Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. maí 2011

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2011.

Þak af litlu sumarhúsi fauk af í heilu lagi.
Þak af litlu sumarhúsi fauk af í heilu lagi.
1 af 3
Veðrið í Apríl 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með breytilegum vindáttum fyrstu daga mánaðar síðan voru ríkjandi suðvestanáttir eða suðlægar með frosti eða hita á víxl.Enn orðið sæmilega hlýtt síðustu viku mánaðar.

Foktjón varð í sunnan og suðvestan ofsaveðri þann 10 apríl um kvöldið,þak fauk af í heilu lagi  af sumarhúsi í Norðurfirði og húsið skekktist til á grunni  veggir skemmdust og allar rúður brotnuðu.

Í Kaupfélagshúsunum í Norðurfirði brotnuð nokkrir gluggar og ýmislegt fauk þar til.

Vindur náði 12 vindstigum (eldra mæligildi) þann 10. í kviðum,eða 49 M/S.

Dagar eða vikur:

1-5:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,rigning súld,slydda,snjókoma,þurrt 3. og 4.hiti frá -3 stigum uppí +5 stig.

6-9:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul,gola eða stinningskaldi,en hvassviðri um tíma þann 7.rigning eða skúrir,hiti +2 til +13 stig.

10:Sunnan og síðan SV stinningskaldi í fyrstu síðan ofsaveður eða fárviðri um kvöldið,rigning,skúrir,slydda,hiti frá +4 til +9 stig.

11-23:Suðvestan eða suðlægar vináttir,kaldi en oftast stinningskaldi,él,snjókoma,skúrir eða rigning,hiti frá-5 stigum uppí +10 stig.

24:Sunnan og SV,kaldi í fyrstu síðan hvassviðri með stormkviðum,rigning,skúrir,hiti +3 til +6 stig.

25:Breytileg vindátt,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti -1 stig uppí +5 stig.

26-27:Sunnan stinningskaldi síðan kaldi,skúrir,hiti +4 til +9 stig.

28-29:Suðaustan gola,stinningsgola eða kaldi,rigning eða skúrir,hiti +3 til +9 stig.

30:Breytileg vindátt andvari eða kul,rigning,hiti +3 til +8 stig.

Úrkoman mældist 75,8 mm.(í apríl 2010:43,6 mm.)

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist þann 9: 13,0 stig.

Mest frost mældist þann 19:-4,9 stig.

Alhvít jörð var í 9 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð því í 9 daga.

Mesta snjódýpt mældist 20 cm þann 2.
Meðalhiti var: +3,5 stig.

Meðalhiti við jörð var +0,16 stig.  (í apríl 2010: -1,49 stig.)

Sjóveður:Að mestu sæmilegt eða gott,nema í hvassviðrunum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. apríl 2011

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2011.

Vindmylla á Gjögri kengbognaði í veðrinu 14 mars.
Vindmylla á Gjögri kengbognaði í veðrinu 14 mars.
1 af 4
Veðrið í Mars 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Suðvestanáttum eða Suðlægum fram til 8.mánaðar,síðan Norðan og NA fram til 11.með nokkru frosti.

Síðan gerði Suðvestanáttir aftur fram til 18.Síðan voru Suðvestanáttir eða Austlægar vindáttir á víxl,síðustu daga mánaðar var hægviðri með breytilegum vindáttum.Mánuðurinn var mjög kaldur í heild.

Þann 3. gerði Suðvestan hvassviðri og eða storm með miklum kviðum uppí 31 m/s.

Þann 6 gerði einnig Suðvestan hvassviðri og eða storm og rok með kviðum allt uppí 30 m/s.

Norðan hvassviðri var þann 10.með mjög dimmum éljum.

Þann 14 gerði Suðvestan storm,rok og ofsaveður kviður fór allt uppí 46 m/s og á Gjögurflugvelli mældist kviða í 51m/s.

Tjón varð í Suðvestan veðrinu þann 14,gömul hlaða fauk við Víganes og á Grænhóli fauk járn af hlöðu og gafl.Á Gjögri kengbognaði gömul vindmilla.Foktjón varð einnig á Norðurfirði,þar sem rúður brotnuðu og gámar fuku á geymslusvæði við bryggjuna þar.

Vindur náði 12 vindstigum (eldra mæligildi) í kviðum þann 14 mars.

 

Dagar eða vikur.

