Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. febrúar 2012 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2012.

Reykjaneshyrna að norðvestanverðu 06-01-2012.Þann dag mældist mesta snjódýpt mánaðarins.
Reykjaneshyrna að norðvestanverðu 06-01-2012.Þann dag mældist mesta snjódýpt mánaðarins.
1 af 2
Veðrið í Janúar 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Norðlægum vindáttum eða Austlægum fram til 8. Síðan Suðlægar vindáttir fram til 17.

Smá blota gerði dagana 6. 7 og 8,og seig snjór þá talsvert og allt hljóp í svell sérstaklega á vegum og þar sem þunnt snjóalag var.

Talsverðan blota gerði einnig frá 13 til 17.Snjó tók mikið upp enn mikil svellalög urðu á vegum,og eins urðu tún mjög svelluð.

Enn og aftur gerði blota frá kvöldinu 28 og fram á kvöld 29. Snjó tók talsvert upp enn en eru mikil svellalög á túnum en minnkuðu mikið á vegum. Síðan voru suðlægar vindáttir síðustu tvo daga mánaðarins með hita yfirleitt yfir frostmarki.

Hvassviðri og stormur var af Suðvestri 9. og 10.með kviðum uppí ofsaveður. Þann 25 skall á Norðan 20 til 26 m/s með stórhríð með hitastigi í fyrstu fyrir ofan frostmarki,þannig að snjókoman var blaut en síðan kólnaði,og var ísing um tíma. Rafmagnslaust varð í Árneshreppi á annan sólarhring,þegar staur brotnaði við bæinn Mela og rafmagnslínur slitnuðu á Gjögurlínu. Þannig að janúar mánuður var mjög umhleypingarsamur í heild sinni.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4:Norðan og NA áttir,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,snjókoma eða él,hiti -1 til -3 stig.

5-7:Mest Austlægar vindáttir gola eða stinningsgola,él,snjókoma,slydda,rigning eða skúrir,hiti frá -5 uppí +4 stig.

8-10:Suðaustan í fyrstu síðan SV,kaldi,allhvasst,en hvassviðri og stormur þ.10.Rigning en snjóél 9 og 10.Hiti frá +7 niður í -7 stiga frost.

11-12:Suðlægar vindáttir kul eða gola,smá él seint um kvöldið þ.11.,þurrt þ.12.Frost -2 til -7 stig.

13-17:Sunnan og SV kul,gola,stinningsgola,kaldi og uppí stinningskalda,slydda,rigning,hiti frá+9 stigum niðri +0 stig.

18-19:Norðvestan eða V,gola uppí stinningskalda,snjókoma,hiti frá -2 stigum uppí +1 stig.

20-24:Norðlægar eða austlægar vindáttir,gola,stinningsgola,kaldi eða stinningkaldi,él slydda eða snjókoma,hiti frá +2 stigum neðri -2 stig.

25-26:Norðan stinningskaldi síðan stormur,hvassviðri,síðan datt vindur niður um kvöldið 26 með SV sinningsgolu,slydda,snjókoma,hiti frá +2 stigum niðri -6 stiga frost.

27-31:Suðlægar vindáttir gola,stinningsgola,kaldi,enn allhvasst um kvöldið þ.27, og um morguninn þ.29.Rigning,slydda,snjókoma,skúrir,hiti frá +11 stigum niðri -7 stiga frost.

 

Úrkoman mældist 111,5 mm.(í janúar 2011=83,2 mm.)

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist aðfaranótt 29.=+11,4 stig.

Mest frost mældist aðfaranótt 27.=-7,0 stig.

Alhvít jörð var í 22 daga.

Flekkótt jörð var í 9 daga.

Auð jörð því í  0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 6.= 55 cm.
Meðalhiti var: +0,7 stig.

Meðalhiti við jörð var -2,22 stig.(í janúar 2011= -1,90 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Melar I og II.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
  • Veggir feldir.
  • Reykjarfjörður-11-09-2002.
Vefumsjón