Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. nóvember 2017 Prenta

Veðrið í Október 2017.

Gjögurvatn- Reykjaneshyrna að austanverðu. 19-10-2017.
Gjögurvatn- Reykjaneshyrna að austanverðu. 19-10-2017.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði á rólegu nótunum, mest hafáttir til fjórða. Þá gerði suðlægar vindáttir frá 5 til 10, með hægviðri og úrkomu á köflum og hlýju veðri. Þann 11 til 13 voru norðlægar vindáttir með allhvössum vindi og eða hvassviðri með rigningu, og svalara veðri. Frá 14 til 21 voru mest hægar suðlægar vindáttir, með mest hlýju veðri, miðað við árstíma. Frá 22 til 25 voru norðlægar vindáttir með súld eða rigningu og svalara veðri. Þá gerði suðvestanátt í tvo daga, þar sem vindur náði stormstyrk þann 26. Þann 28 var skammvinn norðlæg vindátt með kaldara veðri en úrkomulausu. Síðustu þrjá daga mánaðar voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri. En um kvöldið þann 31 var komin norðan með rigningu og snarkólnandi veðri.

Fyrsti snjór í fjöllum sást að morgni þann 14.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 61,7 mm.(í október 2016: 66,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 8. +11,7 stig.

Minnstur hiti mældist dagana 17 og 29. 0,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +6,1 stig. ( í október 2016: 7,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var +2,94 stig. (í október 2016: + 3,90 stig.)

Sjóveður: Vont eða slæmt sjóveður dagana 4,11,12,13,14,15,24,25. Þessa daga var talsverður, allmikill eða mikill sjór. Annars sæmilegt eða gott sjóveður.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Breytilegar vindáttir, andvari eða kul, lítilsáttar súld, hiti 6 til 10 stig.

2-4: Norðlægar vindáttir, gola, stinningsgola, kaldi, súld, eða rigning, hiti 3 til 9 stig.

5-10: Suðlægar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, skúrir rigning, þurrt í veðri,6,8 og 10, hiti 2 til 12 stig.

11-13: Norðlægar vindáttir, stinningsgola, stinningskaldi, allhvass, hvassviðri, rigning,súld, hiti 4 til 8 stig.

14-21: Suðlægar vindáttir eða breytilegar, andvari, kul, gola, stinningsgola, rigning, en þurrt í veðri 15,16,17,18 og 21.,hiti 0 til10 stig.

22-25: Norðaustan eða norðan, kul, gola, stinningsgola eða kaldi, súld eða rigning, hiti 4 til 9 stig.

26-27: Suðvestan stinningsgola, kaldi, allhvass, hvassviðri, stormur, þurrt í veðri þ. 26. enn rigning þ.27. hiti 3 til 11 stig.

28: Norðan eða NA gola, stinningsgola, þurrt í veðri, hiti 3 til 8 stig.

29-31: Suðvestan, hvassviðri, allhvass, kaldi, síðan Norðan stinningskaldi um kvöldið þann 31. þurrt í veðri 29 og 30 en rigning um kvöldið þann 31. hiti frá 11 niður í 0 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
  • Hafís. 13-06-2018
  • Byrjað er að setja loftdósir og rafmagnsrör.23-01-2009.
  • Unnið við sperrur.29-10-08.
  • Guðbrandur við smíðar.04-04-2009.
  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
Vefumsjón