Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. janúar 2010

Úrkoman í Litlu-Ávík fyrir árið 2009.

Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Úrkoman í Litlu-Ávík fyrir árið 2009.

Janúar:121,6 mm.

Febrúar:53,0 mm.

Mars:84,2 mm.

Apríl:121,2 mm.

Maí:48,1 mm.

Júní:11,8 mm.

Júlí:49,0 mm.

Ágúst:131,1 mm.

September:57,8 mm.

Október:94,5 mm.

Nóvember:111,6 mm.

Desember:110,7 mm.
---------------------------------.

Alls úrkoma 2009:994,,6 mm.

Og er þetta mesta úrkoma yfir heilt ár síðan mælingar hófust í Litlu-Ávík 1995.

En næst mest var úrkoman 2006 þá 993,2 mm.Og  2007 er hún 972,0 mm.Og eru þessi þrjú skipti sem úrkoma fer í tæpa þúsund mm.Úrkoman virðist hafa farið vaxandi eftir aldamótin síðustu.

Minnsta úrkoma sem hefur mælst í Litlu-Ávík var árið 2001 þá 722,6 mm.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. janúar 2010

Yfirlit yfir veðrið í Desember 2009.

Frá Litlu-Ávík 28-12-09.Mesta snjódýpt mældist 48 cm í mánuðinum.
Frá Litlu-Ávík 28-12-09.Mesta snjódýpt mældist 48 cm í mánuðinum.
1 af 2
Veðrið í Desember 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo dagana var NA með talsverðu frosti og snjókomu eða éljum,síðan gerði nokkurn blota og hlýindi fram til 17.

Síðan mest Norðan og NA með talsverðu frosti yfirleitt út mánuðinn.

Á aðfangadagskvöld jóla gekk í Norðan rok og uppí ofsaveður með snjókomu.Rafmagnstruflanir frá því uppúr kl.tuttugu og fram undir miðnættið.

Þann 27 gerði gífurlega snjókomu í hægum vindi og mældist sólarhringsúrkoman 37 mm.

Mikil úrkoma var í mánuðinum miðað við að það voru 12 dagar úrkomulausir.

Eitt það fallegasta áramótaveður var hér til margra ára.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Norðaustan stinningskaldi með éljum þ.1enn allhvass eða hvassviðri þ.2 með snjókomu og slyddu um kvöldið,hlýnandi,frost frá -7 stigum uppí +1 stig.

3-4:Norðaustan stinningskaldi eða allhvass,snjókoma eða slydda,hiti +2 stig niðrí -1 stig.

5:Austan allhvass fyrir hádegið með rigningu síðan S,stinningsgola og léttskýjað um kvöldið,hiti 4 til 6 stig.

6-8:Yfirleitt Norðaustan kaldi eða stinningskaldi,rigning eða súld,hiti 4 til 6 stig.

9-11:Suðlægar vindáttir,gola,stinningsgola eða kaldi,rigning eða súld,þurrt þ.14,hiti 2 til 12 stig.

12:Breytileg vindátt,logn eða gola,rigning,hiti 5 til 13 stig.

13-17:Breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul,gola,en stinningsgola þ.17,þurrt í veðri,hiti 2 til 8 stig.

18:Breytileg vindátt með kuli í fyrstu síðan NA allhvass um kvöldið og kólnandi veður,þurrt,hiti +3 stig niðrí -2 stig.

19-23:Norðan kaldi eða stinningskaldi,þurrt 19 og 20,annars él,hiti frá 0 stigum og niðrí -7 stig.

24:Norðaustan kaldi eða stinningskaldi í fyrstu,síðan N rok og uppí ofsaveður með snjókomu,hiti -1 til +1 stig.

25-26:Norðaustan allhvass,snjóél,hiti frá +3 stigum niðrí -2 stig.

27:Norðan kaldi í fyrstu síðan vestlægur með stinningsgolu og síðan kuli,með mikilli snjókomu,frost -1 til -5 stig.

