Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. apríl 2018 Prenta

Veðrið í Mars 2018.

Það gerði alhvíta jörð aftur 23 mars.
Það gerði alhvíta jörð aftur 23 mars.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum sem voru ríkjandi fram til 12. Eftir það voru austlægar eða breytilegar vindáttir og hægviðri. Veður fór hlýnandi frá og með 14 og veður var góðviðrasamt og snjó tók mikið til upp fram til 22. Enn þann 23 gerði skammvinna norðaustanátt eða norðan, með snjókomu og gerði alhvíta jörð aftur. Eftir það voru hægar suðlægar vindáttir fram til 27,með úrkomulausu veðri og hita yfir frostmarki á daginn. Þann 28 gekk í skammvinna hvassa austanátt, með úrkomulausuveðri. Síðustu þrjá daga mánaðarins voru hægar hafáttir með kólnandi veðri.

Mánuðurinn verður að teljast góðviðrasamur að mestu og mjög úrkomulítill.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 38,7 mm. (í mars 2017: 49,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 18: +8,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 13: -5,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,1 stig. (Í mars 2017: +0,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,6 stig. (í mars 2017:-2,58 stig.)

Alhvít jörð var í 13 daga.

Flekkótt jörð var í 18 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 6. 16 cm.

Sjóveður: Að mestu sæmilegt sjóveður, það er dálítill sjór eða sjólítið. Slæmt í sjóinn dagana 4,5,6,10,11,23,24 og 28, það er talsverður sjór eða allmikill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-12: Mest Norðaustan, NNA eða A, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en allhvass þann 11, síðan gola eða kul, él, snjókoma, þurrt í veðri 9, 10 og 12. hiti -4 til 2 stig.

13-18: Auslægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul eða gola, slydda,rigning, súld, þoka, þurrt í veðri 13, 16 og 18. hiti -6 til 8 stig.

19-20: Suðvestan, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, skúrir, rigning, en þurrt þ.19. hiti 3 til 8 stig.

21-22: Breytilegar vindáttir, logn, kul, enn S kaldi um tíma þ.21. þoka, súld, rigning, hiti 2 til 6 stig.

23: Norðaustan og N, NV, allhvass, stinningskaldi, stinningsgola, gola, slydda, snjókoma, hiti 3 og niður í -2 stig.

24: Suðvestan gola, stinningsgola, kul, þurrt í veðri, hiti -2 til 2,5 stig.

25-27: Suðaustan kul eða gola, þurrt í veðri, hiti -2 til 5 stig.

28: Austan, ANA, stinningskaldi, allhvass, úrkomulaust, hiti 2 til 4 stig.

29: Norðvestan kul, þokumóða, þurrt í veðri, hiti 1 til 5 stig.

30-31: Norðaustan, kul eða gola, skúrir, él, þurrt í veðri þ. 31. hiti -1 til 4 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Tekið á móti plötum á þaki 11-11-08.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
Vefumsjón