Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. október 2011

Yfirlit yfir veðrið í September 2011.

Örkin.Fyrsti snjór haustsins í fjöllum var 7 september.
Örkin.Fyrsti snjór haustsins í fjöllum var 7 september.
1 af 2

Veðrið í September 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með breytilegum vindáttum og hægum vindi og hlýju veðri síðan fór kólnandi með hafáttum og úrkomusömu veðri fram til 14.Síðan loks suðlægar vindáttir með hlýrra veðri aftur fram til 19.Eftir það kólnaði aftur með hafáttum.Þann 30 gerði Sunnan hvassviðri eða storm með mjög miklum kviðum,og var mjög hlýtt í veðri seinnipartinn.

Vindur náði 37 m/s í kviðum þann 30.eða 12 gömlum vindstigum.

Gífurleg úrkoma var aðfaranótt sunnudagsins 4 september eða 70,1 mm eftir 15 tíma mælingu.

Mjög úrkomusamt var í mánuðinum í heild.

Fyrsti snjór í fjöllum varð þann 7.

Fyrsta næturfrost mældist að morgni þann 10.

Fé kom vænt af fjalli og er fallþungi dilka allgóður.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Breytilegar vindáttir andvari,kul síðan gola,úrkomuvottur og þoka með köflum,hiti 8 til 14 stig.

2-8:Mest Norðan eða NV,stinningsgola,kaldi en allhvass þ.7 og 8,rigning eða súld,en þurrt ,þ.8.Mjög mikil rigning eða úrfelli aðfaranótt sunnudagsins 4 september.Hiti frá 2 stigum uppí 8 stig.

9-10:Breytilegar vindáttir,kul eða gola,heiðskírt eða léttskýjað,þurrt í veðri,frost frá -1,5 stigi uppí +6 stiga hita.

11-13:Norðaustan kaldi og stinningskaldi og síðan N,stinningsgola og síðan kul,lítilháttar úrkoma,hiti 3 til 6 stig.

14-20:Suðlægar eða breytilegar vindáttir kul,gola eða stinningsgola,þurrt 14 og 17 annars lítilsháttar rigning,súld eða skúrir,hiti 2 til 13 stig.

21-22:Norðvestan gola eða stinningsgola,lítilsáttar súld eða rigning með köflum,hiti 4 til 7 stig.

23:Breytileg vindátt andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti 2 til 7 stig.

24:Norðaustan kaldi og stinningskaldi,súld,hiti 4 til 7 stig.

25-29:Norðvestan eða Norðan gola,stinningsgola en allhvass af NA um kvöldið þ.28,súld eða rigning,hiti 3 til 7 stig.

30:Breytileg vindátt með andvara eða kuli í fyrstu síðan Sunnan hvassviðri eða stormur með miklum kviðum seinnipartinn og um kvöldið,rigning,skúrir,hiti 6 til 14 stig.

 

Úrkoman mældist:181,3 mm. (í september 2010: 43,6 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti:+13,6 stig þann 30.

Mest frost:-1,5 stig aðfaranótt 10.
Meðalhiti var: +6,2 stig.

Meðalhiti við jörð var +3,58 stig.(í september 2010: +5,48 stig.)

Sjóveður:Nokkuð rysjótt en mjög góðir eða sæmilegir dagar á milli.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. september 2011

Fyrsti snjór í fjöllum.

Krossnesfjalls séð frá Litlu-Ávík.Mynd tekin um kl.16:30 í gær og snjó farin að taka aftur talsvert upp,en haugasjór.
Krossnesfjalls séð frá Litlu-Ávík.Mynd tekin um kl.16:30 í gær og snjó farin að taka aftur talsvert upp,en haugasjór.
1 af 3
Í gær kólnaði aldeilis á Ströndum og víðar á norðurlandi þegar fyrsta alvöru kuldalægðin kom að norðaustanverðu landinu.

