Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. apríl 2014 Prenta

Veðrið í Mars 2014.

Snjóflóð féll á veginn í Urðunum þann 10-03-2014. Það var mælt og gefið upp á snjóflóðadeild Veðurstofunnar.
Snjóflóð féll á veginn í Urðunum þann 10-03-2014. Það var mælt og gefið upp á snjóflóðadeild Veðurstofunnar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur í heild. Fyrstu fjóra dagana voru norðaustanáttir með talsverðri snjókomu þann 2. Síðan voru suðlægar vindáttir í þrjá daga. En gekk í norðaustan og norðan 8.og 9.,með snjókomu. Frá tíunda til þrettánda voru mest suðlægar vindáttir,eftir það voru NA eða A- lægar vindáttir,en SV eða V þann 16. Þá gerði norðaustan með hvassviðri eða stormi nítjánda til tuttugusta og fyrsta og talsverðri snjókomu. Þann 24 voru komnar suðlægar vindáttir með hlýindum og talsverðri rigningu fram til 27. Síðustu daga mánaðar var hægviðri með hita yfir daginn en frosti á nóttinni og þurru og fallegu veðri.

Vindur náði 72 hnútum eða 37 m/s eða fárviðri í kviðum.,kl.:21:00 í SSV átt þann 10. Einnig þann 11.kl:06:00 náði vindur að fara í kviðum í 98 hnúta eða 51 m/s í SSV átt,langt yfir fárviðrismörk. Óverulegt tjón varð í þessu veðri í Árneshreppi á Ströndum.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4:Norðaustan,síðan A,allhvasst,fyrstu tvo dagana,síðan kaldi,stinningsgola eða gola,slydda,snjókoma,súld,hiti frá -3 stigum upp í +3 stig.

5-7:Sunnan eða SV,gola,kaldi,allhvasst,þurrt í veðri 5. og 6.,él um kvöldið þ.7.,hiti -3 til +3 stig.

8-9:Breytileg vindátt í fyrstu með kuli,en gekk síðan í NA og eða N allhvassan vind með snjókomu,hiti frá +3 stigum niðri -2 stig.

10-11:Sunnan,stinningsgola eða kaldi í fyrstu síðan SV stormur,rok og fárviðri í kviðum,snjókoma,slydda,él,hiti frá -3 til +8 stig.

12:Suðvestan kul í fyrstu,síðan NV eða N,andvari eða gola,snjókoma,rigning,hiti 0 til 5 stig.

13:Suðvestan,stinningsgola,kaldi,lítilsáttar él,hiti -1 til +1 stig.

14:Norðaustan,stinningsgola eða kaldi,él,hiti frá -1 til 2 stig.

15:Austan gola,stinningsgola fyrstu með snjókomu,síðan SV allhvass,hiti frá -2 og upp í +6 stig.

16:Suðvestan eða V,allhvass,stinningskaldi,kul,él,hiti +1 til -4 stig.

17-18:Norðaustan og A,kaldi,stinningsgola,gola,él,hiti -1 til -10 stig.

19-22:Norðaustan gola,stinningsgola í fyrstu síðan hvassviðri,stormur en stinningskaldi þ.22,él,snjókoma,hiti -2 til +2stig.

23:Vestlæg vindátt í fyrstu síðan austlæg,gola,stinningsgola,snjókoma um kvöldið,hiti -1 til -4 stig.

24:Suðaustan stinningsgola,rigning,hiti frá +2 stigum upp í +5 stig.

25:Suðvestan stinningsgola,allhvasst,slydduél,hiti +2 til +5 stig.

26:Suðaustan stinningsgola eða kaldi,síðan SV,gola,snjókoma,slydda,rigning,hiti +0 til +10 stig.

27:Sunnan eða SV,stinningsgola,kaldi,þurrt í veðri,hiti +2 til 6 stig.

28-31:Breytilegar vindáttir,gola,logn,andvari,kul,þurrt í veðri,hiti frá -2 stigum upp í +5 stig.


Mæligögn:

Úrkoman mældist 95,7 mm. (í mars 2013: 24,3 mm.)

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 26: +9,5 stig.

Mest frost mældist þann 18: -9,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,8 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,98 stig. (í mars 2013: -3,3 stig.)

Alhvít jörð var í 15 daga.

Flekkótt jörð var í 16 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 22.= 21 cm.

Sjóveður:Mjög rysjótt fyrri hluta mánaðar,en sæmilegt eftir 23.,og mjög gott og fallegt sjóveður síðustu daga mánaðarins.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
Vefumsjón