Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. mars 2013

Veðrið í Febrúar 2013.

Hitinn fór tvívegis í 9,6 stig í febrúar,það telst mikill hiti á þessum árstíma á Ströndum.
Hitinn fór tvívegis í 9,6 stig í febrúar,það telst mikill hiti á þessum árstíma á Ströndum.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum sem stóðu fram til 12.enn úrkomulitlu veðri. Þann 13. gekk í ákveðna Norðaustanátt,einnig með úrkomulitlu veðri sem stóð fram til 17. þessa mánaðar. Eftir það gerði suðlægar vindáttir með hægviðri og hlýju veðri,enn hvassari eftir 22,og allhvasst eða hvassviðri af SV þann 27. Mánuðurinn endaði síðan með hægri austlægri og síðan suðaustlægri vindátt. Snjó tók mikið upp í þessum hlýundum og varð auð jörð á láglendi. Mánuðurinn telst mjög hlýr í heild. Úrkoman var ekki mikil þótt þurrir dagar væru ekki nema 5. í mánuðinum,úrkoma var oft enn aldrei mikil á degi hverjum.

Yfirlit dagar eða vikur:

 

1:Austlæg vindátt eða breytilegar,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 0 til -4 stig.

2-3:Suðlægar og SV áttir,snerist í NA um kvöldið þann 3. gola,stinningsgola,kaldi,rigning,slydda,snjókoma,hiti +5 neðri -2 stig.

4-5:Norðaustan,N og NV,stinningskaldi,kaldi,stinningsgola,kul,snjókoma,slydda,rigning,él,hiti frá +3 stigum niðri -3 stig.

6-10:Suðlægar,SV eða SA vindáttir,kul,gola,stinningsgolakaldi eða stinningskaldi,þurrt þ.6. annars lítilsáttar snjókoma,skúrir,rigning,hiti frá -4 stigum uppi +9 stig.

11-12:Breytilegar vindáttir,gola síðan andvari,þurrt í veðri,hiti frá +7 stigum niðri -2 stig.

13-17:Norðaustan stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,rigning,slydda,snjókoma eða él,hiti frá +4 stigum niðri -2 stig.

18-21:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt þ. 19. annars rigning,súld eða skúrir,hiti +0 til +9 stig.

22-27:Sunnan eða Suðvestan stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,en allhvass og hvassviðri þ.27. skúrir eða rigning,hiti +2 til +10 stig.

28:Austan stinningsgola með snjókomu snemma morguns,síðan SA stinningsgola með slyddu og síðan rigningu seinnipartinn og um kvöldið,hiti frá -1 stigi uppi +3 stig.

 

Úrkoman mældist 55,7 mm. (í febrúar 2012:76,3 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist +9,6 stig dagana 22 og 25.

Mest frost mældist  -4,0 stig dagana 1 og 2.

Meðalhiti við jörð var -0,39 stig. (í febrúar 2012:-1,42 stig.)
Meðalhiti var: +2,8 stig.

Alhvít jörð var í 4 daga.

Flekkótt jörð var í 21 dag.

Auð jörð var því í 3 daga.

Mesta snjódýpt mældist 5 cm dagana 7 og 8.

Sjóveður:Frekar rysjótt sjóveður,en nokkrir góðir dagar sem gott eða sæmilegt var í sjóinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. febrúar 2013

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2013.

Hjallskerin við Ávíkina,séð að Felli og Veturmýrarnes.Allmikill sjór.25-01-2013.
Hjallskerin við Ávíkina,séð að Felli og Veturmýrarnes.Allmikill sjór.25-01-2013.
1 af 3
Veðrið í Janúar 2013.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo daga mánaðar var N og NA áttir með éljum eða snjókomu og slyddu. Eftir það voru suðlægar vindáttir oftast hægar nema þann 4. og fram á morgun þann 5.þá var SV rok með góðum hita og leysingum,og áframhaldandi voru suðlægar eða breytilegar vindáttir oftast með hita yfir frostmarki fram til 12. Síðan var NA í tvo daga með snjókomu eða éljum. En frá 15 voru suðlægar vindáttir aftur með oftast hægum vindum og smá vætu,enn síðan þurru veðri frá 18 og fram til 23,smá væta efir það. Þann 26. gekk í Norðaustan hvassviðri og storm með miklum stormkviðum,frekar úrkomulítið varð í þessu veðri hér á Ströndum yfirleitt. Það veður gekk alveg niður þann 30 og var ágætisveður síðasta dag mánaðar.