28:Vestlæg eða breytileg vindátt,kul eða gola,þurrt í veðri,frost -3 til -7 stig.

29-31:Norðan stinningskaldi síðan vestlæg vindátt eða breytileg með andvara,kuli eða golu,él og skafrenningur þ,29 en síðan úrkomulaust,frost 0 stig niðrí -8 stig.

 

Úrkoman mældist 110,7 mm.(í desember 2008:78,6 mm).

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist aðfaranótt 12:fór í +12,6 stig.

Mest frost mældist þann 30 og var -7,9 stig.

Alhvít jörð var í 12 daga.

Flekkótt jörð var í 6 daga.

Auð jörð var því í 13 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 28 og var 48 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,4 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,75 stig (í desember 2008:-2,30 stig).

Sjóveður:Sjóveður var talið ágætt dagana:frá 9 til 18 og 28,30 og 31,annars slæmt eða ekkert sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. desember 2009

Yfirlit yfir veðrið í Nóvember 2009.

Mikill sjór var um 20 okt,en þá var líka stórstreymt.Við Hjallskerin við Ávíkina mikil fylling að koma og færa Hjallskerin í kaf.
Mikill sjór var um 20 okt,en þá var líka stórstreymt.Við Hjallskerin við Ávíkina mikil fylling að koma og færa Hjallskerin í kaf.
1 af 2
Veðrið í Nóvember 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð hlýr og auð jörð á láglendi fram í miðjan mánuð,en þá kólnaði með norðlægum vindáttum og éljum,og fremur svalt samt með hita yfir frostmarki fram til 26,þegar frysti og eftir það talsvert frost og snjókoma eða él.

Sauðfé var komið yfirleitt á gjöf um 26 nóvember eða um viku seinna enn í fyrra.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Suðlæg eða breytileg vindátt,logn,andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti frá 4 stigum niðri 1 stigs frost.

3-4:Norðan og NA kaldi eða stinningskaldi,rigning síðan slydda,hiti frá -1 stigi uppí +4 stig.

5:Breytileg vindátt gola eða stinningsgola,súld,hiti 3 til 6 stig.

6:Austlæg vindátt kaldi eða stinningskaldi,lítilsháttar rigning,hiti 4 til 6 stig.

7-9:Austlægar vindáttir kul eða gola,súld eða rigning,hiti 3 til 8 stig.

10-11:Breytileg vindátt,andvari,kul eða gola,lítilsháttar skúrir en þurrt þ.11,hiti 1 til 7 stig.

12-14:Norðaustan eða A,kaldi,stinningskaldi eða allhvass,úrkomulítið en rigning þ.14,hiti frá -1 stigi uppí +5 stig.

15-17:Norðaustan allhvass síðan stinningskaldi,skúrir síðan él,hiti frá +3 stigum niðrí -1 stig.

18:breytileg vindátt,kaldi í fyrstu síðan andvari,hvessti upp um kvöldið með NA kalda,hiti +2 stig niðrí -2 stig.

19-20:Norðaustan síðan Norðan,allhvass eða hvassviðri um tíma,rigning,eða snjókoma,hiti +1 til +5 stig.

21-25:Norðaustan kaldi eða stinningskaldi,snjó eða slydduél,hiti frá+3 stigum niðrí -1 stig.

26-30:Norðaustan stinningskaldi eða allhvass,snjókoma eða él,frost-1 til-4 stig.

 

Úrkoman mældist 111,6 mm.(í nóvember 2008:62,5 mm).

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 9 og var 8,5 stig.

Mest frost mældist þann 29 og var -4,4 stig.

Alhvít jörð var í 7 daga.

Flekkótt jörð í 6 daga.

Auð jörð því í 17 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 30 og var 20 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,8 stig.

Meðalhiti við jörð var -0,2 stig (í nóvember 2008:-1,89 stig).

Sjóveður:Allgott eða sæmilegt fram undir miðjan mánuð,efir það mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. nóvember 2009

Yfirlit yfir veðrið í Október 2009.

