Hvítasunnuhreti að ráði á þessu vori. Sem dæmi var alhvít jörð í fyrra (2015) í 3 daga og flekkótt í 13 daga og mesta snjódýpt mældis í maí í fyrra var 20 cm.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 69,4 mm. (í maí 2015: 48,0 mm.)

Úrkomu sem var vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 13 dagar.

Mestur hiti mældist þann 28. +15,0 stig.

Mest frost mældist þann 12. -1,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,5 stig.

Meðalhiti við jörð var +2,05 stig. (í maí 2015: 0,84 stig.)

Alhvít jörð var í 1 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 29 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 3. 3 cm.

Sjóveður: Var slæmt 2 til 7, annars sæmilegt eða gott.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-7: Norðan NV, NA, gola, stinningsgola, en allhvass þ. 2 og fram á 3. stinningskaldi, kaldi, rigning,skúrir,snjókoma, él, súld, þurrt þann 7. hiti 0 til +5 stig.

8: Breytileg vindátt, kul, þurrt í veðri, hiti +0 til +8 stig.

9-10: Suðvestan stinningsgola, stinningskaldi, allhvass, þurrt í veðri, hiti +1 til 9 stig.

11: Suðvestan í fyrstu síðan, norðan og NA, kaldi, stinningsgola, gola, súld, hiti +3 til +10 stig.

12-13: Breytilegar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, þurrt þ. 12. úrkomuvottur þ.13. hiti -2 til +11 stig.

14-15: Suðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, þurrt í veðri, hiti +3 til 13 stig.

16-17: Norðaustan og N, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola,gola, rigning, slydda, þurrt þ. 17, hiti +1 til +5 stig.

 

18-23: Norðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul eða gola, skúrir, slydduél, þurrt 19 og 21. hiti +0 til +9 stig.

24-28: Suðvestan eða S, kaldi, stinningskaldi en oftast allhvass, rigning eða skúrir, þurrt í veðri 24 og 28. hiti +6 til +15 stig.

29-31: Breytilegar vindáttir, kul eða gola, en Sunnan kaldi um kvöldið þ.31. þurrt í veðri þann 29. annars súld, rigning, hiti +2 til +15 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
  • Togari á vesturleið í hafís.
  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
Vefumsjón