Nokkra spilliblota gerði í mánuðinum,það er skyndileg hláka og frystir síðan aftur við jörð,og eykur á hálkuna og svellin aftur,en svelllítið  var orðið um 10 til 12 mánaðar. Þann 13 og 15 gerði snjókomu og slyddu sem fraus,og síðan var dálítill lofthiti og allt hljóp í svell aftur. Vindur náði þann 4.um kvöldið 37 m/s eða yfir 12 gömlum vindstigum. Einnig náði vindur 37 m/s í NA óveðrinu þann 27. Tjón kom í ljós 3 janúar á bátaskýli á Gjögri sem hafði orðið í óveðrinu og hafrótinu í lok desember 2012.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Norðan og NA kaldi,stinningsgola,síðan andvari,él snjókoma eða slydda,hiti frá -3 stigum í +2 stig.

3-6: Suðvestan eða suðlægar vindáttir,stormur um kvöldið þ.4 og fram á morgun þ.5,annars,allhvass,stinningskaldi,kaldi eða stinningsgola,hiti +1 til 11,5 stig.

7-12:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,logn,andvari,gola,en stinningskaldi og allhvass um kvöldið þ. 9. Súld,rigning,en þurrt þann 12,hiti frá -1 stigi upp í +9 stig.

13-14:Norðaustan andvari,gola,kaldi,síðan stinningsgola,snjókoma,él,hiti +1 stig niðri -4 stig.

15: Suðaustan gola,snjókoma,slydda,rigning,hiti frá -4 stigum uppi +3 stig.

16:Suðvestan og S gola eða stinningsgola,skúrir,rigning,hiti +1 til +5 stig.

17-24.Austlægar vindáttir eða breytilegar,logn,andvari,kul,gola eða stinningsgola,rigning þ.17,annars þurrt í veðri,hiti +8 stigum niðri -2 stig.

25:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti -0 til +3 stig.

26-30:Austan og NA allhvass,stormur,hvassviðri,stinningskaldi,þurrt þ.26.og 30. annars rigning,slydda,snjókoma eða él,hiti frá +4 stigum niðri 0 stig.

31:Austan og suðaustan gola síðan kul,lítilsháttar él,hiti frá +1 stigi niður í -3 stig.

 

Úrkoman mældist: 61,3 mm. (í janúar 2012:111,5 mm.)

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 5. +11,5 stig.

Mest frost mældist þann 24. -3,9 stig.

Meðalhiti við jörð var -0,96 stig. (í janúar 2012:-2,22 stig.)
Meðalhiti var: +1,9 stig.

Alhvít jörð var í 9 daga.

Flekkótt jörð var í 22 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 2.= 40 cm.

Sjóveður:Slæmt eða afleitt sjóveður fyrstu 5 daga mánaðarins og frá 24 og út mánuðinn,annars sæmilegt eða gott sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. janúar 2013

Úrkoman var 789,1 mm árið 2012.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var svona nokkuð í meðallagi á nýliðnu ári 2012. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra á einu ári nema árið 2011,þá var úrkoman 1153,8 mm,sem var úrkomumet. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjöhundruð millimetrum á ársgrundvelli. Aðeins tvisvar fór úrkoman 2012 yfir hundrað mm það var í janúar (111,5 mm) og í september í (128,9 mm). Og minnsta úrkoma á árinu var í maí (9.0 mm). Og í júní (11,1 mm). Úrkoman var því 364,7 mm minni en árið 2011.

 

Hér fer á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,og nú til ársins 2012: 1995. (358,3 mm) frá ágúst til desember. 1996. (778,0 mm). 1997. (914,9 mm). 1998. (892,9 mm). 1999. (882,0 mm). 2000. (743,8 mm).2001. (722,6 mm). 2002. (827.4 mm). 2003. (883,0 mm). 2004. (873,9 mm).2005. (763,3 mm). 2006. (993,2 mm). 2007. (972,0 mm). 2008. (864,1 mm). 2009. (994,6 mm). 2010. (633,5 mm). 2011.(1153,8 mm).2012. (789,1 mm).

