Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. maí 2010

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2010.

Svanir á voginum í Ávíkinni.
Svanir á voginum í Ávíkinni.
Veðrið í Apríl 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð umhleypingasamur fyrstu sex dagana,hvassviðri var af Norðvestri með snjókomu þann sjötta.Síðan suðlægar vindáttir með þíðviðri fram til 15.Síðan nokkrir umhleypingar  aftur fram til 20.Enn síðan mest Norðaustlægar vindáttir út mánuðinn og fremur svalt í veðri.

Mjög snjólétt var í mánuðinum.

Mánuðurinn var úrkomulítill.

 

Yfirlit dagar vikur:

1:Norðan kaldi eða stinningskaldi,él,frost -3 til -5 stig.

2-4:Norðvestan gola,stinningsgola eða kaldi,snjókoma eða él,frost frá -0 til -6 stig.

5:Norðaustan kaldi eða stinningskaldi,él seinniparts dags og um kvöldið,hiti frá +2 niðri -1 stig.

6:Norðvestan hvassviðri og snjókoma,frost frá -1 til -3 stig.

7-15:Mest Suðvestan eða Suðlægar vindáttir,stinningsgola eða kaldi,enn allhvass hluta úr dögunum 10 og 11,skúrir eða rigning,hiti frá -2 stigum uppí +10 stig.

16:Norðnorðaustan kaldi eða allhvass,snjókoma síðan él,hiti frá +6 stigum niðrí -2 stig.

17-18:Suðvestan eða NV,stinningsgola eða kaldi,él um kvöldið þ,18,hiti frá +7 stigum niðrí -2 stig.

19:Norðaustan stinningsgola,lítils háttar él um kvöldið,frost -1 til -2 stig.

20:Sunnan í fyrstu en NV seinnipartinn og um kvöldið,snjókoma,eða él,hiti frá -6 stig uppí +3 stig.

21:Norðaustan stinningskaldi síðan stinningsgola,él,frost -1 til -2 stig.

22-23:Breytileg vindátt,kul eða gola,él 22,en þurrt 23,frost frá -6 stigum uppí 2 stiga hita.

24:Austan kaldi,þurrt,hiti 0 til 2 stig.

25-26:Norðaustan eða breytileg vindátt,kaldi síðan stinningsgola eða kul,smá él þ,25,hiti frá +3 stigum neðri -3 stig.

27:Breytileg vindátt andvari eða gola,þurrt,hiti -1 til +5 stig.

28-30:Norðaustan stinningskaldi eða kaldi síðan gola þ,30,þurrt,hiti +0 til +4 stig.

 

Úrkoman mældist 43,6 mm.(í apríl 2009:121,2 mm.)

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist 10,5 stig þann 10.

Mest frost mældist 6,4 stig þann 23 og 6,2 stig þann 2.

Alhvít jörð var í 9 daga.

Flekkótt jörð var í 10 daga.

Auð jörð því í 11 daga.

Mesta snjódýpt mældist 20 cm þann 7.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,4 stig.

Meðalhiti við jörð -1,49 stig.(í apríl 2009:-1,20 stig.)

Sjóveður:Nokkuð rysjótt en nokkuð gott á milli.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. apríl 2010

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2010.

Grýlukerti í Skarðsvík í Finnbogastaðalandi.
Grýlukerti í Skarðsvík í Finnbogastaðalandi.
Veðrið í Mars 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var óvenju hlýr í heild,yfirleitt voru suðlægar vindáttir fram í miðjan mánuð,síðan norðaustan eða austlægar vindáttir yfirleitt með hita yfir frostmarki,en 26 frysti og var nokkurt frost út mánuðinn.

Mánuðurinn var óvenju snjóléttur miðað við marsmánuð,nema fyrstu daga mánaðar,en síðan var jörð lítils háttar flekkótt eða auð.

Úrkoman var í minna lagi þótt fáir dagar væru úrkomulausir.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Suðaustan eða A,andvari kul eða gola,þurrt í veðri,frost frá -4 stigum uppi +2 stig.

3-4:Sunnan og síðan SV,stinningsgola eða kaldi,snjókoma,slydda eða,él,hiti frá +3 stigum niðri-2 stiga frost.

