Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júlí 2011

Yfirlit yfir veðrið í Júní 2011.

Það snjóaði síðast niðurundir byggð þann 15 júní.
Það snjóaði síðast niðurundir byggð þann 15 júní.
Veðrið í Júní 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu daga mánaðar var vindur vestlægur,síðan Norðan og NA út mánuðinn,nema síðasta dag mánaðar,með úrkomu,slyddu snjóéljum rigningu og súld og þokulofti.Hiti komst í 10 til 11 stig dagana 3 og 4,annars mjög svalt.Snjó og slydduél voru dagana 8 og 15 og snjóaði þá niður undir byggð.Slydda var um tíma þann 10.Mánuðurinn endaði síðan á síðasta degi mánaðarins með austlægri vindátt og léttskýjuðu veðri með ágætis hita loks.Tún hafa síðustu daga mánaðar tekið við sér á ný og aðeins farin að spretta.Einnig er úthagi farin að lagast.Eins og sjá má á meðalhita við jörð var mánuðurinn mjög kaldur.

Það mætti halda að verið væri að lýsa september veðri enn ekki júní veðri.

Dagar eða vikur:

1:Norðvestan og N gola,súldarvottur og þokuloft,hiti 5 til 7 stig.

2-4:Suðvestan stinningsgola,kaldi en allhvass þ.4. skúrir þ.3,annars þurrt,hiti 4 til 11 stig.

5-6:Norðvestan eða N gola,kaldi síðan stinningsgola,rigning, þurrt þ. 6.Hiti 3 til 7 stig.

7-29:Norðan og NA ,gola,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,snjó eða slydduél,slydda,súld eða rigning,oft þokuloft,hiti frá 0,2 stigum uppí 8 stig,enn oftast á milli 4 til 6 stig.

30:Austlæg vindátt, andvari eða kul og léttskýjuðu veðri hiti 3 til 11 stig.

Úrkoman mældist 57,3 mm. (í Júní 2010: 13,3 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 30. 11,1 stig,og þann 4. 11,0 stig

Minnstur hiti mældist þann 7. 0,2 stig.
Meðalhiti var: +4,9 stig.

Meðalhiti við jörð var +3,37 stig. (í júní 2010: +5,76 stig.)

Sjóveður:Var nokkuð rysjótt enn margir góðir eða sæmilegir dagar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. júní 2011

Snjóaði í fjöll í nótt.

Snjór náði niðurundir láglendi í morgun.
Snjór náði niðurundir láglendi í morgun.
Í morgun á veðurstöðinni í Litlu-Ávík bæði kl sex og klukkan níu voru gefin upp snjóél,og náði snjór niður í ca 100 metra hæð yfir sjávarmál í fjallinu Örkinni.

Hitinn var á stöðinni kl 06:00 2,2 stig og kl 09:00 2,4 stig og hafði hitinn farið niðrí 1,8 stig um nóttina.

Oft hefur snjóað niðrí byggð um 17 júní hér í Árneshreppi þótt það sé ekki árviss viðburður.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. júní 2011

Kuldaboli-Snjór og Slydda.

Snjór náði að morgni 9 júní niður að Gíslabala sem er við fjallsrætur Arkarinnar.
Snjór náði að morgni 9 júní niður að Gíslabala sem er við fjallsrætur Arkarinnar.
Það hefur verið kalt í veðri sem af er júní hiti frá 0 stigum og rétt komist í 10 stig við bestu skilyrði þegar léttskýjað hefur verið og sólin hefur fengið að njóta sín.

Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík þegar veðurathugunarmaður fór út fyrir fyrir sex í morgun að lesa af mælum var 2,4 stiga hiti og snjóél að ganga yfir,og snjór náði niður að Gíslabala sem var smá hjáleiga í Litla-Ávíkurlandi sem stendur við fjallsrætur Arkarinnar.Síðan hefur verið slydda með köflum,en virðist vera að snúa sér í éljagang aftur.

Minnstur hiti sem af er júní á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist að morgni 7.júní  O,2 stig.

Annars er veðurspáin þessi frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra þessi:

Vaxandi norðanátt, 10-15 og dálítil rigning eða slydda síðdegis, en snjókoma eða slydda í kvöld. Lægir í fyrramálið, en aftur vaxandi norðaustanátt síðdegis og rigning með köflum. Hiti 1 til 5 stig en 4 til 10 stig á morgun.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. júní 2011

Yfirlit yfir veðrið í Maí 2011.