1-2:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,allhvass í fyrstu síðan stinningskaldi og kaldi,él,hiti -2 til +3 stig.

3:Suðvestan hvassviðri eða stormur með stormkviðum,rigning,skúrir,hiti +2 til +7 stig.

4:Suðvestan og Vestan allhvass í fyrstu síðan stinningskaldi en gola um kvöldið,þurrt,hiti frá +3 stigum niðrí -2 stig.

5:Austan og Suðaustan kul,stinningsgola,en Sunnan allhvass um kvöldið,snjókoma,slydda,rigning,hiti -6 til +6 stig.

6-8:Suðvestan hvassviðri með storméljum þ.6 enn allhvass og síðan hægari,snérist í NNA um kvöldið þ.8,él,hiti frá +7 stigum niðrí -6 stig.

9-11:Norðan og NA,hvassviðri þ.10,annars allhvass eða hægari,él,frost frá -3 stigum í -7 stig.

12-13:Suðvestan gola,kaldi en allhvass um kvöldið þann 13.frost frá -8 stigum uppí +2 stiga hita.

14:Suðvestan stormur,rok,ofsaveður eða fárviðri,slydda og síðan rigning,hiti +1 til +8 stig.

15:Suðvestan hvassviðri með miklum storméljum,frost -3 til -6 stig.

16-18:Suðvestan eða V,kaldi,stinningsgola síðan gola,snjókoma eða él,þurrt þ.17,frost -3 til -12 stig.

19-20:Norðvestan og NA kaldi,en breytileg vindátt með golu þ.20,él,snjókoma,frost -4 til -9 stig.

21-23:Suðvestan stinningsgola,allhvass síðan gola eða stinningsgola,él og skafrenningur,frost frá -0 til -7 stig.

24-25:Austlæg eða breytileg vindátt kul eða gola,snjókomuvottur þ.24,þurrt þ.25,frost frá -7 stigum uppí +3 stig,hlýnandi.

26-27:Suðvestan og V,allhvasst í fyrstu síðan stinningsgola eða gola,hiti frá +1 stigi til + 8 stig.

28-31:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul,gola eða stinningsgola,snjókoma,slydda,rigning,þokuloft þ.31,hiti frá -1 stig uppí +6 stig.

 

Úrkoman mældist 63,8 mm.(í mars 2010:41,4 mm.)

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 26:+8.0 stig.

Mest frost mældist þann 17:-11,6 stig.

Alhvít jörð var í 22 daga.

Flekkótt jörð var í 9 daga.

Auð jörð því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist 31 cm þann 23.
Meðalhiti var: -1,6 stig.

Meðalhiti við jörð var -4,96 stig. (í mars 2010:-1,01 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt fram yfir miðjan mánuð en síðan allsæmilegt eða gott síðari hluta mánaðar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. mars 2011

Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2011.

Séð til Drangajökuls frá Litlu-Ávík.19-02-2011.
Séð til Drangajökuls frá Litlu-Ávík.19-02-2011.
Veðrið í Febrúar 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild og nokkuð úrkomusamur.Engin stórviðri urðu þó,en síðustu daga mánaðar var hvöss Suðvestanátt og oft með stormkviðum.Talsverð hálka myndaðist á vegum og víða á láglendi í þessum umhleypingum,og var oft erfitt fyrir gangandi fólk að fóta sig.

 

Dagar eða vikur.

1:Norðvestan kaldi eða stinningskaldi með snjókomu og síðan éljum um kvöldið,frost -2 til -4 stig.

2:Norðaustan allhvass en stinningskaldi og kaldi um kvöldið,snjókoma síðan él,frost -7 stig uppí +0,4 stig.

3:Suðvestan hvassviðri eða stormur síðan allhvass,él og skafrenningur,frost -0 til -3 stig.

4:Sunnan kaldi,síðan breytileg vindátt seinnipartinn,smá él,frost -0 til -5 stig.

5-6:Suðaustlæg eða breytileg vindátt andvari, kul eða gola,þurrt í veðri,hiti frá +1 stigi niðrí -5 stig.

7-8:Norðan stinningsgola síðan Austan gola uppí kalda,él þann 7 annars þurrt,hiti +1 stig niðrí -6 stig.

9-17:Austlægar eða breytilegar vindáttir,kul,gola og uppí stinningskalda,él slydda eða rigning,þurrt,10,11 og 12,hiti frá +7 stigum niðrí -3 stig.

