Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. janúar 2012

Úrkomumet árið 2011.

Úrkoman var mikil á árinu 2011.Úrkomumælir.
Úrkoman var mikil á árinu 2011.Úrkomumælir.
Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík hefur aldrei mælst eins mikil og á nýliðnu ári (2011),eða 1153,8 mm. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra fyrr á einu ári. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjöhundruð millimetrum á ársgrundvelli. Fjóra mánuði í röð fór úrkoman 2011 yfir hundrað millimetra og tvívegis rétt undir 200 mm. Munurinn á úrkomu ársins 2010 og 2011 er 520,3 mm.

Hér fer á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,til ársins 2011: 1995. (358,3 mm) frá ágúst til desember. 1996. (778,0 mm). 1997. (914,9 mm). 1998. (892,9 mm). 1999. (882,0 mm). 2000. (743,8 mm).2001. (722,6 mm). 2002. (827.4 mm). 2003. (883,0 mm). 2004. (873,9 mm).2005. (763,3 mm). 2006. (993,2 mm). 2007. (972,0 mm). 2008. (864,1 mm). 2009. (994,6 mm). 2010. (633,5 mm). 2011.(1153,8 mm).

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. janúar 2012

Yfirlit yfir veðrið í Desember 2011.

Séð austur til Reykjaneshyrnu frá Norðurfirði.22-12-2011.
Séð austur til Reykjaneshyrnu frá Norðurfirði.22-12-2011.

Veðrið í Desember 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru mest ríkjandi frá byrjun mánaðar með talsverðu frosti fram til sjötta,en síðan voru umhleypingar suðlægar áttir eða hafáttir,oftast með talsverðu frosti. Spilliblota gerði í mánuðinum 11. til 14. og gerði þá mikla hálku.

Mjög hált var á vegum í mánuðinum. Talsverður snjór var komin á jörð seinnihluta mánaðar,og er mikill hluti þessa snjós sem hefur skafið niðri byggð í SV skafrenningi. Mánuðurinn var mjög kaldur í heild. Mjög mikil haglél voru í um rúman hálftíma um miðjan dag með miklum kviðum í ANA átt,fimmtudaginn 8. desember,sem yfirleitt er lítið  um á þessum slóðum,höglin hafa verið í um 6 mm til 1 cm í þvermál.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Breytilegar vindáttir andvari kul eða gola,snjókoma um morguninn,frost -3 til -7 stig.

2-6:Austan og NA,kul,gola,stinningsgola eða kaldi en stinningskaldi þ.4, snjókoma eða él,frost -0 til -7 stig.

7:Sunnan eða SV,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,frost frá -3 til -8 stig.

8-15:Austlægar eða norðlægar vindáttir,mest kaldi,stinningskaldi og uppí allhvassan vind,þurrt dagana 10 og 11,smá skúrir þann 12,annars él eða snjókoma,hiti frá +4 niðri -8 stig.

16-20:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola,en oftast kaldi en allhvass þ.20.16 og þurrt í veðri þ.17, annars lítilsáttar snjókoma,rigning eða él,hiti frá -7 stigum uppí +5 stiga hita.

21:Austlæg vindátt,andvari eða gola,snjókoma seinni hluta dags,hiti frá +1 til -3 stig.

22-23:Suðvestan stinningsgola eða kaldi,snjókoma og skafrenningur,hiti -4 til +1 stig.

24:Austan og síðan NV,snjókoma og síðan él,hiti 0 til -3 stig.

25-27:Suðvestann eða S,gola,stinningsgola eða kaldi,snjókoma eða él,skafrenningur,þurrt þ.27.hiti frá +0,5 niðri -7,5 stig.

28-29:Austlæg vindátt,andvari en mest gola,þurrt þann.28, en snjókomuvottur þ.29,hiti +1 stigi niðri -3 stig.

30-31:Sunnan eða SA kul,gola eða stinningsgola,snjókoma,slydda,NA og snjókoma um miðnætti gamlárskvölds,hiti +4 til -3 stig.

 

Úrkoman mældist: 68,3 mm. (í desember 2010:62,3 mm.)

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 19:+5,0 stig.

Mest frost mældist þann 9: -7,8 stig.

Alhvít jörð var í 29 daga.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist 45 cm þann 27.
Meðalhiti var: -1,6 stig.

Meðalhiti við jörð var -5,26 stig. (í desember 2010:-2,82 stig.)