Snjódýptin mældis mest þann 5.11 cm.
Snjódýptin mældis mest þann 5.11 cm.
1 af 2
Veðrið í Október 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var frekar umhleypingasamur og vindasamur í heild.Fremur svalt fyrstu 8 daga mánaðar síðan hlýrra fram yfir miðjan mánuð.Síðan kólnaði aftur um 18,með rigningu og slyddu eða snjókomu,aftur nokkuð hlýrra síðust daga mánaðar.

Þrjú hret gerði í mánuðinum.

Austan hvassviðri var um tíma þ.2 og Austan hvassviðri eða stormur þ.9 og fram á10 með stormkviðum.

Suðvestan hvassviðri og stormur með stormkviðum hluta úr dögunum 14,15 og 16.

Ekki er vitað um alvarleg tjón í þessum hvassviðrum.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Austan stinningsgola þ.1 og þurrt í veðri,en allhvöss ANA eða NA og hvassviðri um tíma með rigningu og slyddu eða éljum þ.2 og 3,hiti 0  til 5stig.

4-5:Breytilegar vindáttir kul eða gola,snjóél,hiti frá +2 stigum niðri -3 stig.

6-7:Austnorðaustan eða NA stinningsgola eða kaldi,þurrt,hiti frá +5 stigum niðri -2 stig.

8:Austsuðaustan gola,slydduél,hiti frá -2 stigum uppi +3 stig.

9-11:Austan eða ANA kaldi í fyrstu síðan hvassviðri eða stormur fram á 10,síðan stinningsgola,slydda síðan rigning,hiti 2 til 6 stig.

12:Breytileg vindátt,andvari,rigningarvottur,hiti 0 til 6 stig.

13-16:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,stinningsgola en hvassviðri eða stormur hluta úr dögunum14,15 og 16,rigning eða skúrir,hiti +6 til +13 stig.

17:Vestan kul,rigning,hiti 3 til 8 stig.

18-25:Norðan eða NA stinningsgola eða kaldi enn allhvasst 22 og 23.Þurrt í veðri dagana 19 og 20,annars rigning slydda eða snjókoma og síðan él,hiti frá -1 til 6 stig.

26-27:Breytileg vindátt logn,andvari eða gola,skúrir,rigning eða súld,hiti 1 til 5 stig.

28:Austan allhvass síðan gola,þurrt,hiti 4 til 7 stig.

29: Logn eða breytileg vindátt með kuli,rigning,hiti 3 til 7 stig.

30 Austlæg vindátt,stinningsgola,rigning og súld,hiti 4 til 10 stig.

31:Suðvestan kul síðan allhvass um tíma og kaldi um kvöldið,skúrir,hiti 5 til 9 stig.

 

Úrkoman mældist 94,5 mm.(í október 2008 110,9 mm).

Þurrir dagar voru í 7 daga.

Mestur hiti mældist þann 16. +12,7 stig.

Mest frost mældist þann 5.-3,0 stig.

Alhvít jörð var í 4 daga.

Flekkótt jörð var í 6 daga.

Auð jörð var því í 21 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 5 og var þá 11 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +3,7 stig.

Meðalhiti við jörð var +1,09 stig. (í október 2008 -0,48 stig).

Sjóveður:Var nokkuð rysjótt enn nokkrir góðir dagar inná milli.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. október 2009

Yfirlit yfir veðrið í September 2009.

Frá Melarétt í september í haust.
Frá Melarétt í september í haust.
Veðrið í September 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlagar vindáttir voru fyrstu viku mánaðar,síðan suðlægar vindáttir frá 9 með hlýindum til 19,síðan fór að kólna og voru vindáttir að mestu vestlægar eða norðlægar.

Vestan útsynningur var 25 og 26.

Fjöll urðu alhvít í fyrsta sinn að morgni 25.Og jörð (láglendi) flekkótt í fyrsta sinn í haust og fyrsta snjódýpt mædist að morgni 26,þá1 cm.