Séð til Norðurfjarðar að morgni 22-05-2011.
Séð til Norðurfjarðar að morgni 22-05-2011.

Veðrið í Maí 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og oftast hægum vindi enn fremur svölu veðri fram til 16. Þann 17 gekk hann í Norðaustanátt og síðan Norðan,og hret gerði frá 20 sem stóð fram til 24. Síðan hafáttir með frekar svölu veðri.Ræktuð tún farin að takavið sér,(grænka) um 5. maí og úthagi farin að koma til eftir 10. þrátt fyrir svalt veður. Þetta gekk allt til baka aftur í hretinu nema að ræktuð tún tóku strax við sér aftur þegar hlýnaði aðeins aftur eftir hretið. Mánuðurinn var kaldur og úrkomusamur í heild. Lambfé sett út á tún um viku seinna enn venjulega vegna kuldans og gróðurleysis.

Dagar eða vikur:

1-7:Norðan eða NV andvari kul eða gola,rigning eða súld,þurrt í veðri  5-6. og 7,þokuloft,hiti 1 til 7 stig.

8-9:Norðaustan gola,stinningsgola eða kaldi,súld mikil rigning um tíma þ. 9. hiti 4 til 7 stig.

10-16:Norðan eða NV kul,gola eða stinningsgola,súld,rigning eða skúrir,hiti 1 til 8 stig.

17-24:Norðaustan stinningsgola eða kaldi í fyrstu síðan stinningskaldi enn allhvass 19 og 20-21og 23. rigning,slydda,él.Hiti frá +6 stigum niðri -2 stig.

25-31:Norðan og NA gola,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,rigning,súld,skúrir eða él,hiti frá -0 stigum upp í +7 stig.

Úrkoman mældist 85,3 mm. (maí 2010:46,3 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 15: +8,5 stig.

Mest frost mældist þann 17: -1,8 stig og þann 21: -1,6 stig.

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 26 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 22. 3 cm.
Meðalhiti var: +3,5 stig.

Meðalhiti við jörð var +1,44 stig. (maí 2010:+1,46.)

Sjóveður:Gott eða sæmilegt fram í miðjan mánuð síðan mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. maí 2011

Mikil úrkoma eftir nóttina.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Mikið hefur rignt í nótt og í morgun og enn rignir mikið.

Úrkoman mældist 34,0 mm á veðurstöðinni í Litlu-Ávík frá kl.18:00 í gær og til kl.09:00 í morgun.

Mun þetta vera næstmesta úrkoma sem mælst hefur þar eftir 15 tíma,síðan mælingar hófust þar 1995.

Og var þetta næstmesta úrkoma sem mældist á landinu í nótt en mest var hún í Vík í Mýrdal 36,9 mm.

Jörð er á floti og margir nýir lækir myndast.

Það mun draga úr úrkomu í dag eftir veðurspá Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. maí 2011

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2011.

Þak af litlu sumarhúsi fauk af í heilu lagi.
Þak af litlu sumarhúsi fauk af í heilu lagi.
1 af 3
Veðrið í Apríl 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með breytilegum vindáttum fyrstu daga mánaðar síðan voru ríkjandi suðvestanáttir eða suðlægar með frosti eða hita á víxl.Enn orðið sæmilega hlýtt síðustu viku mánaðar.

Foktjón varð í sunnan og suðvestan ofsaveðri þann 10 apríl um kvöldið,þak fauk af í heilu lagi  af sumarhúsi í Norðurfirði og húsið skekktist til á grunni  veggir skemmdust og allar rúður brotnuðu.

Í Kaupfélagshúsunum í Norðurfirði brotnuð nokkrir gluggar og ýmislegt fauk þar til.

Vindur náði 12 vindstigum (eldra mæligildi) þann 10. í kviðum,eða 49 M/S.

Dagar eða vikur:

1-5:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,rigning súld,slydda,snjókoma,þurrt 3. og 4.hiti frá -3 stigum uppí +5 stig.

6-9:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul,gola eða stinningskaldi,en hvassviðri um tíma þann 7.rigning eða skúrir,hiti +2 til +13 stig.