Sjóveður: Rysjótt sjóveður í mánuðinum. En mjög slæmt dagana 13 og 14.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. desember 2011

Póstferð í hagléljum.

Mynd úr myndasafni.Snjókoma.
Mynd úr myndasafni.Snjókoma.
Jón G Guðjónsson póstur hefur aldrei lendt í öðrum eins hagéljum í póstferðum sínum eins og í gær.

Jón sótti póst norður til Norðurfjarðar og fór með út á flugvöllinn á Gjögri um 13:25 í gær og beið þar eftir áætlunarvélinni til að taka póst sem kom að sunnan í hægri austlægri vindátt,en flugvélin kom um tvö leitið,síðan var farið til baka norður með póstinn og Edda og Jón sorteruðu póstinn að venju og þegar  pósturinn var borinn úti í bíl var komið mikið él. Síðan hélt Jón til að dreifa póstinum á bæina,en voru él,en það var ekki fyrr enn komið var í Trékyllisvík að haglél dundu svo yfir bílinn og út Hraun og alla leið til Gjögurshálsa sem haglélin voru svo mikil og dimm,að eins og skotárás væri á bílinn,í verstu hryðjunum sem voru um þrjár, Jón stóð fastur á bremsunum í dimmistu éljunum og ,og gleymdi myndavélinni sem var í farþegasætinu fram í,til að taka mynd af höglunum gegnum gluggann á bílnum. Maður gleymir bara öllu undir svona aðstæðum nema að hugsa um sjálfan sig og farkostinn sinn,segir Jón. Jón Guðbjörn sem er veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík segist aldrei hafa séð önnur eins haglél fyrr á ævi sinni þótt hann hafi séð nokkuð stór haglél áður. Um leið og heim var komið var tilkynnt um þessi miklu haglél til spádeildar Veðurstofu og síðar í gegnum gagnabrunn Veðurstofu í skriflegu formi.

Þarna slapp flug rétt svo vegna veðurs eins og oft hefur skeð.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. desember 2011

Yfirlit yfir veðrið í Nóvember 2011.

Talsvert frost var síðustu daga mánaðar.
Talsvert frost var síðustu daga mánaðar.

Veðrið í Nóvember 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Mánuðurinn byrjaði með Norðaustan og Norðan hvelli fram til þriðja,með snjókomu eða éljum og síðan rigningu. Síðan voru mest suðlægar vindáttir fram til 22,og með nokkrum hlýindum miðað við árstíma. Síðan voru breytilegar vindáttir oftast hægur vindur en með nokkru frosti. Þann 28 snerist til Norðaustanáttar og síðan í Norðan hvassviðri og storm með snjókomu og frosti. Mánuðurinn endaði síðan austan hægviðri með frosti. Stormur var af suðri um kvöldið þann 7.og fram á morgun þann 8.Vindur náði þá meir en 12 vindstigum eða 40 m/s í kviðum. Úrkoman í mánuðinum var talsverð.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3:Norðaustan eða N stormur,hvassviðri,allhvass,en NNV gola um kvöldið þ.3 snjókoma eða él,síðan rigning og súld,hiti frá -3 stigum upp í +5 stig.

4:Vestlæg vindátt kul eða gola,súld og þokuloft,hiti +4 til +5 stig.

5-7:Suðvestan og Sunnan,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,skúrir,síðan rigning,hiti +1 til +6 stig.

8:Sunnan stormur,hvassviðri síðan gola um kvöldið,lítilsháttar skúrir,hiti +4 til +14 stig.

9-17:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul,gola,stinningsgola,kaldi. Rauk upp í hvassviðri um tíma um kvöldið þann 10,rigning eða súld,þurrt þ.15,hiti +2 uppí +12 stig.

18-19:Norðaustan eða austlæg vindátt,stinningsgola síðan gola,þokuloft,þurrt þ.18,en súld þ.19 hiti frá + 3 stigum uppí +6 stig.

20-22:Sunnan eða SSV,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,lítilsháttar skúrir,þurrt þ.22,hiti frá +0 til +8 stig.

23:Norðaustan kaldi í fyrstu síðan stinningsgola,en SSV gola um kvöldið,rigning,slydda,hiti +1 til +4 stig.

24-27:Suðlægar vindáttir eða breytilegar,logn,andvari eða gola,él þ.27,annars þurrt,hiti frá +2 stigum niðri -5 stig.