18-20:Breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,þurrt þ.18 og 19,lítils háttar slydda þ.20,frost frá -4 stigum uppí +5 stig.

21-24:Norðaustan eða Norðan,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,súld,rigning,slydda,snjókoma eða él.Hiti frá +4 stigum niðrí -2 stig.

25-28:Suðvestan stinningskaldi,allhvass eða hvassviðri með stormkviðum,él,rigning,eða skúrir.Hiti frá - 3 stigum og uppí + 8 stig.

 

Úrkoman mældist 90,4 mm.(í febrúar 2010:39,2 mm.)

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist +7,5 stig þann 28.

Mest frost mældist  -6,7 stig þann 2.

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð því í 0 daga.

Mesta snjódýpt mældist 21 cm þann 8.
Meðalhiti var: +0,6 stig.

Meðalhiti við jörð var -2,78 stig. (í febrúar 2010:-3,82 stig.)

Sjóveður:Sjóveður var nokkuð rysjótt í mánuðinum,en samt nokkrir góðir eða sæmilegir dagar inná milli.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. febrúar 2011

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2011.

Ávíkuráin ruddi sig í leysingunum 22/01 með jakaburði.
Ávíkuráin ruddi sig í leysingunum 22/01 með jakaburði.
1 af 2
Veðrið í Janúar 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var með breytilegum vindáttum fyrstu tvo dagana,síðan var Norðan og Norðaustanáttir með frosti og ofankomu fram til 18,enn þann 19 gerði suðlægar vindáttir með hláku og miklum leysingum,og snjó tók hratt upp,fram til 30.Mánuðurinn endaði síðan með allhvassri austanátt með snjókomu og kólnandi veðri.

Þann 6 og 7 gerði Norðaustan og Norðan hvassviðri og eða storm með ofankomu og miklu frosti.

Annars var oft allhvasst eða hvassviðri í mánuðinum.

Oft varð röskun á flugi til Gjögurs vegna veðurs í mánuðinum.

 
Dagar eða vikur.

1-2:Suðlægar eða breytilegar vindáttir kul,stinningsgola,þurrt þ.1 smá rigning þ.2 hiti frá -6 stigum uppí +8 stig.

3-4:Norðan og NV kul,stinningsgola,allhvass,snjókomuvottur þ.3,annars þurrt,hiti frá +3 stigum niðrí -3 stig,kólnandi.

5:Breytileg vindátt,snerist í NA stinningskalda seinnipartinn með snjómuggu um tíma,frost -0 til -7 stig.

6-7:Norðan hvassviðri eða stormur með éljum eða snjókomu,frost -3 til -12 stig.

8-17:Norðaustan kaldi en oftast allhvass,en hvassviðri þ.13,él,snjókoma eða slydda,hiti frá -7 stigum uppí +3 stig.

18:Breytileg vindátt kul eða gola,él,frost -1 til -5 stig.

19-30:Mest Suðvestan eða suðlægar vindáttir,stinningsgola og uppí allhvassan vind og jafnvel hvassviðri með köflum,él,skúrir eða rigning,hiti frá +10 stigum niðrí -1 stig frost.

31:Breytileg vindátt í fyrstu,gekk síðan í ANA allhvassan vind með snjókomu,hiti +1 stigi niðrí -1 stig.

 

Úrkoman mældist  83,2 mm.(í janúar 2010:26,4 mm.)

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist dagana 22 og 23:9,5 stig báða dagana.

Mest frost mældist þann 7:12,1 stig.

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga

Auð jörð því í  10 daga.

Mesta snjódýpt mældist 31 cm þann 18.
Meðalhiti var: +1,1 stig.

Meðalhiti við jörð -1,90 stig.(í janúar 2010:-1,96 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt sjóveður í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. janúar 2011

Heildarúrkoma árið 2010.

Úrkomumælirinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælirinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mæld úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2010 er sú minnsta síðan mælingar hófust þar 1995,eða 633,5 millimetrar.

Eins og sjá má á yfirliti yfir árið 2010 fór úrkoma í einum mánuði aldrei yfir hundrað millimetra en árið 2009 sem er innan sviga voru fimm mánuðir með úrkomu yfir hundrað millimetra,það er janúar,apríl,ágúst,nóvember og desember.

Er þetta því í fyrsta sinn sem úrkoman er fyrir neðan sjöhundruð millimetra á ársgrundvelli.

