Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. desember 2018 Prenta

Veðrið í Nóvember 2018.

Reykjaneshyrna 316 m, talsvert snjóaði síðustu daga mánaðar.
Reykjaneshyrna 316 m, talsvert snjóaði síðustu daga mánaðar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðar voru norðlægar vindáttir með slyddu, frostrigningu og síðan éljum. Þann 5 var hæg breytileg vindátt, með éljum. Þann 6 og 7 var norðaustan hvassviðri, og hlýnaði í veðri. Síðan 8 og 9 voru breytilegar vindáttir og hægviðri. Þá gerði norðaustan 10 til 16 með kólnandi veðri, með rigningu og síðan slyddu. Þann 17 og 18 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri sérstaklega um morguninn þann 17. þegar hiti fór í 15 stig. Frá 19 til 26 var hægviðri með lítilsáttar úrkomu með köflum, en svölu veðri. Þá gekk í norðaustanátt þann 27 og var NA út mánuðinn með hvassviðri og snjókomu.

Úrkomusamt var fyrri hluta mánaðar eða framyfir miðjan mánuð.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 95,5 mm. (í nóvember 2017: 72,0 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 17: +15,0 stig.

Mest frost mældist þann 26: -3,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,9 stig. (í nóvember 2017: +0,7 stig. )

Meðalhiti við jörð var +0,55 stig. (í nóvember 2017: -3,32 stig.)

Alhvít jörð var í 3 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 23 daga.

Sjóveður: Mjög gott eða sæmilegt, gráð, sjólítið, dálitill sjór 17 til 27. annars mjög rysjótt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4: Norðaustan og N gola, stinningsgola, kaldi, allhvass, slydda, slyddu eða snjóél, frostrigning, hiti -1 til 4 stig.

5: Breytileg vindátt með kuli, snjóél um morguninn, hiti -3 til 2 stig.

6-7: Austnorðaustan, eða NA stinningskaldi, allhvass, hvassviðri, þurrt þ.6. síðan rigning, hiti 2 til 6 stig.

8-9: Breytilegar vindáttir, andvari, kul eða gola, rigning, en þurrt þ.9. hiti 2 til 7 stig.

10-16: Norðaustan allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, rigning, súld, slydda, hiti 1 til 6 stig.

17-18: Suðlægar vindáttir, SA, S, SSV, stinningsgola, kaldi, allhvass, síðan gola, rigning, hiti 4 til 15 stig.

19-26: Breytilegar vindáttir, andvari eða kul, þoka, súld, rigning, þurrt dagana 22, 23, 24, 26, hiti -4 til 6 stig.

27-30: Norðaustan og NNA stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, síðan hvassviðri, þurrt í veðri þ. 27. síðan él og snjókoma, hiti frá 4 og niður í -2 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Björn og Gunnsteinn.
  • Hræran losuð.06-09-08.
  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
Vefumsjón