Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. október 2020 Prenta

Veðrið í September 2020.

Úrkomusamt var í mánuðinum.
Úrkomusamt var í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðarins var norðan kaldi, uppí allhvassan vind, mest með súld og svölu veðri. Þá voru suðlægar vindáttir 5 og 6 og hlýnandi í veðri. 7 og 8 voru norðlægar vindáttir og kólnaði talsvert. Þann 9 var suðaustan með lítilsáttar skúrum. Þá var norðaustan með stinningsgolu og uppí hvassviðri þann 11 með rigningu eða súld, fremur svalt í veðri. Breytilegar vindáttir voru 14 og 15 með úrkomuvotti. Þá var suðvestan frá 16 til 19. Hvassviðri eða stormur var þann 19 með miklum skúrum, stundum skýfall. Þann 20 var tvíátta, fyrst suðlæg vindátt en síðan norðan allhvasst með úrhellisrigning, Úrkoman mældist frá kl. 09.00 til 18:00 eða 9 tíma 26,0 mm. Þann 21 var skammvinn norðaustanátt með slyddu og síðan rigningu. : Þá var þann 22 SA í fyrstu enn síðan NA allhvass með skúrum eða rigningu. 23 og 24 var norðan allhvasst með snjóéljum og slydduéljum. 25 til 27 voru suðlægar vindáttir allhvasst og eða hvassviðri með skúrum eða rigningu þann 26. Hlýnaði í veðri um tíma. 28 og 29 voru norðlægar vindáttir með éljum slyddu eða rigningu. Þann 30 var suðlæg vindátt í fyrstu síðan NA um kvöldið með talsverðri rigningu fram á morgun þann 1 október.

Mánuðurinn var umhleypingasamur og úrkomusamur.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 146,1 mm. (í september 2019: 148,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 6 +13,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 25 -1,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,9 stig. (í september 2019: +7,1 stig,)

Meðalhiti við jörð var +3,08 stig.(í september 2019: +4,07 stig.)

Sjóveður: Mjög rysjótt. En sex sæmilegir dagar, það er sjólítið eða dálítill sjór, 1, 5, 6, 15, 25, 27. Annars mjög slæmt vegna hvassviðra og sjógangs: Talsverður sjór,allmikill sjór, mikill sjór

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 27 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 29. 1cm.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4: Norðan gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, rigning, súld, úrkomulaust þ.4. hiti +4 til 10 stig.

5-6: Suðaustan, SV, kul, gola, stinningsgola, rigning, skúrir, úrkomulaust þ.5. hiti +2 til 13 stig.

7-8: Norðnorðvestan og síðan NA, gola, stinningsgola, kaldi, rigning, enn úrkomulaust þ.8. hiti +4 til +11 stig.

9: Suðaustan andvari, kul, gola, skúrir, hiti +2 til 8 stig.

10-13. Norðaustan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, rigning, súld, hiti +4 til +9 stig.

14-15: Breytilegar vindáttir andvari, kul, gola, lítilsáttar skúrir, hiti +3 til +11 stig.

16-19: Suðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, en hvassviðri eða stormur um tíma þ.19. skúrir eða rigning, hiti +6 til +11,5 stig.

20: Sunnan og SA með stinningsgolu í fyrstu, síðan norðan allhvass með úrhellisrigning, úrkoman mældist eftir daginn 26,0 mm. Hiti +3 til +8,5 stig, veður hratt kólnandi.

21: Norðaustan gola, stinningsgola, slydda, rigning, hiti +1 til +4 stig.

22: Suðaustan kul í fyrstu, en síðan NA allhvass, skúrir, rigning, hiti +0 til +6 stig.

23-24: Norðan stinningskaldi, allhvass, slydduél, snjóél, skúrir, hiti +0 til +4 stig.

25-27: Sunnan, SA, SSV, kul, gola, stinningsgola, kaldi, en allhvasst eða hvassviðri þ.26. skúrir, rigning, úrkomulaust þ.25. hiti -2 til +12 stig.

28-29: Norðan, NMV, NA, ANA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, rigning, slydduél, snjóél, slydda, hiti +0 til +3 stig.

30: Sunnan kul eða gola í fyrstu, síðan NA gola með talsverðri rigningu, hiti +1 til +7 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Veggir feldir 19-06-2008.
Vefumsjón