Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. júlí 2012 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Júní 2012.

Oft var fallegt veður í júní.Urðartindur-Krossnesfjall.
Oft var fallegt veður í júní.Urðartindur-Krossnesfjall.
1 af 2
Veðrið í Júní 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með góðu veðri með hlýindum fyrstu fjóra daga mánaðar,síðan kólnaði snökt þann fimmta,með lítilsháttar úrkomu,og frekar svalt veður var fram til 20. Þá hlýnaði nokkuð og sæmilega hlítt út mánuðinn. Hafáttir voru að mestu ríkjandi allan júnímánuð. Mjög þurrt var í mánuðinum og tún hafa sprottið lítið sem ekkert og jafnvel eru sendin tún brunnin. Talsvert neysluvatnsleysi var í júnímánuði í Árneshreppi og hefur þurft að spara vatnsnotkun víða,enn alveg vatnslaust hefur verið í Litlu-Ávík frá 5. Júní. Úrkomudagar voru aðeins 9 og þar af varð vart úrkomu í þrjá daga,enn úrkoman mældist ekki,hina dagana sex mældist úrkoman.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4:Norðan eða NA,andvari,kul,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti 3 til 15 stig.

5-8:Norðaustan stinningsgola eða kaldi,skúrir eða rigning,þurrt þann 8,hiti 3 til 9 stig.

9-30:Norðan eða NA eða hafáttir,andvari kul,enn oftast gola,aðeins úrkomuvottur dagana 10,16,17,19,24,26 og 29,annars þurrt í veðri,hiti 2 til 17 stig.

 

Úrkoman mældist 11,1mm. (í júní 2011:57,3 mm.)

Þurrir dagar voru 21.

Mestur hiti mældist 17,1 stig þann 22.

Minnstur hiti mældist 1,5 stig þann 21.
Meðalhiti var: 7,2 stig.

Meðalhiti við jörð var  + 4,07 stig. (í júní 2011:+3,37.)

Sjóveður:Mjög gott nema 5 til 8.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Söngur.
  • Árneskirkja sú yngri:20-06-2010.
  • Smábátahöfnin á Norðurfirði.10-09-2010.
  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
Vefumsjón