28-29:Norðaustan eða Norðan hvassviðri eða stormur,snjókoma,hiti frá +2 stigum niðri -5 stiga frost.

30:Austlæg vindátt,stinningsgola síðan gola,smá él um morguninn,frost -4 til -6 stig.

Úrkoman mældist 100,7 mm. (í nóvember 2010:68,8 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist 12,4 stig þann 15.

Mest frost mældist -5,5 stig þann 30.

Alhvít jörð var í 4 daga.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð því í 25 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 29 og 30 = 5 cm.
Meðalhiti var:+3,0 stig.

Meðalhiti við jörð var +0,21 stig.(í nóvember 2010:-1,91 stig.)

Sjóveður:Mjög slæmt eða ekkert sjóveður 1-2 og 3 og einnig 28-29 og 30.Annars sæmilegt eða ágætt sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. nóvember 2011

Yfirlit yfir veðrið í Október 2011.

Oft var mikill sjór í mánuðinum.
Oft var mikill sjór í mánuðinum.

Veðrið í Október 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði þann fyrsta með Suðvestan roki sem gekk niður aðfaranótt 2. Síðan var mjög umhleypingasamt yfirleitt.

Þann 16 og 17 gerði NA og N áhlaup rigningu og síðan slyddu,það veður var gengið niður þann 18. Síðan voru suðlægar vindáttir 18 til 21. Síðan voru hafáttir út mánuðinn,og endaði mánuðurinn með NA hvassviðri. Mánuðurinn var

umhleypingasamur í heild og mjög úrkomusamur.Vindur náði meir en 12 vindstigum eða 39 m/s þann 1. í kviðum.

Alhvít jörð á láglendi var fyrst talin þann 7.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Suðvestan rok,stormur síðan hvassviðri,rigning og síðan skúrir,hiti 7 til 9 stig.

2:Suðaustan í fyrstu síðan breytileg vindátt,kaldi,stinningsgola,síðan gola,rigning,hiti frá 9 stigum niðri 7 stig,kólnandi.

3-6:Norðaustan og síðan Norðan,kaldi og uppí hvassviðri þ.5,vindur datt síðan niður þ.6,rigning,slydda,hiti frá 5 stigum og niðrí 1 stig.

7:Breytileg vindátt með andvara eða kuli,snjókoma um tíma,hiti -0,3 stigi uppí +2 stig.

8-12:Umhleypingasamt Suðvestlægur til Austlægra vindátta,
kul,kaldi,allhvass,snjókoma,slydda,rigning,él,hiti -2 til +9 stig.

13-15:Suðlægar vindáttir stinningsgola,kaldi og stinningskaldi,rigning eða skúrir,hiti +4 til +13 stig.

16-17:Norðaustan og síðan Norðan,allhvasst,hvassviðri,stormur og rok,rigning,slydda,hiti +2 til +6 stig.

18:Norðan í fyrstu síðan Vestlægur,kaldi,stinningsgola,þurrt í veðri,hiti frá -1,4 til +2 stig.

19-21:Sunnan og SV gola eða stinningsgola,þurrt þ.19 annars rigning eða skúrir,hiti frá -1 stigi til +7 stig.

22-Norðan og NA gola,stinningsgola,kaldi og stinningskaldi en allhvass og hvassviðri síðustu þrjá daga mánaðar,él,snjókoma,skúrir slydda,hiti frá -0 stigum uppí +6 stig.

 

Úrkoman mældist 194,4 mm. (í október 2010=97,2 mm).

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti var 13,5 stig þann 13.

Mest frost var -1,9 stig þann 12.

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 6 daga.

Auð jörð því í  23 daga.

Mesta snjódýpt mældist 2 cm þann 10.
Meðalhiti var: +3,7 stig.

Meðalhiti við jörð +1,25 stig.(í október 2010= +2,25 stig).

Sjóveður:Oftast slæmt eða mjög slæmt sjóveður í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. október 2011

Yfirlit yfir veðrið í September 2011.

Örkin.Fyrsti snjór haustsins í fjöllum var 7 september.
Örkin.Fyrsti snjór haustsins í fjöllum var 7 september.
1 af 2

Veðrið í September 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með breytilegum vindáttum og hægum vindi og hlýju veðri síðan fór kólnandi með hafáttum og úrkomusömu veðri fram til 14.Síðan loks suðlægar vindáttir með hlýrra veðri aftur fram til 19.Eftir það kólnaði aftur með hafáttum.Þann 30 gerði Sunnan hvassviðri eða storm með mjög miklum kviðum,og var mjög hlýtt í veðri seinnipartinn.