Berjaspretta var sæmileg en ekkert á við það í fyrra,sem var sennilega sögulegt met í berjasprettu.

Uppskera úr matjurtagörðum(rófur-kartöflur) var svona sæmileg,enn frekar smáar kartöflur.

Fé kom vænt af fjalli og meðalþúngi dilka var góður ,en slátrun hófst um miðjan mánuð.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Norðan eða NA stinningsgola síðan gola,súld,eða smá skúrir,hiti 4 til 7 stig.

4:Suðaustan eða A kul eða gola,lítils háttar skúrir.hiti 6 til 10 stig.

5:Norðvestan kul,þurrt,hiti 5 til 9 stig.

6-8:Norðlægar vindáttir gola síðan kaldi,súld eða rigning,hiti 6 til 9 stig.

9-18:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,stinningsgola eða kaldi,en allhvass um tíma dagana 12,14 og 15,rigning eða skúrir,þurrt dagana 12 og 13,hiti 5 til 17 stig.

19-20:Suðaustan eða breytilegar vindáttir með golu,rigning þann 20,hiti 3 til 11 stig.

21-22:Norðan eða NV kaldi,stinningskaldi,síðan S kul,rigning og súld,en slydduél þann 22,hiti 2 til 6 stig.

23-24:Suðlæg vindátt eða breytileg,gola eða stinningsgola,þurrt þ.23,en rigning og slydda um kvöldið þ.24,hiti 1 til 10 stig.

25-26:Suðvestan og V,stinningsgola en allhvass þ.26,slydda eða snjókoma,síðan él,hiti1 til 5 stig.

27-28:Suðlæg vindátt kul,þurrt í veðri,hiti frá -2,4 stig uppí +5 stig.

29:Suðvestan kaldi uppí allhvassan vind um tíma,þurrt,hiti 0 stigum til 8 stig.

30:Norðan kaldi í fyrstu síðan stinningsgola,smá él um morguninn,hiti 2 til 3 stig.

 

Úrkoman mældist:57,8 mm(í september 2008:122,2 mm).

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 13 þá +17,0 stig.

Mest frost mældist þann 28 þá -2,4 stig.
Flekkót jörð var í 2 daga.

Mesta snjódýpt mældist að morgni 26 þá 1 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +6,9 stig.

Meðalhiti við jörð var +3,77 stig (í september 2008:+5,65 stig).

Sjóveður:Var allsæmilegt nema dagana 8,21,26 og 30.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. september 2009

Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2009.

Hafíshrafl sást við Sælusker(Selsker) í mánuðinum.
Hafíshrafl sást við Sælusker(Selsker) í mánuðinum.
Veðrið í Ágúst 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mest voru norðlægar áttir ríkjandi í mánuðinum hægur vindur framanaf en oftast kaldi síðari hluta mánaðar,en sæmilegur hiti oftast nema síðusu dagana og í kuldakastinu 20 til 21 ágúst og þá gránaði í fjöll.

Mánuðurinn var talsvert úrkomusamur fyrstu vikuna,síðan úrkomulítið fram undir 19,þá nokkuð úrkomusamt aftur út mánuðinn.

Hafíshrafl sást í mánuðinum.


Yfirlit dagar vikur.

1-4:Norðan eða NV kul gola eða stinningsgola,rigning eða súld,hiti 6 til 10 stig.

5:Norðaustan stinningskaldi,norðlægur um kvöldið með stinningsgolu,rigning og súld,hiti 9 til 11 stig.

6-9:Breytilegar vindáttir kul eða gola,súld síðan smá skúrir,hiti 10 til 17 stig.

10-18:Norðlægar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,lítils háttar súld eða skúrir með köflum,hiti 7 til 13 stig.

19:Norðaustan og A,kaldi uppí alhvassan vind rigning,hiti 8 til 10 stig.

20-21: Norðan allhvass síðan NV allhvass og vindur gekk niður um hádegi,talsverð rigning,hiti 3 til 10 stig.