Strax í gær um hádegið voru fjöll orðin flekkótt niðrí allt að hundrað metra því á tímabili var flekkótt á svonefndu Reiðholti (þar sem fjarskiptastöð Símans er í Litlu-Ávíkurlandi við Reykjaneshyrnu). Klukkan 12:00 var hitinn komin niðrí 2,6 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík og vindur NNV 10 m/s og talsverð slydda.(á Gjögurflugvelli 2,7 stig).Síðan kólnaði áfram talsvert því hiti á Sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli var 1,7 stig kl.14:00.Eftir það fór hitinn að skríða uppávið aðeins aftur og var hitinn komin rétt yfir 3 stig kl 18:00  á stöðinni í Litlu-Ávík og Gjögurflugvelli litlu minni.Um hálf fimm í gær stytti upp og engin úrkoma var í nótt,en úrkoman í gærdag frá 09:00 til 18:00 var 10,3 mm.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 4. september 2011

Gífurleg úrkoma í nótt.

Það mældist 70,1 mm eftir nóttina í Litlu-Ávík.
Það mældist 70,1 mm eftir nóttina í Litlu-Ávík.

Það var gífurleg úrkoma í Árneshreppi frá í gærkvöld og fram á morgun.Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist úrkoman frá klukkan 18:00 í gær og til klukkan 09:00 í morgun eða á fimmtán tímum 70,1 mm,og er það langmesta úrkoma sem mælst hefur í Litlu-Ávík eftir 15 tíma eða eina nótt.

Samkvæmt gagnabrunni Veðurstofu Íslands var næstmesta úrkoman á Sauðanesvita 9,7 mm.

Mjög kalt var líka á Ströndum í nótt,kaldast á Hornbjargsvita 3,7 stig og á Gjögurflugvelli 4,1 stig og í Litlu-Ávík 4,4 stig.

Ekki hefur fréttamaður haft spurnir af hvort vegir hafi skemmst í þessum vatnavöxtum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. september 2011

Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2011.

Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum.
Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum.
Veðrið í Ágúst 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og þurru veðri fyrsta dag mánaðar, aðfaranótt  3 var engu líkara en allar flóðgáttir himins hafi opnast,og síðan var úrkoma fram á áttunda.Þann níunda létti til með breytilegum vindáttum og þurru veðri fram til 13,eftir það var Norðan með mikilli rigningu eða súld fram á 16.Frá 17 voru breytilegar vindáttir og hægviðri,síðan NA stinningsgola.Loks þann 27,snérist til suðlægra vindátta með hlýindum út mánuðinn.

Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum eða 109,4 mm af heildarúrkomu mánaðarins sem var 138,6 mm.

Fyrrislætti lauk loks hjá bændum í Árneshreppi um 12 eða 13 ágúst.Einhver seinnisláttur var seinna í mánuðinum hjá nokkrum bændum.Heyföng urðu sæmileg fyrir rest.

Berjaspretta er talin mjög léleg.


Yfirlit dagar eða vikur.

1-2:Norðaustan eða Austan,stinningsgola eða kaldi,rigning þ.2 þurrt þ.1 hiti 9 til 11 stig.

3-8:Norðan og NV gola og stinningsgola,úrfelli aðfaranótt þ.3, rigning,súld og þokuloft,hiti 5 til 10 stig.

9-12:Breytilegar vindáttir andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 3 til 13 stig.

13-16:Norðan eða NV kaldi, oft mikil rigning, súld, hiti 5 til 9 stig.

17-23:Breytilegar vindáttir eða hafáttir andvari,kul eða gola,þurrt 17 og 21,annars rigning eða súld,hiti 4 til 11 stig.

24-26:Norðaustan stinningsgola eða kaldi síðan gola þ.26, súld þ.25,annars þurrt,hiti 5 til 9 stig.

27-31:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul,gola,en stinningskaldi þ.28,rigning eða skúrir,þurrt þ.29,hiti 5 til 17 stig.

 

Úrkoman mældist  138,6 mm.(í ágúst 2010: 88,3 mm.)

