Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júní 2009 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í maí 2009.

Þann 31 maí eru fjöll talin flekkótt.Örkin 634 m.
Þann 31 maí eru fjöll talin flekkótt.Örkin 634 m.
1 af 2
Veðrið í Maí 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum fyrstu þrjá dagana með sæmilegum hita,síðan voru N og NA áttir fram til 9 mánaðar,með allmiklu hreti sjöunda og áttunda.

Suðlægar vindáttir frá tíunda til fjórtánda með hlýindum og snjór bráðnaði hratt á láglendi og í fjöllum.

Síðan Norðlæg eða breytilegum vindáttum og kólnaði talsvert með þokulofti og úrkomu með köflum.Það snarhlýnaði aftur þann 28 með suðlægum vindáttum út mánuðinn.

Byrjað var að setja lambfé  á tún nokkru fyrr enn í fyrra eða um 18,í stað 23 í fyrra.

Ræktuð tún farin að taka vel við sér stax um 20 og orðin vel græn um mánaðarmót,og úthagi farin að taka vel við sér.

Jörð á láglendi hefur verið talin alauð frá 10 maí,og er það þrem dögum fyrr en í fyrra.

Flekkótt fjöll eru enn í lok mánaðar.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Suðvestan stinningsgola uppí kalda,súld og þokuloft,þurrt þann.3,hiti 2 til 9 stig.

4-6:Norðan eða NA gola eða stinningsgola,súld,rigning eða slydda,hiti 0 til 6 stig.

7-9:Norðan stinningskaldi,allhvass en hvassviðri um tíma þann 8,slydda eða snjókoma,Norðanáttin gekk niður þann 9 og komin SV stinningsgola seinnipartinn.

10-12:Sunnan stinningskaldi síðan allhvass eða hvassviðri með stormkviðum,rigning eða skúrir,hiti 4 til 14stig.

13-14:Sunnan eða breytileg vindátt,stinningskaldi síðan gola,þurrt í veðri,hiti 5 til 15 stig.

15-19:Norðan eða NA kul eða stinningsgola,þokuloft og súldarvottur,hiti 2 til 5 stig.

20-23:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,kul eða gola,þokuloft á stundum,þurrt 20-21 og 22,enn rigning 23,hiti 1 til 11 stig.

24:Norðaustan eða A,gola í fyrstu síðan allhvass um tíma,smávegis rigning,hiti 5 til 9 stig.

25:Norðaustan gola í fyrstu síðan SV stinningsgola,rigning og súld,hiti 4 til 6 stig.

26-27:Norðvestan eða breytilegar vindáttir,stinningsgola síðan kul,þokuloft og súld síðan skúrir,hiti 3 til 6 stig.

28-31:Suðvestan stinningsgola uppí stinningskalda,skúrir,hiti 4 til 12 stig.

 

Úrkoman mældist:48,1 mm.(í maí 2008:52,8 mm).

Úrkomulausir dagar voru 7.

Mestur hiti var þann 13 þá 15,0 stig.

Mest frost -0.7 stig að morgni 1 maí.

Jörð alhvít í 0 dag.

Jörð flekkótt í 8 daga.

Auð jörð því í 23 daga.

Mesta snjódýpt ómælanlegt,aðeins flekkótt.
Meðalhiti mánaðarins var:5,5 stig.

Meðalhiti við jörð:+2,86 stig.(í maí 2008:+2,95 stig).

Sjóveður:Slæmt sjóveður dagana 7,8og 9 og 25,annars sæmilegt eða gott.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
Vefumsjón