Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. mars 2012 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2012.

Örkin,snjóalög-10-02-2012.
Örkin,snjóalög-10-02-2012.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur þar sem skiptust á hafáttir og eða suðlægar vindáttir oft hvassar. Svell á túnum minkuðu mikið í mánuðinum,en nokkuð hlítt var frá byrjun mánaðar og fram í miðjan mánuð,en eftir það skiptust á hiti og frost. Þann 6.um kvöldið gerði Sunnan storm og fóru kviður í 30m/s,eða ofsaveður og stóð veðrið fram yfir miðnættið. Einnig kvöldið eftir þann 7, gerði enn verra veður af Suðri í fyrstu og síðan SSV,og var vindur í jafnavind 26 m/s en kviður fóru þá í 41 m/s,og stóð þetta veður svipað fram á nótt en dróg mikið úr vindi með morgninum. Vindur fór því langt yfir 12 vindstig eða fárviðri í kviðum sem er gamalt mæligildi. Þann 13 var SV hvassviðri eða stormur og kviður allt uppi 31 m/s,einnig var oft mjög kviðótt í SV áttinni sem stóð frá 10 til 16. Mánuðurinn var frekar snjóléttur.


Yfirlit dagar eða vikur:

1-3:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul,gola og upp í kalda,rigning,slydda,skúrir,hiti +5 neðri 0 stig.

4:Norðvestan gola,stinningsgola og upp í stinnings kalda,súld,slydda,snjókoma,hiti +3 stig og neðri 1 stig.

5:Suðvestan og síðan SA gola,þurrt í veðri,hiti frá +2 stigum niðri -1 stiga frost.

6-8:Sunnan eða SV kaldi,stinningskaldi,allhvasst,hvassviðri og stormur eða rok um bæði kvöldin þ.6. og 7.og fram á morguninn þ.8,enn andvari seinni partinn,rigning eða skúrir,hiti frá +10 stigum neðri +1 stig.

9:Suðaustlæg vindátt,kul eða gola,snjókoma seinni partinn og mikil snjókoma um kvöldið,hiti +2 til -1 stig.

10-16:Suðvestan eða V,stinningsgola,kaldi,en hvassviðri eða stormur þ.13 og þ.15 var allhvasst eða hvassviðri,rigning eða skúrir 12 og 15,en él og snjókoma þ.16 um kvöldið,annars þurrt. Hiti +8 og niðri -1 stig.

17:Breytileg vindátt í fyrstu síðan NA og N gola síðan allhvass,snjókoma,él,frost -2 til -5 stig.

18-19:Suðvestan gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,él,slydda,rigning,hiti frá -9 stigum og uppi +4 stig.

20-24:Norðaustan eða breytilegar vindáttir,gola,kaldi,allhvass um tíma um kvöldið þ.23,snjókoma,él,slydda,hiti -4 til +3 stig.

25-29:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,andvari,kul gola,en oftast kaldi,rigning,snjókoma,skúrir eða él,hiti frá +5 stigum niðri -3 stig.

Úrkoman mældist 76,3 mm.(í febrúar 2011:90,4 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 6= +10,5 stig.

Mest frost mældist þann 18= -8,5 stig.

Alhvít jörð var í 11 daga.

Flekkótt jörð var í 18 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist dagana 1 og 2= 16 cm.
Meðalhiti var: +1,7 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,42 stig. (í febrúar 2011:-2,78 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt,en sæmilegir dagar á milli.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Íngólfshús á Eyri-24-07-2004.
Vefumsjón