5-7:Suðvestan allhvass og uppi storm um tíma,rigning síðan él,hiti +7 stig niðri -2 stig.

8:Austlæg eða breytileg vindátt,lítilsháttar él,hiti frá -4 stigum uppi +7 stiga hita.

9-12:Mest Suðvestan eða V stinningsgola uppi stinningskalda,lítilhátta rigning eða skúrir,hiti +1 til +8 stig.

13:Norðaustan gola,súld síðan slydda eða snjókoma,hiti frá +3 stigum niðri 0 stig.

14:Logn eða breytileg vindátt með kuli,þokuloft og súld,hiti frá 0 stigum uppí 2 stig.

15:Suðvestan stinningsgola eða kaldi,þokuloft um morguninn og súld,hiti 2 til 6 stig.

16:Austan kul,slydda seinniparts dags,hiti 2 til 4 stig.

17-26:Norðaustan eða Austlægar vindáttir,kaldi,stinningskaldi,allhvass,enn hvassviðri og stormur dagana 22 og 23,rigning,súld,slydda,snjókoma,hiti frá +4 stigum niðri -1 stig.

27-31:Norðan kaldi eða stinningskaldi,snjóél,frost -2 til -6 stig.

 

Úrkoman mældist 41,4 mm.(í mars 2009:84,2 mm.)

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist 8,5 stig dagana 9 og 10.

Mest frost mældist 6 stig þann 30.

Alhvít jörð var í 6 daga.

Flekkótt jörð var í 23 daga.

Auð jörð því í 2 daga.

Mesta snjódýpt mældist 24 cm dagana 1 og 2.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,3 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,01 stig.(í mars 2009:-3,61 stig.)

Sjóveður:Sæmilegt sjóveður fram yfir miðjan mánuð,síðan nokkuð rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. mars 2010

Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2010.

Reykjaneshyrnan.Gott sjóveður var í byrjun mánaðar og sléttur sjór.Mynd 8/2-2010.
Reykjaneshyrnan.Gott sjóveður var í byrjun mánaðar og sléttur sjór.Mynd 8/2-2010.
1 af 2
Veðrið í Febrúar 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægviðri eða stillum yfirleitt og nokkru frosti fram til 8,þann 9 hlýnaði með suðlægum áttum fram til 13 dags mánaðar.

Síðan voru Norðlægar eða Norðaustlægar vindáttir með nokkru frosti út mánuðinn,með éljum eða snjókomu en dró úr frosti tvo síðustu daga mánaðar og komst hiti í plús tölur yfir hádaginn.


Yfirlit dagar vikur.
1-3:Austlægar vindáttir,stinningsgola þ.1 með smá éljum síðan andvari eða kul,frost 1 til 6 stig.

4:NA eða ANA með kalda og éljum,frost 0 til 2 stig.

5-8:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,þurrt í veðri,frost frá -5 stigum uppi 2 stiga hita,hlýnandi veður.

9-13:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola en oftast kaldi en allhvass um tíma þ.11,lítilsháttar skúrir 11og13 annars þurrt,hiti 2 til 7 stig.

14-15:Norðaustan og Norðan,stinningskaldi í fyrstu síðan allhvasst og uppi storm,snjókoma og síðan slydda,hiti frá 1 stigi niðri 5 stiga frost.

16-28:Norðan eða NA yfirleitt kaldi enn hvassviðri eða stormur þ,23 og fram á morgun þ,24,annars oftast allhvass,frostrigning,él eða snjókoma,hiti frá +2 stigum niðri-8 stiga frost.

 
Úrkoman mældist:39,4 mm.(febrúar 2009:53,0 mm.)

Þurrir dagar voru 10.                                                                            

Mestur hiti mældist +7,0 stig dagana 11 og 12.

Mest frost mældist -7,6 stig þann 26.

Alhvít jörð var í 20 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga.

Auð jörð því í 3 daga.

Mesta snjódýpt mældist 25 cm þann 28.
Meðalhiti mánaðarins var: -0,6 stig.

Meðalhiti við jörð var:-3,82 stig. (febrúar 2009:-4,34 stig.)

Sjóveður:Ágætt sjóveður fram til 13,síðan mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. febrúar 2010

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2010.