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. janúar 2013

Veðrið í Desember 2012.

Öll hús eru brynjuð af klaka eftir óveðrið.En farið að bráðna 02-01-2013.
Öll hús eru brynjuð af klaka eftir óveðrið.En farið að bráðna 02-01-2013.
1 af 3
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með auslægum eða suðlægum vindáttum,yfirleitt hægum. Níunda til fjórtánda var hægviðri og fallegt veður og oft var heiðskírt eða léttskýjað og vægar froststillur. Þessa daga var mjög hélað og jörð var loðin af hélu. Í tvo daga um miðjan mánuð voru NA með kalda eða allhvössum vindi og með éljum eða snjókomu. Eftir það var hægviðri með litilli úrkomu. Þann 23 snerist í ákveðna Norðausanátt með éljum eða snjókomu aftur. Enn frá 29 og út mánuðinn gerði mikið NA og N áhlaup með snjókomu og náði vindur þá gömlum 12 vindstigum í kviðum. Rafmagnslaust varð þá í Árneshreppi rúmlega þrjá og hálfan sólarhring.

Mikinn sjógarð gerði í þessu veðri og varð hafrót (allt að eða yfir 14 metra),við ströndina. Sjór náði að flæða í fjárhúskjallara í Litlu-Ávík og einnig flæddi sjór inn í skemmu,spýtukubbar lentu á hlað fyrir framan skemmuna í einni mikilli fyllu (gífurleg alda),það hefur aldrei skeð fyrr.

Skemmdir sem vitað er um: Talsvert tjón á rafmagnslínum hjá Orkubúi Vestfjarða þegar línur slitnuðu. Einnig varð tjón á vegi í svonefndum Árneskrók,vegurinn fór þar í sundur vegna sjógangs. Menn hér í Árneshreppi líkja þessu veðri við svonefnt Flateyrarveður árið 1995 um haustið.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Austan kul eða gola,þurrt í veðri,hiti frá -2 til +0 stig.

2-5:Suðaustan eða suðlægar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,rigning,þurrt í veðri 4. og 5. hiti frá -0 til +5 stig.

6:Norðaustan kaldi í fyrstu síðan gola,þurrt í veðri,hiti +1 til +3 stig.

7-8:Suðvestan stinningsgola eða stinningskaldi,en NNA kaldi seinni hluta dags og um kvöldið þ. 8 ,él,hiti +5 neðri -2 stig.

9-14:Suðlægar vindáttir eða breytilegar logn,andvari,kul,en stinningsgola þ.10 og um kvöldið þ.14. þurrt í veðri,hiti -4 til +4 stig.

15-17:Norðaustan kaldi,stinningskaldi eða allhvass,él eða snjókoma,hiti 0 til +3 stig.

18-22:Austlægar eða breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul eða gola,snjókoma um morguninn þ.18. lítilsáttar súld þ.21. annars þurrt í veðri,hiti frá -3 stigum uppi +6 stig.

23-28:Norðaustan kaldi,stinningskaldi,allhvass,þurrt þann 23,annars él,snjókoma eða slydda,hiti frá -6 stigum uppi +4 stig.

29-31.Norðaustan eða N hvassviðri,stormur,rok,snjókoma,hiti frá +0 og niðri -4 stig.

 

Úrkoman mældist 76,0 mm. (í desember 2011:68,3 mm.)

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 22.+6,5 stig.

Mest frost mældist þann 26.-6,3 stig.
Meðalhitinn var: +0,6 stig.

Meðalhiti við jörð var -2,49 stig. (í desember 2011:-5,26 stig.)

Alhvít jörð var í 11 daga.

Flekkótt jörð var í 20 daga.

Auð jörð var því í 0 daga.

Mesta snjódýpt mældist: 37 cm, þann 31.

Sjóveður:Frekar slæmt sjóveður eftir miðjan mánuð,en síðustu daga mánaðar var ekkert sjóveður. Sjólag fór í hafrót eða í og yfir 14 metra.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. desember 2012

Veðrið í Nóvember 2012.