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 30: 17,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 10: 2,8 stig.
Meðalhiti var: +8,2 stig.

Meðalhiti við jörð var +6,16 stig. (í ágúst 2010: +7,7 stig.)

Sjóveður:Leiðinlegt sjóveður 1 til 6 og slæmt 14,15 og 16,síðan sæmilegasta sjóveður og afmuna gott síðustu daga mánaðar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. ágúst 2011

Mikil úrkoma.

Flæðir upp að úrkomumæli.
Flæðir upp að úrkomumæli.
1 af 3
Mikið hefur rignt hér á Ströndum síðan á sunnudagskvöld.Norðanátt hefur verið og síðan Norðvestan með kalda súld í fyrstu síðan mikilli rigningu.Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist úrkoman eftir nóttina í nótt 30,2 mm, og frá kl 18:00 á sunnudag til kl 09:00  í morgun  hafa mælst samtals 66,8 mm og er það að slaga uppí meðaltals úrkomu í ágúst.Nú í morgunsárið er að draga loks úr úrkomunni og orðin meiri súld.Einnig rigndi mikið aðfaranótt þriðja ágúst þegar úrkoman mældist 39,0 mm eftir nóttina.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. ágúst 2011

Mikil úrkoma eftir nóttina.

Lækir sáust í morgun sem sjást yfirleitt ekki fyrr en í september.
Lækir sáust í morgun sem sjást yfirleitt ekki fyrr en í september.
Það rigndi mikið hér á Ströndum í nótt.Það er engu líkara að veðurguðirnir hafi opnað fyrir flóðgættirnar nú í byrjun ágúst eftir þurran júlí.

Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík eftir nóttina,eða frá kl.18:00 í gær til 09:00 í morgun mældist 39,0 mm og var það mesta úrkoman á landinu eftir nóttina.Næst mest úrkoma mældist í Bolungarvík  11,7 mm.

Fyrsti dagur ágúst var þurr enn síðan hefur verið rigning eða súld.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. ágúst 2011

Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2011.

Þokuhattur á Reykjaneshyrnu.
Þokuhattur á Reykjaneshyrnu.
Veðrið í Júlí 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var fremur svalur fram til tíundu.Norðlægar vindáttir með þokulofti oftast og súld með köflum,hitinn komst þó yfir tíu stig þegar þokunni létti hluta úr dögum.

Þann 11 snérist vindur í SV með þurru og hlýju veðri,síðan breytilegar vindáttir.Þann 15 snérist vindur aftur til Norðlægrar vindáttar og með þokusúld með köflum og kólnaði þá verulega í 3 daga sem vorkuldi í maí væri,og var norðlæg átt fram til 19.Frá 20 voru hafáttir eða breytilegar með þurru og hlýju veðri fram til 26,en úrkoma var 24-25 og 26.Þá snérist til suðlægra vindátta í 3 daga.Mánuðurinn endaði með Norðvestan og þokulofti.

Mánuðurinn var mjög þurr í heild,þótt oft hafi verið rakt í þokuloftinu og lítill þurrkur.

Fjöll talin auð þann 18 eða mánuði seinna en í fyrra.

Bændur byrjuðu ekki almennt slátt fyrr enn eftir 20, sem er vel hálfum mánuði seinna en í venjulegu árferði.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-10:Norðan og NV eða hafáttir,kul,gola eða stinningsgola,súld eða rigning með köflum,oftast þokuloft,þurrt  1,7,9 og 10.Hiti 4 til 13 stig.

11-12.Suðvestan gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti 7 til 16 stig.

13-14:Breytilegar vindáttir andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 9 til 16 stig.

15-19:Norðan eða NV andvari en oftast gola,súld með köflum,þokuloft,þurrt þ.18,hiti 4 til 10 stig.

20-26:Hafáttir eða breytilegar vindáttir logn,andvari,kul eða gola,rigning eða súld 24,25 og26 annars þurrt,hiti frá 3 stigum til 18 stig.