Ísspöng NA af Hornbjargi.Mynd Ingibjörg Jónsdóttur hjá JHÍ.
Ísspöng NA af Hornbjargi.Mynd Ingibjörg Jónsdóttur hjá JHÍ.
1 af 3
Veðrið í Janúar 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Í fyrstu viku mánaðar var hægviðri yfirleitt með frosti.Þann 7,hlýnaði í veðri og var góður bloti fram til 11,og tók snjó mikið til upp á láglendi.Síðan frysti og hlýnaði á víxl með stillum og fallegu veðri fram til 15.Síðan voru mest Suðlægar vindáttir með nokkuð góðum hita yfirleitt fram til 27,þegar kólnaði talsvert og var frost síðan út mánuðinn með hægviðri.

Úrkomulítið var í mánuðinum.

Vindur náði 12 vindstigum um miðjan dag í kviðum þann 25.Smávegis tjón varð þegar gámur frá Sorpsamlagi Strandasýslu fauk úr malargryfju við Víganes og upp með Gjögurvatni um 800 til 1000 m,og gjöreyðilagðist.Þá brotnaði rúða í kyrrstæðum bíl á Norðurfirði þegar grjót eða möl fauk á hann.

Nokkuð var um hafís í mánuðinum úti fyrir Ströndum og Vestfjörðum.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1:Suðaustan kul,þurrt,frost -1 til -5 stig.

2-3:Breytileg vindátt logn eða andvari,þurrt,hiti 2 stig niðrí -5 stig.

4:Norðaustan stinningsgola síðan kul,lítilsháttar él,hiti +1 til -6 stig.

5-6:Suðlæg vindátt gola eða stinningsgola,þurrt þ.5 en lítils háttar snjókoma með köflum þann 6.hiti +2 til -2 stig.

7-11:Suðvestan eða suðlæg vindátt,lítilsháttar rigning eða skúrir,þurrt 7 og 8,frost frá -1 stigi uppí +7 stiga hita.

12-13:Breytileg vindátt en SV þ.13,logn,andvari eða kul,þurrt,hiti +1 stig niðri -3 stig.

14-15:Breytilegar vindáttir,gola síðan kul,þurrt,hiti +5 stig niðri -1 stig.

16:Norðaustan í fyrstu síðan NV,stinningsgola,rigning eða súld,hiti 1 til 4 stig.

17-18:Suðvestan stinningsgola eða stinningskaldi,rigning síðan skúrir,hiti 2 til 4 stig.

19-20:Suðaustan gola,stinningsgola,rigning eða skúrir,hiti 1 til 9 stig.

21:Austlæg vindátt gola uppi stinningskalda,lítilsháttar rigning,hiti 2 til 7 stig.

22-24:Suðlægar vindáttir stinningsgola eða kaldi en allhvass eða hvassviðri um tíma þ.23,skúrir eða rigning,hiti 2 til 10 stig.

25:Suðsuðaustan og síðan SSV rok,ofsaveður en fárviðri í kviðum,rigning síðan skúrir,hiti 7 til 11 stig.

26-27:Suðvestan og V allhvass síðan kaldi og eða stinningsgola,skúrir,snjóél,hiti frá +5 stigum niðri -3 stig.

28-31:Breytilegar vindáttir,logn andvari eða kul,aðeins súld þ.28 annars þurrt,hiti +2 stig niðri -5 stig.

 

Úrkoman mældist 26,4 mm.(í janúar 2009:121,6 mm).

Þurrir dagar voru 13.

Mestur hiti mældist þann 25 +11,5 stig.

Mest frost mældist þann 5 og var -6,6 stig.

Alhvít jörð var í 8 daga.

Flekkótt jörð var í 13 daga.

Auð jörð því í 10 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 1 þá 45 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,9 stig.

Meðalhiti við jörð -1,96 stig.(í janúar 2009:-1,67 stig).

Sjóveður:Var nokkuð gott nema rokdaginn 25,og 28 til 31 þegar sjó gekk upp þótt hægviðri væri.

Hafís:Hafís sást í mánuðinum.

Hafístilkynningar frá Litlu-Ávík:

Hafístilkynning þann 17-01-2010-kl-14:30:Frekar lítill hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eða um 6 km A af Selskeri,sést illa nema í nokkurri hæð frá sjó.