Í þessum veðrum var oft blindbylur.
Í þessum veðrum var oft blindbylur.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur í heild. Mánuðurinn byrjaði með Norðan og NA hvelli með snjókomu sem stóð í þrjá daga. Enn gerði Norðaustan og Norðan storm eða hvassviðri 9 til 11,með snjókomu eða éljum. Og enn og aftur 16 til 18. Í því hreti snjóaði mun meir en í hinum fyrri hretunum. Þann 22. var Norðaustan hvassviðri um tíma og gerði þá blota og einnig nokkur svellalög. Milli þessara hreta var mjög umhleypingasamt veður. Eftir það var nokkuð rólegt veður sem eftir var mánaðar,með hitastigi í kringum núll stigið.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3:Norðan hvassviðri eða stormur,él eða snjókoma,hiti +2 niðri -5 stig.

4-5:Suðvestan gola,stinningsgola eða allhvass,en Norðan stinningskaldi um kvöldið þ.5,þurrt þ.4,en snjókoma um kvöldið þ.5,hiti frá -4 stigum uppi +8,5 stig.

6-7:Norðaustan gola,en oftast kaldi,él,þurrt þ.6,hiti +2 stig niðri -2 stig.

8:Suðaustan kul í fyrstu síðan stinningskaldi,lítilsáttar él,hiti -1 til +4 stig.

9-11:Norðaustan og síðan Norðan,stormur,hvassviðri og síðan kaldi þ.11.Enn SA kul seinnipart þ.11,slydda,snjókoma eða él,hiti frá +4 stigum niðri -5 stig.

12-13:Ausnorðaustan,síðan suðlægar vindáttir,stinningsgola,gola,kul. NNA kaldi um kvöldið þ.13,slydda eða rigning,hiti +2 til +5 stig.

14:Breytilegar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,smá él,hiti 0 til 2 stig.

15:Suðvestan allhvass og rigning eða slydda, V gola um kvöldið og snjókoma,hiti +1 til +5 stig.

16-18:Norðan stinningskaldi,allhvass eða hvassviðri,snjókoma,él,frost -1 til -4 stig.

19-22:Norðaustan kaldi,stinningskaldi eða allhvasst og hvassviðri um tíma,él,snjókoma,rigning,hiti frá -3 stig uppi +5 stig.

23-28:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola en stinningskaldi um tíma þ.25. slydda,frostúði,rigning,enn þurrt í veðri 26,27 og 28,hiti frá +5 stigum niðri -2 stig.

29-30:Norðaustan og A, kaldi síðan stinningsgola og gola um kvöldið 30. smá él,hiti +1 til +2 stig.

 

Úrkoman mældist: 78,6 mm. (í nóvember 2011:100,7 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 5.+8,5 stig.

Mest frost mældist þann 2. -4,8 stig.
Meðalhitinn var: +0,7 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,92 stig.  (í nóvember 2011:+0,21 stig.)

Alhvít jörð var í 13 daga.

Flekkótt jörð var í 11 daga.

Auð jörð var því í 6 daga.

Mesta snjódýpt mældist: 39 cm, þann 20.

Sjóveður:Mjög slæmt eða ekkert sjóveður: 1-2-3 og 9 og 10.Ölduhæð allt uppi 13 metra. Annars mjög slæmt í sjóinn. Helst sæmilegt sjóveður síðustu viku mánaðarins.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. nóvember 2012

Þrjú Norðanáhlaup í mánuðinum.