Úrkoman árið 2010 var 361,1 millimetri minni en árið 2009.

 

Árið-2010.            Árið-2009.           

Janúar:      26,4 mm.  (121,6)

Febrúar:    39,2 --.        ( 53,0)

Mars:          41,4 --.        ( 84,2)

Apríl:           43,6 --.       (121,2)

Maí:             46,3 -- .      ( 48,1)

Júní:            13,3 --.       ( 11,8)

Júlí:              63,1 --.      (  49,0)

Ágúst:          88,3 --.     (131,1)

September:43,6 --.     (  57,8)

Október:      97,2 --.      ( 94,5)

Nóvember: 68,8 --.     (111,6)

Desember: 62,3 --.     (110,7)

Alls 2010: 633,5 mm.Alls:994,6 mm.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. janúar 2011

Yfirlit yfir veðrið í Desember 2010.

Íshrafl kom á fjörur í desember.
Íshrafl kom á fjörur í desember.
1 af 2
Veðrið í Desember 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með frosti nema fyrsta dag mánaðar og var frost síðan framá 8,en þá fór hlýnandi og var nokkuð hlýtt fram til 14.Þann 15 snarkólnaði með Norðlægum áttum og fremur svalt fram til 26,en þá hlýnaði og var hiti oftast yfir frostmarki sem eftir var mánaðar.

Vestlægar vindáttir voru ríkjandi fram til 14,með SV hvassviðri þann 9 og þ,14.

Norðan hvassviðri eða stormur dagana 17 og 18,með snjókomu,éljum eða slyddu.

Þann 26 (annan í jólum)gerði suðaustan með miklum hlýindum og hvarf þá þessi litli snjór sem var á láglendi.

Úrkoman var frekar lítil í heild í mánuðinum 62,3 mm og mældist úrkoman mest af því á einum sólarhring eða 42,3 mm.

Mánuðurinn var mjög snjóléttur.

Hafís nálgaðist mikið Vestfirði strax í byrjun mánaðar og kom mjög nálægt landi.

Íshrafl sást á fjörum í Litlu-Ávík þann 18,og Borgarísjaki sást 22 og sást til 28,enn jakann rak í Austur og Suðaustur.Jón veðurathugunarmaður gaf jakanum nafnið Jóli.

 

Dagar eða vikur.

1:Suðvestan og Vestan kaldi eða stinningskaldi,þurrt í veðri,hiti +4 til +8 stig.

2-3:Breytilegar vindáttir gola,kul,þurrt í veðri,hiti frá +5 stigum niðrí -4 stig.

4:Vestlæg vindátt stinningsgola,þurrt,hiti frá -4 stigum uppí +3 stig.

5:Norðaustan gola eða stinningsgola síðan kul,lítilsháttar él um morguninn,hiti 0 stigum niðrí -4 stiga frost.

6-8:Vestlæg vindátt eða breytileg,kul,gola eða stinningsgola,að mestu þurrt,hiti frá -6 stigum uppí +5 stig,hlýnandi.

9:Suðvestan hvassviðri með stormkviðum,lítilsáttar skúrir,hiti +4 til +7 stig.

10-13:Mest Suðvestan eða breytilegar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,rigning þ,10 annars þurrt,hiti +3 til +9 stig.

14:Suðvestan hvassviðri með stormkviðum,lítilsáttar rigning,hiti +3 til +9 stig.

15-16:Norðan eða NV stinningsgola eða kaldi,þurrt í veðri,hiti frá +5 stigum niðrí -7 stig.

17-18:Norðan og NA hvassviðri eða stormur,snjókoma,él,slydda,hiti frá -3 stigum uppí +4 stig.

19-23:Norðan og NA stinningskaldi eða kaldi,hvassviðri um morguninn þ.22,snjóél,frost -0 til -9 stig.

24-25:Suðaustan kul,þurrt þ.24,snjókoma um kvöldið þ.25,frost -1 stig til -4 stig.

26:Austan og Suðaustan kaldi eða stinningskaldi,slydda,mikil rigning,með miklum hlýindum seinnihluta dags,hiti frá -2 stigum uppí +11 stiga hita.

27-30:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,allhvass,stinningskaldi eða stinningsgola,skúrir,rigning,eða él,hiti -1 til +8 stig.

31:Norðaustan og Austan kaldi,él um morguninn,hiti +1 stig niðrí -2 stig.

 

 

Úrkoman mældist 62,3 mm.(í desember 2009:110,7 mm.)