Hafístilkynning þann 18-01-2010-kl-15:00:Hafísjakinn sem tilkynnt var um í gær virðist á sömu slóðum og stendur þar sennilega á grunnsæfi.Staðsetning ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eða um 6 km A af Selskeri.

Hafístilkynning þann 19-01-2010-kl 11:10:Hafísjakinn sem var NNA af Reykjaneshyrnu er farin og er nú á milli Veturmýrarnes og Selskers og er að hverfa sjónum frá Litlu-Ávík að sjá.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. janúar 2010

Frá Grænhóli til Litlu-Ávíkur.

Grænhóll við Reykjarförð:Þar var fyrsta veðurathugun í Árneshreppi.
Grænhóll við Reykjarförð:Þar var fyrsta veðurathugun í Árneshreppi.
Í Árneshreppi á Ströndum hafa verið fimm veðurstöðvar með mismunandi mælingar allt frá árunum 1878 til 1883, en þá var veðurstöð í Kjörvogi á vegum dönsku veðurstofunnar. Og verður hennar ekki getið meir hér.(heimild Saga Veðurstofu Íslands eftir Hilmar Garðarsson).

 

En fyrsta veðurstöð fyrir Veðurstofu Íslands var á Grænhóli við Reykjarfjörð,en þar var veðurfarsstöð sem mældi hita, úrkomu og snjódýpt,en vindhraði var metinn.

Önnur stöðin var svo Kjörvogur sem var skeytastöð og sendi skeyti til VÍ í gegnum síma (og veðurbók send mánaðarlega), allar hefðbundnar veðurathuganir gerðar,vindur var þar alltaf áætlaður.

Þriðja stöðin var svo Gjögur sem var einnig skeytastöð, það er að send voru skeyti í gegnum síma en síðasta árið í gegnum tölvu. Allar hefðbundnar veðurathuganir, vindur alltaf áætlaður.

Fjórða stöðin er síðan Litla-Ávík sem er skeytastöð og sendir öll veðurskeyti í gegnum tölvu, þar var fyrsti vindhraða og vindstefnumælir settur á veðurstöð í Árneshreppi,sendir 5 veðurskeyti á dag.

Fimmta stöðin var svo Munaðarnes sem var úrkomustöð, það er mældi úrkomu og snjódýpt. Því miður lagðist þessi stöð af árið 2005 þegar fólkið hætti búskap og flutti á Snæfellsnes.

Hér á eftir kemur svo úrkomulisti frá Veðurstofu Íslands sem þar var tekin saman yfir þessar veðurstöðvar í Árneshreppi frá desember 1921 til síðasta árs 2009.Einhverra hluta vegna vantar nokkra mánuði.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. janúar 2010

Úrkoman í Litlu-Ávík fyrir árið 2009.

Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Úrkoman í Litlu-Ávík fyrir árið 2009.

Janúar:121,6 mm.

Febrúar:53,0 mm.

Mars:84,2 mm.

Apríl:121,2 mm.

Maí:48,1 mm.

Júní:11,8 mm.

Júlí:49,0 mm.

Ágúst:131,1 mm.

September:57,8 mm.

Október:94,5 mm.

Nóvember:111,6 mm.

Desember:110,7 mm.
---------------------------------.

Alls úrkoma 2009:994,,6 mm.

Og er þetta mesta úrkoma yfir heilt ár síðan mælingar hófust í Litlu-Ávík 1995.

En næst mest var úrkoman 2006 þá 993,2 mm.Og  2007 er hún 972,0 mm.Og eru þessi þrjú skipti sem úrkoma fer í tæpa þúsund mm.Úrkoman virðist hafa farið vaxandi eftir aldamótin síðustu.

Minnsta úrkoma sem hefur mælst í Litlu-Ávík var árið 2001 þá 722,6 mm.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. janúar 2010

Yfirlit yfir veðrið í Desember 2009.

Frá Litlu-Ávík 28-12-09.Mesta snjódýpt mældist 48 cm í mánuðinum.
Frá Litlu-Ávík 28-12-09.Mesta snjódýpt mældist 48 cm í mánuðinum.
1 af 2
Veðrið í Desember 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo dagana var NA með talsverðu frosti og snjókomu eða éljum,síðan gerði nokkurn blota og hlýindi fram til 17.