Litla-Ávík blindbylur.Myndin er tekin 16-11-2012.
Litla-Ávík blindbylur.Myndin er tekin 16-11-2012.
Það sem af er nóvembermánuði eru búin að vera þrjú norðanáhlaup. Mánuðurinn byrjaði með Norðan og NA hvelli með snjókomu sem stóð í þrjá daga fyrsta til þriðja mánaðar. Enn gerði Norðaustan og Norðan storm eða hvassviðri 9 til 10,með snjókomu eða éljum. Þriðja áhlaupið var 16 til 18 þessa mánaðar og er nú nýgengið yfir. Í öllum þessum áhlaupum náði vindur yfir 20 m/s eða stormi í jafnavind,en mesti vindur náði 31 m/s eða ofsaveðri,bæði í firsta hretinu í byrjun mánaðar og í öðru áhlaupinu 9 til 10,en í veðrinu sem ný er gengið yfir var jafnavindur minni en í hinum veðrunum þótt vindur hafi farið yfir 20 m/s í mesta vind. Mikill sjór eða stórsjór og jafnvel hafrót varð í þessum veðrum.  Hér í Árneshreppi festi ekki mjög mikinn snjó í byggð eða á lálendi nema hlé megin og þar sem skjól myndaðist. Nú í þessu síðasta hvelli festi þó mun meyri snjó í byggð en í fyrri veðrunum og eru nú víða komnir djúpir skaflar. Fyrir utan þessi hret hefur mánuðurinn verið mjög umhleypingasamur þótt ekki sé meira sagt. Í þessum veðrum fóru allar samgöngur úr skorðum bæði flug og vegir lokuðust. Veðurspá frá Veðurstofu Íslands þegar þessum veðrum var spáð stóðst mjög vel,og er það fagnaðarefni hvað hægt er orðið að spá nákvæmt fram í tímann.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. nóvember 2012

Ölduhæð náði 13 metrum.

Ölduhæð náði í þessu veðri um 8 til 13 metrum.
Ölduhæð náði í þessu veðri um 8 til 13 metrum.
Það er klárt og staðreynd að ölduhæð varð meiri í þessu Norðaustanveðri eða N- veðri enn í veðrinu um mánaðarmótin október- nóvember. Þótt sé nokkuð lágstreymt núna miðað við í síðasta hreti þá gengur sjór lengra upp á land en þá,en þá var nokkuð stórstreymt. ;Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði við vefinn að ekki hefði verið gefin viðvörun um ölduhæð með veðurviðvörunum í veðurspám í þetta skipti eins og um mánaðarmótin,en það mætti segja að það hefði þurft að gera allt frá Breiðafyrði til Húnaflóahafna,því mikill órói myndast í höfnum við þetta mikla ölduhæð og veðurhæð". Auðvitað er þetta allt sjónmat veðurathugunarmanna á hverjum stað fyrir sig. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var gefinn upp mikill sjór strax í níu veðrinu um morguninn þann 9/11 ,eða ölduhæð um 5 til 6 metrar. Og í veðurskeyti kl: 12:00 stór sjór með ölduhæð  um sjö til níu metrar. Og klukkan 21:00 um kvöldið hafrót sem er 9 til 14 metra ölduhæð,meðalölduhæð um 12 til 13 m,eins í veðurlýsingu kl:06 um morguninn þann 10 var svipuð ölduhæð gefin upp,og einnig klukkan 09:00 í veðurskeyti þá. Þegar þetta er skrifað á ellefta tímanum í morgun er farið að draga úr veðurhæð og vindur komin niður í um 16 m/s og farið að draga úr úrkomu einnig og líka úr sjógangi talsvert.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. nóvember 2012

Yfirlit yfir veðrið í Október 2012.

Mikill sjór hefur verið við ströndina tvo síðustu daga mánaðarins.
Mikill sjór hefur verið við ströndina tvo síðustu daga mánaðarins.
Veðrið í Október 2012.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðlægri vindátt með kalda og allhvössum vindi,síðan suðlægar vindáttir eða breytilegar,en SV hvassviðri um tíma að morgni þann 9. Síðan voru austlægar vindáttir eða suðlægum með hægum vindi fram á 15. Þá snerist til norðlægrar áttar í þrjá daga. Síðan voru breytilegar vindáttir með andvara eða kuli fram til 22. Eftir það var mjög umhleypingasamt veður enn oftast með frekar hægum vindi. Tvo síðustu daga mánaðar var Norðan eða NA átt og hvassviðri eða stormi með ofankomu. Mánuðurinn var því nokkuð rysjóttur en það voru margir góðir dagar á milli,og úrkoman ekki mikil enda þurrir dagar í mánuðinum 14.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1-4:Norðan kaldi,allhvass,veður gekk niður þann 4. um morguninn,rigning,súld,slydda,hiti 2 til 5 stig.

5-9:Mest suðlægar vindáttir eða breytilegar,kul,gola,stinningsgola,en SV hvassviðri um tíma um morguninn þ.9,skúrir,rigning,þurrt 5 og 6,hiti -0 til +9 stig.