10:Sunnan og síðan SV stinningskaldi í fyrstu síðan ofsaveður eða fárviðri um kvöldið,rigning,skúrir,slydda,hiti frá +4 til +9 stig.

11-23:Suðvestan eða suðlægar vináttir,kaldi en oftast stinningskaldi,él,snjókoma,skúrir eða rigning,hiti frá-5 stigum uppí +10 stig.

24:Sunnan og SV,kaldi í fyrstu síðan hvassviðri með stormkviðum,rigning,skúrir,hiti +3 til +6 stig.

25:Breytileg vindátt,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti -1 stig uppí +5 stig.

26-27:Sunnan stinningskaldi síðan kaldi,skúrir,hiti +4 til +9 stig.

28-29:Suðaustan gola,stinningsgola eða kaldi,rigning eða skúrir,hiti +3 til +9 stig.

30:Breytileg vindátt andvari eða kul,rigning,hiti +3 til +8 stig.

Úrkoman mældist 75,8 mm.(í apríl 2010:43,6 mm.)

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist þann 9: 13,0 stig.

Mest frost mældist þann 19:-4,9 stig.

Alhvít jörð var í 9 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð því í 9 daga.

Mesta snjódýpt mældist 20 cm þann 2.
Meðalhiti var: +3,5 stig.

Meðalhiti við jörð var +0,16 stig.  (í apríl 2010: -1,49 stig.)

Sjóveður:Að mestu sæmilegt eða gott,nema í hvassviðrunum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. apríl 2011

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2011.

Vindmylla á Gjögri kengbognaði í veðrinu 14 mars.
Vindmylla á Gjögri kengbognaði í veðrinu 14 mars.
1 af 4
Veðrið í Mars 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Suðvestanáttum eða Suðlægum fram til 8.mánaðar,síðan Norðan og NA fram til 11.með nokkru frosti.

Síðan gerði Suðvestanáttir aftur fram til 18.Síðan voru Suðvestanáttir eða Austlægar vindáttir á víxl,síðustu daga mánaðar var hægviðri með breytilegum vindáttum.Mánuðurinn var mjög kaldur í heild.

Þann 3. gerði Suðvestan hvassviðri og eða storm með miklum kviðum uppí 31 m/s.

Þann 6 gerði einnig Suðvestan hvassviðri og eða storm og rok með kviðum allt uppí 30 m/s.

Norðan hvassviðri var þann 10.með mjög dimmum éljum.

Þann 14 gerði Suðvestan storm,rok og ofsaveður kviður fór allt uppí 46 m/s og á Gjögurflugvelli mældist kviða í 51m/s.

Tjón varð í Suðvestan veðrinu þann 14,gömul hlaða fauk við Víganes og á Grænhóli fauk járn af hlöðu og gafl.Á Gjögri kengbognaði gömul vindmilla.Foktjón varð einnig á Norðurfirði,þar sem rúður brotnuðu og gámar fuku á geymslusvæði við bryggjuna þar.

Vindur náði 12 vindstigum (eldra mæligildi) í kviðum þann 14 mars.

 

Dagar eða vikur.

1-2:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,allhvass í fyrstu síðan stinningskaldi og kaldi,él,hiti -2 til +3 stig.

3:Suðvestan hvassviðri eða stormur með stormkviðum,rigning,skúrir,hiti +2 til +7 stig.

4:Suðvestan og Vestan allhvass í fyrstu síðan stinningskaldi en gola um kvöldið,þurrt,hiti frá +3 stigum niðrí -2 stig.

5:Austan og Suðaustan kul,stinningsgola,en Sunnan allhvass um kvöldið,snjókoma,slydda,rigning,hiti -6 til +6 stig.

6-8:Suðvestan hvassviðri með storméljum þ.6 enn allhvass og síðan hægari,snérist í NNA um kvöldið þ.8,él,hiti frá +7 stigum niðrí -6 stig.

9-11:Norðan og NA,hvassviðri þ.10,annars allhvass eða hægari,él,frost frá -3 stigum í -7 stig.

12-13:Suðvestan gola,kaldi en allhvass um kvöldið þann 13.frost frá -8 stigum uppí +2 stiga hita.