Vindur náði 37 m/s í kviðum þann 30.eða 12 gömlum vindstigum.

Gífurleg úrkoma var aðfaranótt sunnudagsins 4 september eða 70,1 mm eftir 15 tíma mælingu.

Mjög úrkomusamt var í mánuðinum í heild.

Fyrsti snjór í fjöllum varð þann 7.

Fyrsta næturfrost mældist að morgni þann 10.

Fé kom vænt af fjalli og er fallþungi dilka allgóður.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Breytilegar vindáttir andvari,kul síðan gola,úrkomuvottur og þoka með köflum,hiti 8 til 14 stig.

2-8:Mest Norðan eða NV,stinningsgola,kaldi en allhvass þ.7 og 8,rigning eða súld,en þurrt ,þ.8.Mjög mikil rigning eða úrfelli aðfaranótt sunnudagsins 4 september.Hiti frá 2 stigum uppí 8 stig.

9-10:Breytilegar vindáttir,kul eða gola,heiðskírt eða léttskýjað,þurrt í veðri,frost frá -1,5 stigi uppí +6 stiga hita.

11-13:Norðaustan kaldi og stinningskaldi og síðan N,stinningsgola og síðan kul,lítilháttar úrkoma,hiti 3 til 6 stig.

14-20:Suðlægar eða breytilegar vindáttir kul,gola eða stinningsgola,þurrt 14 og 17 annars lítilsháttar rigning,súld eða skúrir,hiti 2 til 13 stig.

21-22:Norðvestan gola eða stinningsgola,lítilsáttar súld eða rigning með köflum,hiti 4 til 7 stig.

23:Breytileg vindátt andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti 2 til 7 stig.

24:Norðaustan kaldi og stinningskaldi,súld,hiti 4 til 7 stig.

25-29:Norðvestan eða Norðan gola,stinningsgola en allhvass af NA um kvöldið þ.28,súld eða rigning,hiti 3 til 7 stig.

30:Breytileg vindátt með andvara eða kuli í fyrstu síðan Sunnan hvassviðri eða stormur með miklum kviðum seinnipartinn og um kvöldið,rigning,skúrir,hiti 6 til 14 stig.

 

Úrkoman mældist:181,3 mm. (í september 2010: 43,6 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti:+13,6 stig þann 30.

Mest frost:-1,5 stig aðfaranótt 10.
Meðalhiti var: +6,2 stig.

Meðalhiti við jörð var +3,58 stig.(í september 2010: +5,48 stig.)

Sjóveður:Nokkuð rysjótt en mjög góðir eða sæmilegir dagar á milli.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. september 2011

Fyrsti snjór í fjöllum.

Krossnesfjalls séð frá Litlu-Ávík.Mynd tekin um kl.16:30 í gær og snjó farin að taka aftur talsvert upp,en haugasjór.
Krossnesfjalls séð frá Litlu-Ávík.Mynd tekin um kl.16:30 í gær og snjó farin að taka aftur talsvert upp,en haugasjór.
1 af 3
Í gær kólnaði aldeilis á Ströndum og víðar á norðurlandi þegar fyrsta alvöru kuldalægðin kom að norðaustanverðu landinu.

Strax í gær um hádegið voru fjöll orðin flekkótt niðrí allt að hundrað metra því á tímabili var flekkótt á svonefndu Reiðholti (þar sem fjarskiptastöð Símans er í Litlu-Ávíkurlandi við Reykjaneshyrnu). Klukkan 12:00 var hitinn komin niðrí 2,6 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og vindur NNV 10 m/s og talsverð slydda.(á Gjögurflugvelli 2,7 stig).Síðan kólnaði áfram talsvert því hiti á Sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli var 1,7 stig kl.14:00.Eftir það fór hitinn að skríða uppávið aðeins aftur og var hitinn komin rétt yfir 3 stig kl 18:00  á stöðinni í Litlu-Ávík og Gjögurflugvelli litlu minni.Um hálf fimm í gær stytti upp og engin úrkoma var í nótt,en úrkoman í gærdag frá 09:00 til 18:00 var 10,3 mm.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 4. september 2011

Gífurleg úrkoma í nótt.

