Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. apríl 2021 Prenta

Veðrið í Mars 2021.

Ávíkuráin ruddi sig í leysingum þann 17.
Ávíkuráin ruddi sig í leysingum þann 17.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðar var suðvestan með lítilsáttar skúrum. Síðan þann 2 og 3 var norðlæg vindátt eða breytileg með þurru veðri. 4 og 5 var suðvestan með úrkomuvotti þann 5. 6 til 8 voru breytilegar vindáttir með hægviðri og úrkomulitlu veðri. Þann 9 snérist til norðanáttar með snjókomu og éljum, mikið var um ísingu í þessu norðan hreti. Það snjóaði mikið í þessu hreti og miklir skaflar. Þann 15 var austlæg vindátt með mikilli slyddu um kvöldið og fram á nótt. Þann 16 var komin suðvestanátt með hlýnandi veðri, oft hvassviðri, snjó tók hratt upp í þessu þíðveðri. Það dró úr vindi um morguninn þann 23. Þá kólnaði í veðri og voru él 23 og 24. Suðvestanáttin gekk síðan alveg niður þann 24. Frá 25 til 29 var norðan hvassviðri með snjókomu og skóf allt í skafla, talsverður snjór komin aftur. Frostið fór í -11 stig og er það mesta frost í vetur. 30 og 31 var suðvestan með hvassviðri þann 31 og hlýnandi veðri, og snjó fór að taka upp eftir síðasta hret.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 64,7 mm. (í mars 2020) : 56,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 5 daga.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 18: +10,6 stig.

Mest frost mældist þann 27: -10,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,1 stig. (í mars 2020: -0,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,78 stig. (í mars 2020: -3,63 stig.)

Sjóveður. Sæmilegt sjóveður dagana 2, 3, 4, 6, 7, 8, 19. Það er sjólítið eða dálítill sjór. Oftast var sjóveður slæmt vegna hvassviðra eða ölduhæðar. Dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór, stórsjór.

Alhvít jörð var í 15 daga.

Flekkótt jörð var í 16 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 14: 51 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan hvassviðri, stinningskaldi, síðan stinningsgola, skúrir, hiti +2 til +4,5 stig.

2-3: Norðan, NA, eða breytileg vindátt, kul, stinningsgola, kaldi, úrkomulaust, hiti -1 til +4,5 stig.

4-5: Suðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust en skúravottur þ.5. Hiti +2 til +7,5 stig.

6-8: Breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, súld, rigning, skúrir, hiti +6 niður í -2 stig.

9-14: Norðaustan síðan norðan, gola, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, frostrigning, snjókoma, snjóél, hiti + 1,5 niður í -5 stig.

15: Austnorðaustan stinningsgola eða kaldi, mikil slydda um kvöldið, hiti-1 til +2 stig.

16-24: Suðvestan eða S, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, skúrir, rigning, síðan snjóél, hiti +11 niður í -3 stig.

25-29: Norðan, NA, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, snjókoma, él, frost-1 til -11 stig.

30-31: Suðvestan kul, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, úrkomulaust þ.30. Enn skúrir þ. 31. Hiti frá -6 til +5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
  • Búið að klæða tvöfalda herbergin.04-04-2009.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
Vefumsjón