14:Suðvestan stormur,rok,ofsaveður eða fárviðri,slydda og síðan rigning,hiti +1 til +8 stig.

15:Suðvestan hvassviðri með miklum storméljum,frost -3 til -6 stig.

16-18:Suðvestan eða V,kaldi,stinningsgola síðan gola,snjókoma eða él,þurrt þ.17,frost -3 til -12 stig.

19-20:Norðvestan og NA kaldi,en breytileg vindátt með golu þ.20,él,snjókoma,frost -4 til -9 stig.

21-23:Suðvestan stinningsgola,allhvass síðan gola eða stinningsgola,él og skafrenningur,frost frá -0 til -7 stig.

24-25:Austlæg eða breytileg vindátt kul eða gola,snjókomuvottur þ.24,þurrt þ.25,frost frá -7 stigum uppí +3 stig,hlýnandi.

26-27:Suðvestan og V,allhvasst í fyrstu síðan stinningsgola eða gola,hiti frá +1 stigi til + 8 stig.

28-31:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul,gola eða stinningsgola,snjókoma,slydda,rigning,þokuloft þ.31,hiti frá -1 stig uppí +6 stig.

 

Úrkoman mældist 63,8 mm.(í mars 2010:41,4 mm.)

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 26:+8.0 stig.

Mest frost mældist þann 17:-11,6 stig.

Alhvít jörð var í 22 daga.

Flekkótt jörð var í 9 daga.

Auð jörð því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist 31 cm þann 23.
Meðalhiti var: -1,6 stig.

Meðalhiti við jörð var -4,96 stig. (í mars 2010:-1,01 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt fram yfir miðjan mánuð en síðan allsæmilegt eða gott síðari hluta mánaðar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. mars 2011

Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2011.

Séð til Drangajökuls frá Litlu-Ávík.19-02-2011.
Séð til Drangajökuls frá Litlu-Ávík.19-02-2011.
Veðrið í Febrúar 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild og nokkuð úrkomusamur.Engin stórviðri urðu þó,en síðustu daga mánaðar var hvöss Suðvestanátt og oft með stormkviðum.Talsverð hálka myndaðist á vegum og víða á láglendi í þessum umhleypingum,og var oft erfitt fyrir gangandi fólk að fóta sig.

 

Dagar eða vikur.

1:Norðvestan kaldi eða stinningskaldi með snjókomu og síðan éljum um kvöldið,frost -2 til -4 stig.

2:Norðaustan allhvass en stinningskaldi og kaldi um kvöldið,snjókoma síðan él,frost -7 stig uppí +0,4 stig.

3:Suðvestan hvassviðri eða stormur síðan allhvass,él og skafrenningur,frost -0 til -3 stig.

4:Sunnan kaldi,síðan breytileg vindátt seinnipartinn,smá él,frost -0 til -5 stig.

5-6:Suðaustlæg eða breytileg vindátt andvari, kul eða gola,þurrt í veðri,hiti frá +1 stigi niðrí -5 stig.

7-8:Norðan stinningsgola síðan Austan gola uppí kalda,él þann 7 annars þurrt,hiti +1 stig niðrí -6 stig.

9-17:Austlægar eða breytilegar vindáttir,kul,gola og uppí stinningskalda,él slydda eða rigning,þurrt,10,11 og 12,hiti frá +7 stigum niðrí -3 stig.

18-20:Breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,þurrt þ.18 og 19,lítils háttar slydda þ.20,frost frá -4 stigum uppí +5 stig.

21-24:Norðaustan eða Norðan,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,súld,rigning,slydda,snjókoma eða él.Hiti frá +4 stigum niðrí -2 stig.

25-28:Suðvestan stinningskaldi,allhvass eða hvassviðri með stormkviðum,él,rigning,eða skúrir.Hiti frá - 3 stigum og uppí + 8 stig.

 

Úrkoman mældist 90,4 mm.(í febrúar 2010:39,2 mm.)

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist +7,5 stig þann 28.

Mest frost mældist  -6,7 stig þann 2.

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð því í 0 daga.

Mesta snjódýpt mældist 21 cm þann 8.
Meðalhiti var: +0,6 stig.

Meðalhiti við jörð var -2,78 stig. (í febrúar 2010:-3,82 stig.)