Síðan mest Norðan og NA með talsverðu frosti yfirleitt út mánuðinn.

Á aðfangadagskvöld jóla gekk í Norðan rok og uppí ofsaveður með snjókomu.Rafmagnstruflanir frá því uppúr kl.tuttugu og fram undir miðnættið.

Þann 27 gerði gífurlega snjókomu í hægum vindi og mældist sólarhringsúrkoman 37 mm.

Mikil úrkoma var í mánuðinum miðað við að það voru 12 dagar úrkomulausir.

Eitt það fallegasta áramótaveður var hér til margra ára.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Norðaustan stinningskaldi með éljum þ.1enn allhvass eða hvassviðri þ.2 með snjókomu og slyddu um kvöldið,hlýnandi,frost frá -7 stigum uppí +1 stig.

3-4:Norðaustan stinningskaldi eða allhvass,snjókoma eða slydda,hiti +2 stig niðrí -1 stig.

5:Austan allhvass fyrir hádegið með rigningu síðan S,stinningsgola og léttskýjað um kvöldið,hiti 4 til 6 stig.

6-8:Yfirleitt Norðaustan kaldi eða stinningskaldi,rigning eða súld,hiti 4 til 6 stig.

9-11:Suðlægar vindáttir,gola,stinningsgola eða kaldi,rigning eða súld,þurrt þ.14,hiti 2 til 12 stig.

12:Breytileg vindátt,logn eða gola,rigning,hiti 5 til 13 stig.

13-17:Breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul,gola,en stinningsgola þ.17,þurrt í veðri,hiti 2 til 8 stig.

18:Breytileg vindátt með kuli í fyrstu síðan NA allhvass um kvöldið og kólnandi veður,þurrt,hiti +3 stig niðrí -2 stig.

19-23:Norðan kaldi eða stinningskaldi,þurrt 19 og 20,annars él,hiti frá 0 stigum og niðrí -7 stig.

24:Norðaustan kaldi eða stinningskaldi í fyrstu,síðan N rok og uppí ofsaveður með snjókomu,hiti -1 til +1 stig.

25-26:Norðaustan allhvass,snjóél,hiti frá +3 stigum niðrí -2 stig.

27:Norðan kaldi í fyrstu síðan vestlægur með stinningsgolu og síðan kuli,með mikilli snjókomu,frost -1 til -5 stig.

28:Vestlæg eða breytileg vindátt,kul eða gola,þurrt í veðri,frost -3 til -7 stig.

29-31:Norðan stinningskaldi síðan vestlæg vindátt eða breytileg með andvara,kuli eða golu,él og skafrenningur þ,29 en síðan úrkomulaust,frost 0 stig niðrí -8 stig.

 

Úrkoman mældist 110,7 mm.(í desember 2008:78,6 mm).

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist aðfaranótt 12:fór í +12,6 stig.

Mest frost mældist þann 30 og var -7,9 stig.

Alhvít jörð var í 12 daga.

Flekkótt jörð var í 6 daga.

Auð jörð var því í 13 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 28 og var 48 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,4 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,75 stig (í desember 2008:-2,30 stig).

Sjóveður:Sjóveður var talið ágætt dagana:frá 9 til 18 og 28,30 og 31,annars slæmt eða ekkert sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. desember 2009

Yfirlit yfir veðrið í Nóvember 2009.

Mikill sjór var um 20 okt,en þá var líka stórstreymt.Við Hjallskerin við Ávíkina mikil fylling að koma og færa Hjallskerin í kaf.
Mikill sjór var um 20 okt,en þá var líka stórstreymt.Við Hjallskerin við Ávíkina mikil fylling að koma og færa Hjallskerin í kaf.
1 af 2
Veðrið í Nóvember 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð hlýr og auð jörð á láglendi fram í miðjan mánuð,en þá kólnaði með norðlægum vindáttum og éljum,og fremur svalt samt með hita yfir frostmarki fram til 26,þegar frysti og eftir það talsvert frost og snjókoma eða él.

Sauðfé var komið yfirleitt á gjöf um 26 nóvember eða um viku seinna enn í fyrra.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Suðlæg eða breytileg vindátt,logn,andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti frá 4 stigum niðri 1 stigs frost.