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti var þann 26.+11,2 stig.

Mest frost varð þann 23.-9,0 stig.

Alhvít jörð var í 6 daga.

Flekkótt jörð var í 10 daga.

Auð jörð því í 15 daga.

Mesta snjódýpt mældist 8 cm.22 og 23.

Meðalhiti við jörð -2,82 stig.(í desember 2009:-1,75 stig.)

Sjóveður:Allgott eða sæmilegt nema dagana 17-18-19-20-21 og 22,í Norðaustan hvassviðrunum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. desember 2010

Borgarisjakinn Jóli er horfinn.

Borgarísjakinn Jóli útaf Reyjanesströnd í gær.
Borgarísjakinn Jóli útaf Reyjanesströnd í gær.
Borgarísjakinn Jóli er nú horfinn,sást hvorki frá Reykjanesi hné Gjögurflugvelli eftir hádegið.

Það var mikil ferð á honum í gær og er hann sennilega komin langt inn í Húnaflóa.

Síðast  sást til hans útaf Reykjanesströndinni í gær og var þá um 8 km austur af Hyrnunni.

Skip tilkynnti um jakann til Veðurstofu Íslands eftir miðnætti í nótt og var hann þá á stað  66°00.5N 020°54.7V.og  rak hann í SA-átt á um það bil 0.5 sml á klukkustund. Og eru það síðustu upplýsingar um borgarísjakann Jóla.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. desember 2010

Jóli komin austur fyrir Reykjaneshyrnu.

Jóli í dag ca 8 km A af Reykjaneshyrnu.
Jóli í dag ca 8 km A af Reykjaneshyrnu.
1 af 2
Borgaísjakinn Jóli er nú á fleygiferð í vestanáttinni,var í gær um það bil 15 km NNA af Reykjaneshyrnu,enn var í dag kl:14:30 komin ca átta kílómetra austur fyrir Reykjaneshyrnuna,og virðist reka nokkuð hratt í ASA inn flóann.

Athugað verður með borgarísjakann Jóla á morgun ef veður og skyggni leifa.

Tvær myndir eru hér með fyrri myndin tekin í dag við eyðibýlið Reykjanes og seinni myndin í gær af Lambanestanganum við Litlu-Ávík.Þetta eru frekar slæmar myndir en fjarlægðin er líka nokkur.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. desember 2010

Borgarísjakinn Jóli hefur færst austar.

Landhelgisgælan útbjó kort sem sýnir staðsetningu borgaríssins.
Landhelgisgælan útbjó kort sem sýnir staðsetningu borgaríssins.
1 af 2
Í dag fór Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður að athuga betur með borgarísjakann sem sést hefur frá Litlu-Ávík,raunar úr eldhúsglugganum enn sást ekki þaðan um hádegið.

Farið var út á Lambanestanga og aðeins uppí Reykjaneshyrnu með sjónauka.

Borgarísjakinn er núna um það bil 15 km NNA af Reykjaneshyrnu og hefur færst austar,íshrafl er í kringum jakann sem gæti verið hættulegt skipum og bátum.

Jón hefur gefið þessum borgarísjaka nafnið Jóli,enda sást hann fyrst þann 22 desember,og búin að vera yfir jólin.

Mjög sjaldgæft er að borgarís sé á Húnaflóa í desember en aftur á móti algengt í ágúst og september.
Fyrri myndin er af borgarísjakanum þann 22 desember,en síðari myndin er kort frá Landhelgisgæslu Íslands sem þar var útbúið í ísflugi í dag.Kortið er af hafísvef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. desember 2010

Hitabylgja og mikil úrkoma.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Það var aldeilis hitabylgja sem gekk yfir Strandir í dag.

Hitinn náði 11,2 stigum í dag á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í Árneshreppi og virðist það hafa verið næst mesti eða þriðji mesti hiti á landinu í dag,en á Hvanneyri mældist mesti hiti í dag 11,8 stig,og eitthvað svipað á Siglufirði,(vantar nákvæma tölu).

Nú í kvöld og nótt á að kólna aftur.

Úrkoman var líka mjög mikil á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í dag, mældist 42,3 mm síðasta sólarhring eða frá kl 18:00 í gær og til kl 18:00 í dag.

Þetta er meir en helmings úrkoma í desember undir venjulegum kringumstæðum,en frekar lítil úrkoma hefur verið það sem af er desember.

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón