Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. desember 2021 Prenta

Veðrið í Nóvember 2021.

Mesta snjódýpt mældist þann 30: 9 CM.
Mesta snjódýpt mældist þann 30: 9 CM.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo daga mánaðarins var norðanátt með slyddu og síðan snjókomu og snjóéljum. 3 til 5 var suðvestanátt með smávegis skúrum, annars þurrt. 6 til 10 voru norðlægar vindáttir og vindasamt og með talsverðri úrkomu. 11 til 13 voru hægar breytilegar vindáttir. 14 til 15 var suðvestan með skúrum eða slydduéljum. Þann 16 var sunnan í fyrstu síðan norðan með slydduéljum. 17 og 18 voru suðlægar vindáttir og með snjókomu um kvöldið þann 18, og norðaustanátt með snjókomu þann 19. Frá 20 til 22 voru suðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri. 23 til 25 voru norðlægar vindáttir með éljum eða snjókomu. 28 til 30 voru hafáttir með snjókomu.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur, og oft mikil hálka þegar hitastig rokkar í + hita og niður í – hitastig.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 78,4 mm.  (í nóvember 2020: 126,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 14: +10,2 stig.

Mest frost mældist þann 26: -6,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,1 stig. (í nóvember 2020: +1,6 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,32 stig. (í nóvember 2020: -1,29 stig.)

Sjóveður: Rysjótt sjóveður var í mánuðinum, þó voru tveir dagar sæmilegir, 4 og 5, sjólítið eða dálítill sjór. Annars var slæmt í sjóinn vegna vinds eða sjógangs, það er dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór.

Alhvít jörð var í 6 daga.

Flekkótt jörð var í 11 daga.

Auð jörð var því í 13 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 30: 9 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Norðan, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, snjókoma, slydda, él, hiti -2 til +1 stig.

3-5: Suðvestan, SSV, stinningsgola, gola, enn hvassviðri um tíma þ. 3. Skúrir, úrkomulaust þ.4. hiti -4 til +7,5 stig.

6-10: Norðaustan, N, ANA, allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, rigning, slydda, snjókoma, él, hiti -1 til +4 stig.

11-13: Austan, SA, breytilegar vindáttir, kul eða gola, úrkomulaust 11 og 12 en rigning þ.13. Hiti -3 til +5 stig.

14-15: Suðvestan eða S kaldi, stinningskaldi, skúrir, slydduél, hiti +2 til +10 stig.

16: Sunnan gola, síðan norðan stinningskaldi, allhvasst, slydduél, hiti -1 til +3 stig.

17-18: Vestan, SSA, gola, kul, úrkomulaust þ.17. En snjókoma um kvöldið þ.18. Hiti -5 til +2 stig.

19: Norðaustan ANA, Stinningskaldi, kaldi, snjókoma, hiti -0 til +1 stig.

20-22: Suðvestan, S, gola, stinningsgola, stinningskaldi, allhvasst, úrkomulaust þ.20. Og úrkomu varð vart Þ. 21. Skúrir, rigning, hiti -4 til +9,5 stig.

23-25: Norðan, NA, VSV, stinningsgola, kaldi, allhvasst, snjóél, snjókoma, úrkomu varð vart Þ.25. Hiti -3 til +4 stig.

26-27: Suðvestan kul, gola, stinningsgola, kaldi, úrkomulaust þ.26. En lítilsáttar slydda seinnihluta dags þ.27. Hiti -6 til +4 stig.

28-30: Norðaustan, ANA, N, kul, gola,stinningsgola, kaldi, stinningskaldi,snjókoma, hiti +1 til -3 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Platan steypt.01-10-08.
Vefumsjón