Aðsend grein Gunnars Gauks Magnússonar hjá VesturVerki ehf vegna Hvalárvirkjunar.
Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði
Inngangur
Æðakerfi nútíma þjóðfélags eru samgöngur, raforkuflutningur og gagnaflutningur. Hvar erum við Vestfirðingar staddir í þeim málum? Við erum með allt niður um okkur í þeim efnum. Hverjum það er að kenna, jú eingöngu okkur sjálfum, við virðumst ekki hvorki haft til forustu í atvinnulífi né annarstaðar í stjórnsýslunni nægjanlega sókndjarft fólk til að koma þessum málum í sambærilegt horf og þau eru í öðrum landsfjórðungum.
Virkjun Hvalár í Ófeigsfirði væri styrking einnar æðar í æðakerfi nútímans sem við Vestfirðingar getum lagst á árar saman um að styrkja. Með tilkomu Hvalárvirkjunar mun raforkuöryggi styrkjast til mikilla muna þó að meira þurfi til að koma svo sem nýbygging og endurnýjanir háspennulína víðsvegar á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár er mikilvæg fyrir okkur Vestfirðinga vegna eftirfarandi þátta, til að tryggja öryggi og almannavarnir, vegna atvinnu og byggðarþróunar á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár er því eitt mikilvægasta framfaramál sem við stöndum frammi fyrir í dag.
Með virkjun Hvalár opnast miklir möguleikar í atvinnumálum sem við höfum ekki uppá að bjóða í dag. Ekki í formi stóriðju en samt sem áður í opnum fyrirtækja sem nota töluverða orku. Fyrirtækja sem væru mögulega með 20-100 manns í vinnu. Það væri stóriðja á Vestfirskan mælikvarða.
Við verðum að standa saman í þessum málum þ.e.a.s. gagnvar yfirvöldum og koma þeim skilaðboðum skýrt á framfæri við þau að við krefjumst tafalausrar úrlausna á raforkumálum, samgöngum og gagnaflutningum á Vestfjörðum til jafns við aðra landsmenn. Ég hvet ykkur til þess að láta í ykkur heyra, nú er tækifærið þar sem það styttist í kosningar.
Meira