Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2009.
Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Í júlí voru vindáttir mest Norðlægar.
Mánuðurinn var nokkuð hlýr framanaf en kólnaði talsvert með þokusúld um tíma þegar hundadagar byrjuðu þann 13.
Úrkomulítið var framanaf mánuði en oftast þokuloft og rakt.Aftur mjög kalt í veðri 23 og 24 með kalsarigningu eða skúrum og jafnvel hagléljum,og þá snjóaði í fjöll allt niðri 400 m.Og aftur vætusamt síðustu daga mánaðar.Bændur hófu almennt slátt í annari viku júlí mánaðar og er það líkt og í fyrra,og heyskap lauk í síðustu viku mánaðar og er heyfengur talin góður.
Yfirlit dagar vikur.
1:Breytileg vindátt logn eða andvari,þurrt,hiti 12 til 16 stig.
2:Suðaustan gola skúrir hiti 13 til 16 stig.
3-8:Norðan eða NV kul eða gola,súld þ.4 og 7 annars yfirleitt þokuloft,hiti 6 til 13 stig.
9-10:Breytilegar vindáttir kul eða gola,þurrt þ.10,hiti 6 til 17 stig.
11-13:Norðan eða NV gola eða stinningsgola,súldarvottur,hiti 7 til 13 stig.
14-15:Norðan stinningskaldi í fyrst síðan stinningsgola,rigning eða súld,hiti 6 til 8 stig.
16-22:Norðan eða N,lægar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,súldarvottur með köflum,hiti 6 til 11 stig.
23-24:Norðan eða NV kaldi,stinningskaldi og upp í allhvassan vind um tíma 23,rigning,skúrir og haglél,hvítnaði í fjöllum,hiti 4 til 7 stig.
25-31:Mest Norðanáttir gola,stinningsgola en kaldi 27 og 28,rigning eða súld,hiti 5 til 11 stig.
Úrkoman mældist:49,0 mm.(í júlí 2008:95,3 mm).
Þurrir dagar voru 8.
Mestur hiti mældist þann 9 þá 17,0 stig.
Minstur hiti mældist þann 23 þá 4,2 stig.
Meðalhiti mánaðarins var:+8,8 stig.
Meðalhiti við jörð var:6.62 stig.(í júlí 2008:+6,81 stig).
Sjóveður:Að mestu gott veður nema dagana 14,15,23,24,28 og 29,þá nokkuð slæmt í sjóinn.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.