22:Breytileg vindátt gola eða stinningsgola,skúrir,hiti 6 til 14 stig.

23-31:Norðlægar vindáttir gola,stinningsgola en stinningskaldi 28 og 29,síðan kaldi út mánuðinn,rigning eða þokusúld,hiti 5 til 12 stig.

Úrkoman mældist:131,1 mm (í ágúst 2008:52,4 mm).

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist 17,0 stig þann 7.

Minnstur hiti mældist 3,1 stig þann 21.
Meðalhiti mánaðarins var: +8,8 stig.

Meðalhiti við jörð var:+6,89 stig (í ágúst 2008:+5,59 stig)

Sjóveður:Var ágætt nema þann 5 og nokkuð rysjótt frá 19 og út mánuðinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík. 

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. ágúst 2009

Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2009.

Heyfengur var talin góður.Frá heyskap í sumar í Litlu-Ávík.
Heyfengur var talin góður.Frá heyskap í sumar í Litlu-Ávík.
1 af 3
Veðrið í Júlí 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Í júlí voru vindáttir mest Norðlægar.
Mánuðurinn var nokkuð hlýr framanaf en kólnaði talsvert með þokusúld um tíma þegar hundadagar byrjuðu þann 13.

Úrkomulítið var framanaf mánuði en oftast þokuloft og rakt.Aftur mjög kalt í veðri 23 og 24 með kalsarigningu eða skúrum og jafnvel hagléljum,og þá snjóaði í fjöll allt niðri 400 m.Og aftur vætusamt síðustu daga mánaðar.Bændur hófu almennt slátt í annari viku júlí mánaðar og er það líkt og í fyrra,og heyskap lauk í síðustu viku mánaðar og er heyfengur talin góður.

 

Yfirlit dagar vikur.

1:Breytileg vindátt logn eða andvari,þurrt,hiti 12 til 16 stig.

2:Suðaustan gola skúrir hiti 13 til 16 stig.

3-8:Norðan eða NV kul eða gola,súld þ.4 og 7 annars yfirleitt þokuloft,hiti 6 til 13 stig.

9-10:Breytilegar vindáttir kul eða gola,þurrt þ.10,hiti 6 til 17 stig.

11-13:Norðan eða NV gola eða stinningsgola,súldarvottur,hiti 7 til 13 stig.

14-15:Norðan stinningskaldi í fyrst síðan stinningsgola,rigning eða súld,hiti 6 til 8 stig.

16-22:Norðan eða N,lægar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,súldarvottur með köflum,hiti 6 til 11 stig.
23-24:Norðan eða NV kaldi,stinningskaldi og upp í allhvassan vind um tíma 23,rigning,skúrir og haglél,hvítnaði í fjöllum,hiti 4 til 7 stig.

25-31:Mest Norðanáttir gola,stinningsgola en kaldi 27 og 28,rigning eða súld,hiti 5 til 11 stig.


Úrkoman mældist:49,0 mm.(í júlí 2008:95,3 mm).
Þurrir dagar voru 8.
Mestur hiti mældist þann 9 þá 17,0 stig.

Minstur hiti mældist þann 23 þá 4,2 stig.
Meðalhiti mánaðarins var:+8,8 stig.
Meðalhiti við jörð var:6.62 stig.(í júlí 2008:+6,81 stig).

Sjóveður:Að mestu gott veður nema dagana 14,15,23,24,28 og 29,þá nokkuð slæmt í sjóinn.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. júlí 2009

Yfirlit yfir veðrið í Júní 2009.

Oft var þokuloft í júní.Séð frá L-Á yfir á Kálfatinda.Krossnes og Fell í þoku.
Oft var þokuloft í júní.Séð frá L-Á yfir á Kálfatinda.Krossnes og Fell í þoku.
Veðrið í Júní 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

 

Mánuðrinn var hægviðrasamur og úrkomulítill enn oft þokuloft.

Júní í ár er hlýrri en júní 2008.