10-11:Austlægar vindáttir,kul,gola,stinningsgola,rigning,hiti 5 til 10 stig.

12-15:Suðaustlægar vindáttir eða breytilegar,mest andvari eða kul,lítilsáttar rigning þ.13,annars þurrt,hiti 1 til 9 stig.

16-18:Norðan stinningsgola,skúrir,þurrt þ.17,hiti 0 til 5 stig.

19-22:Suðlægar vindáttir andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti frá -3 stigum upp í +6 stig.

23:Norðaustan og síðan SA,stinningsgola síðan kul,rigning,slydda eða snjókoma,hiti 0 til +2 stig.

24:Suðvestan gola eða stinningsgola,rigning seinnipartinn,hiti 2 til 6 stig.

25:Norðaustan og SA seinnihluta dags kaldi,stinningsgola síðan kul,þurrt í veðri,hiti frá 0 stigum niðri -4 stiga frost.

26:Sunnan og SSV kul,stinningskaldi,þurrt í veðri,hiti frá - 5 stigum uppi +4 stig.

27-28:Norðvestan og vestan kul og uppi kalda,rigning eða slydda,þurrt þ.28. hiti frá +1 til 7 stig.

29:Breytilegar vindáttir andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti +2 til +4 stig.

30-31:Norðaustan og Norðan allhvass,hvassviðri eða stormur,él,slydda eða snjókoma,hiti +4 stig niðri -3 stig.

 

Úrkoman mældist 57,4 mm. (í október 2011:194,4 mm.)

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 11.= +9,9 stig.

Mest frost mældist þann 26.= -4,8 stig.
Meðalhiti var: +2,8 stig.

Meðalhiti við jörð var -0,5 stig. (í október 2011: +1,25 stig.)

Alhvít jörð var í 0 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 27 daga.

Mesta snjódýpt: Mældist ekki.(flekkótt.)

Sjóveður:Nokkuð slæmt fyrstu 4. daga mánaðar,en mjög slæmt 3-30 og 31,annars sæmilegt eða gott sjóveður í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. október 2012

Yfirlit yfir veðrið í September 2012.

Mikil froða eða (sælöður),myndaðist á fjörum í miklu brimi í óveðrinu 10. september,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
Mikil froða eða (sælöður),myndaðist á fjörum í miklu brimi í óveðrinu 10. september,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.

Veðrið í September 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild,eins og sjá má hér á yfirlitinu fyrir neðan, var oft marg átta á sama sólarhring. Mánuðurinn var nokkuð hlýr fram undir tíunda,en þá kólnaði umtalsvert,hlýnaði þó aftur um nítjánda,en kólnaði aftur um 26. og var fyrsta næturfrostið aðfaranótt 29. Úrkomusamt var fram að 18. en minni úrkoma eftir það.

Norðan áhlaup gerði þann 10. sem stóð fram á morgun þann 11.með rigningu og slyddu,ekki er vitað um tjón á mannvirkjum eða skaða á búfé. Vestfirðir sluppu nokkuð vel að þessu sinni miðað við aðra landshluta. Fé kom vænt af fjalli og var fallþungi dilka í hærri kantinum,þrátt fyrir þessa miklu þurrka í sumar. Góð berjaspretta var í Árneshreppi þá aðallega af aðalbláberjum. Uppskera var frekar með lélegra móti af matjurtum,kartöflum og öðru úr matjurtagörðum fólks,en samt nokkuð misjöfn.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1:Suðvestan kaldi síðan stinningsgola,skúrir eða rigning,hiti 8 til 14 stig.

2:Norðvestan kaldi  síðan gola,rigning um morguninn,síðan austan gola um kvöldiðhiti 7 til 10 stig.

3:Suðvestan kul fyrri hluta dags,en Norðaustan kaldi og allhvass um kvöldið,rigning,og mikil rigning um kvöldið,hiti 7 til 9 stig.

4:Norðan NV og SV,stinningskaldi og kaldi,rigning um morguninn,hiti 6 til 12 stig.

5:Sunnan eða SV,kaldi en stinningsgola um kvöldið,skúrir eða rigning,hiti 7 til 12 stig.

6-7:Norðvestan,kaldi eða stinningskaldi,rigning,skúrir,slydduél og haglél,hiti 3 til 7 stig.