27-29:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola síðan kaldi,skúrir eða rigning,þurrt þ.28.Hiti 9 til 16 stig.

30-31:Austan og síðan NV,kul eða gola,stinningsgola,súldarvottur þ.31,þurrt þ.30.Hiti 8 til 16 stig.

 

Úrkoman mældist 14,7 mm.  (í júlí 2010: 63,1 mm).

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist þann 23. 17,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 1. 3,0 stig.
Meðalhiti var: +9,1 stig.

Meðalhiti við jörð var + 6,3 stig. (í júlí 2010: +6,29 stig).

Sjóveður:Gott sjóveður allan mánuðinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. júlí 2011

Vorkuldi.

Í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn eftir nóttina 4,4 stig.
Í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn eftir nóttina 4,4 stig.
Enn er kalt hér á Norður Ströndum algjör vorkuldi þótt júlí sé.

Hitinn á Veðurstöðinni í Litlu-Ávík hefur aðeins farið uppí síðustu tvo daga átta til níu stig hluta úr degi og niður í 4 stig á nóttinni í þokubrælunni.Nú klukkan níu í morgun var aðeins 5,1 stigs hiti í Litlu-Ávík.

Samkvæmt Gagnabrunni Veðurstofu Íslands var kaldast á láglendi á landinu í nótt á Blönduósi 1,1 stig  og á Hornbjargsvita fór hitinn niðrí 3,4 stig.Í Litlu-Ávík mældist lágmarkshitinn eftir nóttina 4,4 stig.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. júlí 2011

Kaldast á Gjögurflugvelli.

Mælaskýlið í Litlu-Ávík.Kaldast var á Gjögurflugvelli 4,3 stig.
Mælaskýlið í Litlu-Ávík.Kaldast var á Gjögurflugvelli 4,3 stig.
Í gær 15 júlí kólnaði heldur betur í veðri hér á Ströndum og víðar á Norðurlandi.

Í gær var komin norðan og eða norðvestan með súld með köflum og þokulofti.

Í morgun var svipað veður og er spáð eitthvað svipuðu veðri,heldur kólnandi ef eitthvað er.

Kaldast eftir síðastliðna nótt á láglendi var á Gjögurflugvelli 4,3 stig og á Hornbjargsvita 4,5 stig og í Litlu-Ávík 4,8 stig,samkvæmt Gagnabrunni Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. júlí 2011

Stefnir í 16 til 17 stiga hita í dag.

Séð til Norðurfjarðar í morgun.Drangajökull í bakgrunni.
Séð til Norðurfjarðar í morgun.Drangajökull í bakgrunni.
Loks er komið sumarveður hér á Ströndum Norður.Hitinn í gær komst yfir þrettán stig seinnipartinn þegar þokuloftinu linnti.

Strax í morgun klukkan níu var hitinn komin í 13,4 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,í suðvestan gjólu,reyndar fór hiti niðrí 5,4 stig í nótt,enda léttskýjað.

Það sem af er júlí hefur verið fremur svalt og þokuloft og súld með köflum,þó hefur hiti komist yfir tíu stigin fjórum sinnum fyrr í mánuðinum þegar þokuloftinu hefur slotað um tíma yfir daginn.

Tún eru lítið sprottin enn ættu að lagast ef hitinn verður hærri en hefur verið yfirleitt í mánuðinum.

Ferðafólk hefur verið í lágmarki það sem af er júlí mánuði,enn þó voru tvö ættarmót haldin hér í Árneshreppi um liðna helgi,og var þá nokkur fjöldi ferðamanna.

Nú ætti ferðafólki að fjölga í hreppnum aftur ef hiti verður góður áfram í suðlægum vindáttum,annars er spáð kólnandi veðri aftur í vikulok.

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Húsið fellt.
  • Kjörvogur 19-08-2004.
  • Naustvík 11-09-2002.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Ragna-Badda og Bía.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
Vefumsjón