Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. nóvember 2011 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Október 2011.

Oft var mikill sjór í mánuðinum.
Oft var mikill sjór í mánuðinum.

Veðrið í Október 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði þann fyrsta með Suðvestan roki sem gekk niður aðfaranótt 2. Síðan var mjög umhleypingasamt yfirleitt.

Þann 16 og 17 gerði NA og N áhlaup rigningu og síðan slyddu,það veður var gengið niður þann 18. Síðan voru suðlægar vindáttir 18 til 21. Síðan voru hafáttir út mánuðinn,og endaði mánuðurinn með NA hvassviðri. Mánuðurinn var

umhleypingasamur í heild og mjög úrkomusamur.Vindur náði meir en 12 vindstigum eða 39 m/s þann 1. í kviðum.

Alhvít jörð á láglendi var fyrst talin þann 7.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Suðvestan rok,stormur síðan hvassviðri,rigning og síðan skúrir,hiti 7 til 9 stig.

2:Suðaustan í fyrstu síðan breytileg vindátt,kaldi,stinningsgola,síðan gola,rigning,hiti frá 9 stigum niðri 7 stig,kólnandi.

3-6:Norðaustan og síðan Norðan,kaldi og uppí hvassviðri þ.5,vindur datt síðan niður þ.6,rigning,slydda,hiti frá 5 stigum og niðrí 1 stig.

7:Breytileg vindátt með andvara eða kuli,snjókoma um tíma,hiti -0,3 stigi uppí +2 stig.

8-12:Umhleypingasamt Suðvestlægur til Austlægra vindátta,
kul,kaldi,allhvass,snjókoma,slydda,rigning,él,hiti -2 til +9 stig.

13-15:Suðlægar vindáttir stinningsgola,kaldi og stinningskaldi,rigning eða skúrir,hiti +4 til +13 stig.

16-17:Norðaustan og síðan Norðan,allhvasst,hvassviðri,stormur og rok,rigning,slydda,hiti +2 til +6 stig.

18:Norðan í fyrstu síðan Vestlægur,kaldi,stinningsgola,þurrt í veðri,hiti frá -1,4 til +2 stig.

19-21:Sunnan og SV gola eða stinningsgola,þurrt þ.19 annars rigning eða skúrir,hiti frá -1 stigi til +7 stig.

22-Norðan og NA gola,stinningsgola,kaldi og stinningskaldi en allhvass og hvassviðri síðustu þrjá daga mánaðar,él,snjókoma,skúrir slydda,hiti frá -0 stigum uppí +6 stig.

 

Úrkoman mældist 194,4 mm. (í október 2010=97,2 mm).

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti var 13,5 stig þann 13.

Mest frost var -1,9 stig þann 12.

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 6 daga.

Auð jörð því í  23 daga.

Mesta snjódýpt mældist 2 cm þann 10.
Meðalhiti var: +3,7 stig.

Meðalhiti við jörð +1,25 stig.(í október 2010= +2,25 stig).

Sjóveður:Oftast slæmt eða mjög slæmt sjóveður í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Borgarísjakar útaf Felli 07-04-2004.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
Vefumsjón