8-9:Norðan og NA,kaldi,stinningskaldi en allhvass og hvassviðri um kvöldið þ.9. rigning,hiti 4 til 7 stig.

10:Norðan hvassviðri eða stormur,rigning,slydda,hiti 3 til 5 stig.

11:Norðan og NV kaldi síðan gola,þurrt í veðri,hiti 5 til 7 stig.

12:Suðlægar vindáttir gola eða stinningsgola,rigning um kvöldið,hiti 0 til 8 stig.

13:Austlæg vindátt stinningskaldi eða allhvass,rigning,súld,hiti 5 til 8 stig.

14-17:Norðlægar vindáttir eða hafáttir,gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,allhvasst,rigning,hiti 3 til 8 stig.

18-19:Breytilegar vindáttir,andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti 2 til 8 stig.

20-21:Suðvestan og síðan Sunnan,gola,stinningsgola eða kaldi,skúrir,rigning,hiti 5 til 12 stig.

22-23:Breytilegar vindáttir,kul eða gola,súld,rigning,hiti 7 til 11 stig.

24:Norðlæg eða austlæg vindátt,rigning og súld,hiti 7 til 9 stig.

25:Norðvestan eða SV,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti 6 til 10 stig.

26-30:Norðan eða NA,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,allhvasst þ.30. rigning eða skúrir,þurrt þ.29. hiti frá -1 stigi upp í +6 stig.

 

Úrkoman mældist: 128,9 mm. (í september 2011:181,3 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 1.:+14,0 stig.

Mest frost mældist þann 29.:-1,1 stig.
Meðalhiti var: +6,0 stig.

Meðalhiti við jörð var: +3,21 stig. (í september 2011:+3,58 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt,eða oftast slæmt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. september 2012

Yfirlit yfirveðrið í Ágúst 2012.

Þokuhattur á Reykjaneshyrnu 14-08-2012.
Þokuhattur á Reykjaneshyrnu 14-08-2012.

Veðrið í ágúst 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægviðri og þurru veðri fyrstu viku mánaðar,síðan voru suðlægar vindáttir með úrkomuvotti og hlýindum fram til 11. Eftir það dró aðeins úr hita fyrst með austlægum vindáttum og síðan norðlægum eða hafáttum,Suðvestan var þann 30,en Norðvestan þann 31 með rigningu. Eftir 24. kólnaði mjög,en mjög hlítt aftur tvo síðustu daga mánaðar. Mánuðurinn verður að teljast mjög hlýr í heild. Úrkomulítið var í mánuðinum. Þótt úrkomudagar hafi verið 20.var aðeins vart úrkomu í 8 daga af þessum 20. sem mældist ekki. Fyrsti snjór í fjöllum varð 29,aðeins efst í fjöllum sem tók samdægurs upp.

 
Yfirlit dagar eða vikur:

1-5:Norðanáttir eða hafáttir eða breytilegar vindáttir kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 5 til 16 stig.

6-11:  Suðvestan gola og uppi stinningskalda,en allhvasst eða hvassviðri 9.og um kvöldið þ.10. þurrt í veðri 6 og 7,annars smá skúrir,hiti 6 til 18 stig.

12:Austlæg vindátt,kul,rigning,hiti 11 til 13 stig.

13-29:Norðan,NV eða NA,hafáttir í heild,gola,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,litisáttar súld,skúrir,þurrt í veðri 19-25-27 og 29,hiti 4 til 13 stig.

30:Suðvestan gola,smá skúr,hiti 3 til 14 stig.

31: Norðvestan kul eða gola,rigning hiti 8 til 10 stig.

 

Úrkoman mældist: 30,2 mm. (í ágúst 2011:138,6 mm.)

Þurrir dagar voru 11.

Mestur hiti mældist dagana 7 og 10: 18,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 30: 3,2 stig.
Meðalhiti var: +10,0 stig.

Meðalhiti við jörð:+7,27 stig. (í ágúst 2011:+6,16 stig.)

Sjóveður:Allsæmilegt en dálítill til talsverður sjór var 8 og 9 og 24 til 28 var nokkuð leiðinlegt í sjóinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Mundi í gatinu.
Vefumsjón