3-4:Norðan og NA kaldi eða stinningskaldi,rigning síðan slydda,hiti frá -1 stigi uppí +4 stig.

5:Breytileg vindátt gola eða stinningsgola,súld,hiti 3 til 6 stig.

6:Austlæg vindátt kaldi eða stinningskaldi,lítilsháttar rigning,hiti 4 til 6 stig.

7-9:Austlægar vindáttir kul eða gola,súld eða rigning,hiti 3 til 8 stig.

10-11:Breytileg vindátt,andvari,kul eða gola,lítilsháttar skúrir en þurrt þ.11,hiti 1 til 7 stig.

12-14:Norðaustan eða A,kaldi,stinningskaldi eða allhvass,úrkomulítið en rigning þ.14,hiti frá -1 stigi uppí +5 stig.

15-17:Norðaustan allhvass síðan stinningskaldi,skúrir síðan él,hiti frá +3 stigum niðrí -1 stig.

18:breytileg vindátt,kaldi í fyrstu síðan andvari,hvessti upp um kvöldið með NA kalda,hiti +2 stig niðrí -2 stig.

19-20:Norðaustan síðan Norðan,allhvass eða hvassviðri um tíma,rigning,eða snjókoma,hiti +1 til +5 stig.

21-25:Norðaustan kaldi eða stinningskaldi,snjó eða slydduél,hiti frá+3 stigum niðrí -1 stig.

26-30:Norðaustan stinningskaldi eða allhvass,snjókoma eða él,frost-1 til-4 stig.

 

Úrkoman mældist 111,6 mm.(í nóvember 2008:62,5 mm).

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 9 og var 8,5 stig.

Mest frost mældist þann 29 og var -4,4 stig.

Alhvít jörð var í 7 daga.

Flekkótt jörð í 6 daga.

Auð jörð því í 17 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 30 og var 20 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,8 stig.

Meðalhiti við jörð var -0,2 stig (í nóvember 2008:-1,89 stig).

Sjóveður:Allgott eða sæmilegt fram undir miðjan mánuð,efir það mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. nóvember 2009

Yfirlit yfir veðrið í Október 2009.

Snjódýptin mældis mest þann 5.11 cm.
Snjódýptin mældis mest þann 5.11 cm.
1 af 2
Veðrið í Október 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var frekar umhleypingasamur og vindasamur í heild.Fremur svalt fyrstu 8 daga mánaðar síðan hlýrra fram yfir miðjan mánuð.Síðan kólnaði aftur um 18,með rigningu og slyddu eða snjókomu,aftur nokkuð hlýrra síðust daga mánaðar.

Þrjú hret gerði í mánuðinum.

Austan hvassviðri var um tíma þ.2 og Austan hvassviðri eða stormur þ.9 og fram á10 með stormkviðum.

Suðvestan hvassviðri og stormur með stormkviðum hluta úr dögunum 14,15 og 16.

Ekki er vitað um alvarleg tjón í þessum hvassviðrum.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Austan stinningsgola þ.1 og þurrt í veðri,en allhvöss ANA eða NA og hvassviðri um tíma með rigningu og slyddu eða éljum þ.2 og 3,hiti 0  til 5stig.

4-5:Breytilegar vindáttir kul eða gola,snjóél,hiti frá +2 stigum niðri -3 stig.

6-7:Austnorðaustan eða NA stinningsgola eða kaldi,þurrt,hiti frá +5 stigum niðri -2 stig.

8:Austsuðaustan gola,slydduél,hiti frá -2 stigum uppi +3 stig.

9-11:Austan eða ANA kaldi í fyrstu síðan hvassviðri eða stormur fram á 10,síðan stinningsgola,slydda síðan rigning,hiti 2 til 6 stig.

12:Breytileg vindátt,andvari,rigningarvottur,hiti 0 til 6 stig.

13-16:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,stinningsgola en hvassviðri eða stormur hluta úr dögunum14,15 og 16,rigning eða skúrir,hiti +6 til +13 stig.

17:Vestan kul,rigning,hiti 3 til 8 stig.

18-25:Norðan eða NA stinningsgola eða kaldi enn allhvasst 22 og 23.Þurrt í veðri dagana 19 og 20,annars rigning slydda eða snjókoma og síðan él,hiti frá -1 til 6 stig.

