Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. febrúar 2010 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2010.

Ísspöng NA af Hornbjargi.Mynd Ingibjörg Jónsdóttur hjá JHÍ.
Ísspöng NA af Hornbjargi.Mynd Ingibjörg Jónsdóttur hjá JHÍ.
1 af 3
Veðrið í Janúar 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Í fyrstu viku mánaðar var hægviðri yfirleitt með frosti.Þann 7,hlýnaði í veðri og var góður bloti fram til 11,og tók snjó mikið til upp á láglendi.Síðan frysti og hlýnaði á víxl með stillum og fallegu veðri fram til 15.Síðan voru mest Suðlægar vindáttir með nokkuð góðum hita yfirleitt fram til 27,þegar kólnaði talsvert og var frost síðan út mánuðinn með hægviðri.

Úrkomulítið var í mánuðinum.

Vindur náði 12 vindstigum um miðjan dag í kviðum þann 25.Smávegis tjón varð þegar gámur frá Sorpsamlagi Strandasýslu fauk úr malargryfju við Víganes og upp með Gjögurvatni um 800 til 1000 m,og gjöreyðilagðist.Þá brotnaði rúða í kyrrstæðum bíl á Norðurfirði þegar grjót eða möl fauk á hann.

Nokkuð var um hafís í mánuðinum úti fyrir Ströndum og Vestfjörðum.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1:Suðaustan kul,þurrt,frost -1 til -5 stig.

2-3:Breytileg vindátt logn eða andvari,þurrt,hiti 2 stig niðrí -5 stig.

4:Norðaustan stinningsgola síðan kul,lítilsháttar él,hiti +1 til -6 stig.

5-6:Suðlæg vindátt gola eða stinningsgola,þurrt þ.5 en lítils háttar snjókoma með köflum þann 6.hiti +2 til -2 stig.

7-11:Suðvestan eða suðlæg vindátt,lítilsháttar rigning eða skúrir,þurrt 7 og 8,frost frá -1 stigi uppí +7 stiga hita.

12-13:Breytileg vindátt en SV þ.13,logn,andvari eða kul,þurrt,hiti +1 stig niðri -3 stig.

14-15:Breytilegar vindáttir,gola síðan kul,þurrt,hiti +5 stig niðri -1 stig.

16:Norðaustan í fyrstu síðan NV,stinningsgola,rigning eða súld,hiti 1 til 4 stig.

17-18:Suðvestan stinningsgola eða stinningskaldi,rigning síðan skúrir,hiti 2 til 4 stig.

19-20:Suðaustan gola,stinningsgola,rigning eða skúrir,hiti 1 til 9 stig.

21:Austlæg vindátt gola uppi stinningskalda,lítilsháttar rigning,hiti 2 til 7 stig.

22-24:Suðlægar vindáttir stinningsgola eða kaldi en allhvass eða hvassviðri um tíma þ.23,skúrir eða rigning,hiti 2 til 10 stig.

25:Suðsuðaustan og síðan SSV rok,ofsaveður en fárviðri í kviðum,rigning síðan skúrir,hiti 7 til 11 stig.

26-27:Suðvestan og V allhvass síðan kaldi og eða stinningsgola,skúrir,snjóél,hiti frá +5 stigum niðri -3 stig.

28-31:Breytilegar vindáttir,logn andvari eða kul,aðeins súld þ.28 annars þurrt,hiti +2 stig niðri -5 stig.

 

Úrkoman mældist 26,4 mm.(í janúar 2009:121,6 mm).

Þurrir dagar voru 13.

Mestur hiti mældist þann 25 +11,5 stig.

Mest frost mældist þann 5 og var -6,6 stig.

Alhvít jörð var í 8 daga.

Flekkótt jörð var í 13 daga.

Auð jörð því í 10 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 1 þá 45 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,9 stig.

Meðalhiti við jörð -1,96 stig.(í janúar 2009:-1,67 stig).

Sjóveður:Var nokkuð gott nema rokdaginn 25,og 28 til 31 þegar sjó gekk upp þótt hægviðri væri.

Hafís:Hafís sást í mánuðinum.

Hafístilkynningar frá Litlu-Ávík:

Hafístilkynning þann 17-01-2010-kl-14:30:Frekar lítill hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eða um 6 km A af Selskeri,sést illa nema í nokkurri hæð frá sjó.

Hafístilkynning þann 18-01-2010-kl-15:00:Hafísjakinn sem tilkynnt var um í gær virðist á sömu slóðum og stendur þar sennilega á grunnsæfi.Staðsetning ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eða um 6 km A af Selskeri.

Hafístilkynning þann 19-01-2010-kl 11:10:Hafísjakinn sem var NNA af Reykjaneshyrnu er farin og er nú á milli Veturmýrarnes og Selskers og er að hverfa sjónum frá Litlu-Ávík að sjá.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps frá 2014 til?
Vefumsjón