Fjöll voru fyrst talin alauð þann 30, mánaðar.

Bændur báru tilbúin áburð á tún í byrjun mánaðar og fram til 10.

Tún spretta seint vegna þurrka.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Suðvestan stinningsgola eða kaldi,þurrt í veðri,hiti 6 til 11 stig.

4:Breytileg vindátt með golu þurrt,hiti 6 til 8 stig.

5-15:Yfirleitt hafáttir kul eða gola en kaldi þann 12,oft þokuloft,úrkomuvottur 9,11,12 og 15,annars þurrt,hiti 4 til 13 stig.

16-19:Norðvestan og N gola,síðan kaldi,þokuloft og súld,hiti 4 til 11 stig.

20:Suðaustan eða breytileg vindátt kul,rigning um kvöldið,hiti 4 til 12 stig.

21-22:Suðvestan gola eða stinningsgola,skúrir,hiti 7 til 13 stig.

23-24:Breytilegar vindáttir kul síðan stinningsgola,rigning smá skúrir 24,hiti 5 til 10 stig.

25-30:Norðan eða hafáttir kul eða gola,þokuloft og súld á köflum,hiti 5 til 14 stig.

 

Úrkoman mældist:11,8 mm.(í júní 2008= 40,6 mm).

Þurrir dagar voru 16.

Mestur hiti mældist þann 30:+14,5  stig.

Minstur hiti mældist þann 14: +3,4 stig.
Meðalhiti mánaðarins var: +7,5 stig.

Meðalhiti við jörð var:+4,85 stig (í júní 2008 = +3,96 stig).

Sjóveður:Hið besta sjóveður allan mánuðinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júní 2009

Yfirlit yfir veðrið í maí 2009.

Þann 31 maí eru fjöll talin flekkótt.Örkin 634 m.
Þann 31 maí eru fjöll talin flekkótt.Örkin 634 m.
1 af 2
Veðrið í Maí 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum fyrstu þrjá dagana með sæmilegum hita,síðan voru N og NA áttir fram til 9 mánaðar,með allmiklu hreti sjöunda og áttunda.

Suðlægar vindáttir frá tíunda til fjórtánda með hlýindum og snjór bráðnaði hratt á láglendi og í fjöllum.

Síðan Norðlæg eða breytilegum vindáttum og kólnaði talsvert með þokulofti og úrkomu með köflum.Það snarhlýnaði aftur þann 28 með suðlægum vindáttum út mánuðinn.

Byrjað var að setja lambfé  á tún nokkru fyrr enn í fyrra eða um 18,í stað 23 í fyrra.

Ræktuð tún farin að taka vel við sér stax um 20 og orðin vel græn um mánaðarmót,og úthagi farin að taka vel við sér.

Jörð á láglendi hefur verið talin alauð frá 10 maí,og er það þrem dögum fyrr en í fyrra.

Flekkótt fjöll eru enn í lok mánaðar.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Suðvestan stinningsgola uppí kalda,súld og þokuloft,þurrt þann.3,hiti 2 til 9 stig.

4-6:Norðan eða NA gola eða stinningsgola,súld,rigning eða slydda,hiti 0 til 6 stig.

7-9:Norðan stinningskaldi,allhvass en hvassviðri um tíma þann 8,slydda eða snjókoma,Norðanáttin gekk niður þann 9 og komin SV stinningsgola seinnipartinn.

10-12:Sunnan stinningskaldi síðan allhvass eða hvassviðri með stormkviðum,rigning eða skúrir,hiti 4 til 14stig.

13-14:Sunnan eða breytileg vindátt,stinningskaldi síðan gola,þurrt í veðri,hiti 5 til 15 stig.

15-19:Norðan eða NA kul eða stinningsgola,þokuloft og súldarvottur,hiti 2 til 5 stig.

20-23:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,kul eða gola,þokuloft á stundum,þurrt 20-21 og 22,enn rigning 23,hiti 1 til 11 stig.