26-27:Breytileg vindátt logn,andvari eða gola,skúrir,rigning eða súld,hiti 1 til 5 stig.

28:Austan allhvass síðan gola,þurrt,hiti 4 til 7 stig.

29: Logn eða breytileg vindátt með kuli,rigning,hiti 3 til 7 stig.

30 Austlæg vindátt,stinningsgola,rigning og súld,hiti 4 til 10 stig.

31:Suðvestan kul síðan allhvass um tíma og kaldi um kvöldið,skúrir,hiti 5 til 9 stig.

 

Úrkoman mældist 94,5 mm.(í október 2008 110,9 mm).

Þurrir dagar voru í 7 daga.

Mestur hiti mældist þann 16. +12,7 stig.

Mest frost mældist þann 5.-3,0 stig.

Alhvít jörð var í 4 daga.

Flekkótt jörð var í 6 daga.

Auð jörð var því í 21 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 5 og var þá 11 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +3,7 stig.

Meðalhiti við jörð var +1,09 stig. (í október 2008 -0,48 stig).

Sjóveður:Var nokkuð rysjótt enn nokkrir góðir dagar inná milli.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. október 2009

Yfirlit yfir veðrið í September 2009.

Frá Melarétt í september í haust.
Frá Melarétt í september í haust.
Veðrið í September 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlagar vindáttir voru fyrstu viku mánaðar,síðan suðlægar vindáttir frá 9 með hlýindum til 19,síðan fór að kólna og voru vindáttir að mestu vestlægar eða norðlægar.

Vestan útsynningur var 25 og 26.

Fjöll urðu alhvít í fyrsta sinn að morgni 25.Og jörð (láglendi) flekkótt í fyrsta sinn í haust og fyrsta snjódýpt mædist að morgni 26,þá1 cm.

Berjaspretta var sæmileg en ekkert á við það í fyrra,sem var sennilega sögulegt met í berjasprettu.

Uppskera úr matjurtagörðum(rófur-kartöflur) var svona sæmileg,enn frekar smáar kartöflur.

Fé kom vænt af fjalli og meðalþúngi dilka var góður ,en slátrun hófst um miðjan mánuð.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Norðan eða NA stinningsgola síðan gola,súld,eða smá skúrir,hiti 4 til 7 stig.

4:Suðaustan eða A kul eða gola,lítils háttar skúrir.hiti 6 til 10 stig.

5:Norðvestan kul,þurrt,hiti 5 til 9 stig.

6-8:Norðlægar vindáttir gola síðan kaldi,súld eða rigning,hiti 6 til 9 stig.

9-18:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,stinningsgola eða kaldi,en allhvass um tíma dagana 12,14 og 15,rigning eða skúrir,þurrt dagana 12 og 13,hiti 5 til 17 stig.

19-20:Suðaustan eða breytilegar vindáttir með golu,rigning þann 20,hiti 3 til 11 stig.

21-22:Norðan eða NV kaldi,stinningskaldi,síðan S kul,rigning og súld,en slydduél þann 22,hiti 2 til 6 stig.

23-24:Suðlæg vindátt eða breytileg,gola eða stinningsgola,þurrt þ.23,en rigning og slydda um kvöldið þ.24,hiti 1 til 10 stig.

25-26:Suðvestan og V,stinningsgola en allhvass þ.26,slydda eða snjókoma,síðan él,hiti1 til 5 stig.

27-28:Suðlæg vindátt kul,þurrt í veðri,hiti frá -2,4 stig uppí +5 stig.

29:Suðvestan kaldi uppí allhvassan vind um tíma,þurrt,hiti 0 stigum til 8 stig.

30:Norðan kaldi í fyrstu síðan stinningsgola,smá él um morguninn,hiti 2 til 3 stig.

 

Úrkoman mældist:57,8 mm(í september 2008:122,2 mm).

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 13 þá +17,0 stig.

Mest frost mældist þann 28 þá -2,4 stig.
Flekkót jörð var í 2 daga.

Mesta snjódýpt mældist að morgni 26 þá 1 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +6,9 stig.

Meðalhiti við jörð var +3,77 stig (í september 2008:+5,65 stig).

Sjóveður:Var allsæmilegt nema dagana 8,21,26 og 30.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Ísrek í Ávíkinni
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
Vefumsjón