Sjóveður:Sjóveður var nokkuð rysjótt í mánuðinum,en samt nokkrir góðir eða sæmilegir dagar inná milli.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. febrúar 2011

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2011.

Ávíkuráin ruddi sig í leysingunum 22/01 með jakaburði.
Ávíkuráin ruddi sig í leysingunum 22/01 með jakaburði.
1 af 2
Veðrið í Janúar 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var með breytilegum vindáttum fyrstu tvo dagana,síðan var Norðan og Norðaustanáttir með frosti og ofankomu fram til 18,enn þann 19 gerði suðlægar vindáttir með hláku og miklum leysingum,og snjó tók hratt upp,fram til 30.Mánuðurinn endaði síðan með allhvassri austanátt með snjókomu og kólnandi veðri.

Þann 6 og 7 gerði Norðaustan og Norðan hvassviðri og eða storm með ofankomu og miklu frosti.

Annars var oft allhvasst eða hvassviðri í mánuðinum.

Oft varð röskun á flugi til Gjögurs vegna veðurs í mánuðinum.

 
Dagar eða vikur.

1-2:Suðlægar eða breytilegar vindáttir kul,stinningsgola,þurrt þ.1 smá rigning þ.2 hiti frá -6 stigum uppí +8 stig.

3-4:Norðan og NV kul,stinningsgola,allhvass,snjókomuvottur þ.3,annars þurrt,hiti frá +3 stigum niðrí -3 stig,kólnandi.

5:Breytileg vindátt,snerist í NA stinningskalda seinnipartinn með snjómuggu um tíma,frost -0 til -7 stig.

6-7:Norðan hvassviðri eða stormur með éljum eða snjókomu,frost -3 til -12 stig.

8-17:Norðaustan kaldi en oftast allhvass,en hvassviðri þ.13,él,snjókoma eða slydda,hiti frá -7 stigum uppí +3 stig.

18:Breytileg vindátt kul eða gola,él,frost -1 til -5 stig.

19-30:Mest Suðvestan eða suðlægar vindáttir,stinningsgola og uppí allhvassan vind og jafnvel hvassviðri með köflum,él,skúrir eða rigning,hiti frá +10 stigum niðrí -1 stig frost.

31:Breytileg vindátt í fyrstu,gekk síðan í ANA allhvassan vind með snjókomu,hiti +1 stigi niðrí -1 stig.

 

Úrkoman mældist  83,2 mm.(í janúar 2010:26,4 mm.)

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist dagana 22 og 23:9,5 stig báða dagana.

Mest frost mældist þann 7:12,1 stig.

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga

Auð jörð því í  10 daga.

Mesta snjódýpt mældist 31 cm þann 18.
Meðalhiti var: +1,1 stig.

Meðalhiti við jörð -1,90 stig.(í janúar 2010:-1,96 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt sjóveður í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. janúar 2011

Heildarúrkoma árið 2010.

Úrkomumælirinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælirinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mæld úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2010 er sú minnsta síðan mælingar hófust þar 1995,eða 633,5 millimetrar.

Eins og sjá má á yfirliti yfir árið 2010 fór úrkoma í einum mánuði aldrei yfir hundrað millimetra en árið 2009 sem er innan sviga voru fimm mánuðir með úrkomu yfir hundrað millimetra,það er janúar,apríl,ágúst,nóvember og desember.

Er þetta því í fyrsta sinn sem úrkoman er fyrir neðan sjöhundruð millimetra á ársgrundvelli.

Úrkoman árið 2010 var 361,1 millimetri minni en árið 2009.

 

Árið-2010.            Árið-2009.           

Janúar:      26,4 mm.  (121,6)

Febrúar:    39,2 --.        ( 53,0)

Mars:          41,4 --.        ( 84,2)

Apríl:           43,6 --.       (121,2)

Maí:             46,3 -- .      ( 48,1)

Júní:            13,3 --.       ( 11,8)

Júlí:              63,1 --.      (  49,0)

Ágúst:          88,3 --.     (131,1)

September:43,6 --.     (  57,8)

Október:      97,2 --.      ( 94,5)

Nóvember: 68,8 --.     (111,6)

Desember: 62,3 --.     (110,7)

Alls 2010: 633,5 mm.Alls:994,6 mm.

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
Vefumsjón