Það mældist 70,1 mm eftir nóttina í Litlu-Ávík.
Það mældist 70,1 mm eftir nóttina í Litlu-Ávík.

Það var gífurleg úrkoma í Árneshreppi frá í gærkvöld og fram á morgun.Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist úrkoman frá klukkan 18:00 í gær og til klukkan 09:00 í morgun eða á fimmtán tímum 70,1 mm,og er það langmesta úrkoma sem mælst hefur í Litlu-Ávík eftir 15 tíma eða eina nótt.

Samkvæmt gagnabrunni Veðurstofu Íslands var næstmesta úrkoman á Sauðanesvita 9,7 mm.

Mjög kalt var líka á Ströndum í nótt,kaldast á Hornbjargsvita 3,7 stig og á Gjögurflugvelli 4,1 stig og í Litlu-Ávík 4,4 stig.

Ekki hefur fréttamaður haft spurnir af hvort vegir hafi skemmst í þessum vatnavöxtum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. september 2011

Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2011.

Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum.
Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum.
Veðrið í Ágúst 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og þurru veðri fyrsta dag mánaðar, aðfaranótt  3 var engu líkara en allar flóðgáttir himins hafi opnast,og síðan var úrkoma fram á áttunda.Þann níunda létti til með breytilegum vindáttum og þurru veðri fram til 13,eftir það var Norðan með mikilli rigningu eða súld fram á 16.Frá 17 voru breytilegar vindáttir og hægviðri,síðan NA stinningsgola.Loks þann 27,snérist til suðlægra vindátta með hlýindum út mánuðinn.

Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum eða 109,4 mm af heildarúrkomu mánaðarins sem var 138,6 mm.

Fyrrislætti lauk loks hjá bændum í Árneshreppi um 12 eða 13 ágúst.Einhver seinnisláttur var seinna í mánuðinum hjá nokkrum bændum.Heyföng urðu sæmileg fyrir rest.

Berjaspretta er talin mjög léleg.


Yfirlit dagar eða vikur.

1-2:Norðaustan eða Austan,stinningsgola eða kaldi,rigning þ.2 þurrt þ.1 hiti 9 til 11 stig.

3-8:Norðan og NV gola og stinningsgola,úrfelli aðfaranótt þ.3, rigning,súld og þokuloft,hiti 5 til 10 stig.

9-12:Breytilegar vindáttir andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 3 til 13 stig.

13-16:Norðan eða NV kaldi, oft mikil rigning, súld, hiti 5 til 9 stig.

17-23:Breytilegar vindáttir eða hafáttir andvari,kul eða gola,þurrt 17 og 21,annars rigning eða súld,hiti 4 til 11 stig.

24-26:Norðaustan stinningsgola eða kaldi síðan gola þ.26, súld þ.25,annars þurrt,hiti 5 til 9 stig.

27-31:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul,gola,en stinningskaldi þ.28,rigning eða skúrir,þurrt þ.29,hiti 5 til 17 stig.

 

Úrkoman mældist  138,6 mm.(í ágúst 2010: 88,3 mm.)

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 30: 17,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 10: 2,8 stig.
Meðalhiti var: +8,2 stig.

Meðalhiti við jörð var +6,16 stig. (í ágúst 2010: +7,7 stig.)

Sjóveður:Leiðinlegt sjóveður 1 til 6 og slæmt 14,15 og 16,síðan sæmilegasta sjóveður og afmuna gott síðustu daga mánaðar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. ágúst 2011

Mikil úrkoma.

Flæðir upp að úrkomumæli.
Flæðir upp að úrkomumæli.
1 af 3
Mikið hefur rignt hér á Ströndum síðan á sunnudagskvöld.Norðanátt hefur verið og síðan Norðvestan með kalda súld í fyrstu síðan mikilli rigningu.Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist úrkoman eftir nóttina í nótt 30,2 mm, og frá kl 18:00 á sunnudag til kl 09:00  í morgun  hafa mælst samtals 66,8 mm og er það að slaga uppí meðaltals úrkomu í ágúst.Nú í morgunsárið er að draga loks úr úrkomunni og orðin meiri súld.Einnig rigndi mikið aðfaranótt þriðja ágúst þegar úrkoman mældist 39,0 mm eftir nóttina.

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Tekin grunnur 22-08-08.
  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
  • Spýtan og súlan eftir.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
Vefumsjón