24:Norðaustan eða A,gola í fyrstu síðan allhvass um tíma,smávegis rigning,hiti 5 til 9 stig.

25:Norðaustan gola í fyrstu síðan SV stinningsgola,rigning og súld,hiti 4 til 6 stig.

26-27:Norðvestan eða breytilegar vindáttir,stinningsgola síðan kul,þokuloft og súld síðan skúrir,hiti 3 til 6 stig.

28-31:Suðvestan stinningsgola uppí stinningskalda,skúrir,hiti 4 til 12 stig.

 

Úrkoman mældist:48,1 mm.(í maí 2008:52,8 mm).

Úrkomulausir dagar voru 7.

Mestur hiti var þann 13 þá 15,0 stig.

Mest frost -0.7 stig að morgni 1 maí.

Jörð alhvít í 0 dag.

Jörð flekkótt í 8 daga.

Auð jörð því í 23 daga.

Mesta snjódýpt ómælanlegt,aðeins flekkótt.
Meðalhiti mánaðarins var:5,5 stig.

Meðalhiti við jörð:+2,86 stig.(í maí 2008:+2,95 stig).

Sjóveður:Slæmt sjóveður dagana 7,8og 9 og 25,annars sæmilegt eða gott.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. maí 2009

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2009.

Frá Litlu-Ávík Sumardaginn fyrsta 23-04-09.Það snjóaði þá og daginn eftir var svarta bylur.
Frá Litlu-Ávík Sumardaginn fyrsta 23-04-09.Það snjóaði þá og daginn eftir var svarta bylur.
Veðrið í Apríl 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hita yfir frostmarki fyrstu daga mánaðar síðan vægt frost framí miðjan mánuð,þá hlýnaði í veðri.Kólnaði og snjóaði talsvert 23 Sumardaginn fyrsta og 24,eftir það fór nú hiti að hækka aftur með austlægum og suðlægum vindáttum.

Úrkomusamt var í mánuðinum.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Norðaustan stinningskaldi eða allhvass,slydda,rigning eða súld,hiti 0 til +3 stig.

4:Suðlæg eða breytileg vindátt,kul,súld og þokuloft,hiti +2 til +7 stig.

5-14:Norðan eða NA,oftast kaldi,eða stinningsgola,slydda,snjókoma eða él,hiti frá +2 stigum niðri -4 stig.

15-19:Austan og SA eða breytilegar vindáttir,yfirleitt kul eða gola,súld,rigning en slydda um kvöldið 18.hiti frá +1 stigi uppí +9 stig.

20-21:Suðlægar vindáttir,stinningskaldi eða kaldi,skúrir eða rigning,hiti +3 til +8 stig.

22:Austan gola eða kaldi,slydda,hiti 0 til +4 stig.

23-24:Breytileg vindátt í fyrstu síðan Norðvestan allhvass,slydda síðan snjókoma,hiti +3 stig niðri -1 stig.

25:Norðan stinningsgola snjókoma hiti -1 stig og uppí +1 stig,heldur hlýnandi.

26-27:Austan gola slydda í fyrstu síðan þokuloft og smá súld,hiti +1 til +3 stig.

28-30:Suðlægar vindáttir en vestlægari þann 30,rigning eða súld,hiti +3 til +10 stig.

 

Úrkoman mældist:121,2 mm. (í apríl 2008:28,5 mm).

Úrkomulausir dagar voru 1.

Mestur hiti mældist þann 29.+10,2 stig.

Mest frost var þann 12. -4,2 stig.

Jörð alhvít í 16 daga.

Jörð flekkótt í 14 daga.

Auð jörð því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 1 þá 49 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,9 stig.

Meðalhiti við jörð var:-1,20stig. (í apríl 2008:-1,38 stig).

Sjóveður:Slæmt eða ekkert sjóveður frá 1 til 13 og 23,24 og 25 mánaðar,en gott eða sæmilegt annars.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
  • Hrafn Jökulsson.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
Vefumsjón