Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. febrúar 2015

Veðrið í Janúar 2015.

Trékyllisvík og Melar 30-01-2015.
Trékyllisvík og Melar 30-01-2015.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum sem stóðu fram til og með ellefta. Eftir það gekk til norðlægra vindátta,oft með allhvössum vindi,með nokkurri ofankomu. Frá átjánda voru mest suðlægar vindáttir,fram til tuttugusta og sjöunda. Enn þann 28. og til 30. voru ákveðnar norðaustanáttir eða norðlægar áttir með slyddu eða snjókomu og síðan éljum. Mánuðurinn endaði síðan með hægum vestlægum vindáttum með fallegu veðri en nokkru frosti. Þetta var mjög umhleypingasamt veðurfar í mánuðinum. Nokkuð úrkomusamt var í mánuðinum.

Nokkra blota gerði í mánuðinum sem með réttu mega kallast spilliblotar,því þeir gerðu ekkert annað en auka svell á túnum og vegum.

Hvassviðri og stormur var þann 8.og náði vindur í kviðum í 68 hnúta eða 35 m/s,í kviðum sem eru 12 gömul vindstig.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Austan eða NA,stinningsgola,allhvass síðan kul um kvöldið Þ.2,snjókoma,hiti frá +3,5 niðri -3 stig.

3:Suðvestan,stinningskaldi,kaldi,stinningsgola,skafrenningur,þurrt í veðri,hiti -3 til +1 stig.

4:Suðaustan,gola,stinningsgola,kaldi,snjókoma,slydda,rigning,hiti frá -4 til +4 stig.

5:Sunnan eða SA,stinningskaldi,stinningsgola,gola,smá él um morguninn,hiti frá +7,5 niðri -1 stig.

6-9:Mest suðvestan,kaldi,en allhvass og hvassviðri 7. og 8.en kaldi,stinningsgola,þ.9.,él,hiti frá -2 til +5 stig.

10-11:Suðaustan,andvari,kul,gola,þurrt í veðri þ.10.en smá él um morguninn þ.11. frost -2 til -6 stig.

12-17: Norðaustan eða norðlægar vindáttir,kaldi,allhvass þ.13.og 16.snjókoma,él,hiti frá +3 stigum  niður í -5 stig.

18-24:Suðlægar,SA-S-SV,vindáttir,kul,gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,þurrt í veðri.18, 20 og 23,annars rigning,slydda eða snjókoma,hiti frá +5 niðri -7,5 stig.

25:Sunnan gola eða stinningsgola í fyrstu,síðan V og N kaldi um kvöldið,slydda eða snjókoma,hiti +4 og niðri -1 stig.

26-27:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,stinningsgola,stinningskaldi,él,slydda,skafrenningur,hiti +6 til -3 stig.

28-30:Vestan gola í fyrstu,síðan NA eða N slydda,snjókoma,él,hiti frá + 3 stigum niðri -2 stig.

31:Vestlægar vindáttir kul,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti frá 0 stigum niður í -5 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 97,5 mm.  (í janúar 2014: 49,5 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 5. +7,5 stig.

Mest frost mældist þann 18. -7,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,0 stig.

Meðalhiti við jörð var -3,05 stig. (í janúar 2014: -0,44 stig.)

Alhvít jörð var í 17 daga.

Flekkótt jörð var í 14 daga.
Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist 26 cm. þann 26.

Sjóveður:Mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. janúar 2015

Úrkoman var 836,7 mm árið 2014.

Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 836,7 mm á liðnu ári 2014. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra á einu ári nema árið 2011,þá var úrkoman 1153,8 mm,sem var úrkomumet. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjö hundruð millimetrum á ársgrundvelli. Þrívegis fór úrkoman 2014 yfir hundrað mm í einum mánuði og það var í júlí (124,6 mm) í október (134,2 mm) og í desember (117,2 mm). Og minnsta úrkoma á árinu 2014 var í maí (24,9 mm). Úrkoman var því 128,7 mm meiri en árið 2013.

Hér fara á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,og nú til ársins 2014: 1995: (358,3 mm) frá ágúst til desember. 1996: (778,0 mm). 1997: (914,9 mm). 1998: (892,9 mm). 1999: (882,0 mm). 2000: (743,8 mm). 2001: (722,6 mm): 2002: (827.4 mm). 2003: (883,0 mm). 2004: (873,9 mm).2005: (763,3 mm). 2006: (993,2 mm). 2007: (972,0 mm). 2008: (864,1 mm). 2009: (994,6 mm). 2010: (633,5 mm). 2011: (1153,8 mm). 2012: (789,1 mm). 2013: (708,0 mm). 2014: 836,7 mm.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. janúar 2015

Veðrið í Desember 2014.

Mjög mikill klammi myndaðist á hús og girðingar og raflínur um miðjan mánuð.
Mjög mikill klammi myndaðist á hús og girðingar og raflínur um miðjan mánuð.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með kvelli,því frá miðnætti og aðfaranótt þann 1.og fram á morgun var suðvestan rok eða ofsaveður,síðan voru hvassar SV- áttir fram til fjórða. Eftir það voru umhleypingar með éljum eða snjókomu. Þann níunda um kvöldið gekk í Norðan storm og var fárviðri og ofsaveður aðfaranótt tíunda og um morguninn. Enn og aftur gerði Norðan hvassviðri eða storm tíunda og ellefta,með snjókomu eða éljum. Eftir það voru miklir umhleypingar út mánuðinn.

Spilliblota gerði dagana fyrir jól og seig snjór mikið,mest í slydduveðri,vegir urðu mjög svellaðir. Aftur gerði blota á milli jóla og nýárs í SV hvassviðri og fór snjór þá mikið og svellalög minkuðu og urðu vegir sumstaðar auðir. Mjög úrkomusamt var í mánuðinum. Ágætt veður var um miðnætti á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdags,gott veður til að skjóta upp flugeldum.

Í Suðvestan veðrinu þann 1.náði vindur að fara í 47 m/s í kviðum sem er langt yfir vindstigakvarðann gamla,sem sýnir aðeins tólf vindstig eða 35 m/s.

Í Norðan óveðrinu þann tíunda var meðalvindhraði 33 m/s eða fárviðri um tíma síðan ofsaveður,mesti vindhraði var 38 m/s. Í þessu veðri fór ölduhæð í 9 til 14 metra eða hafrót.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4:Suðvestan rok,stormur,hvassviðri,síðan,allhvass,stinningskaldi eða kaldi,en kul eða gola,þ.4.,skúrir,él,snjókoma,hiti +5 og niður í -3 stig.

5:Austan,stinningsgola,stinningskaldi,snjóél,snjókoma,hiti -1 upp í +3 stig.

6:Suðvestan kaldi í fyrstu síðan SA andvari,snjóél,hiti frá -2 til +2 stig.

7-8:Norðaustan eða A læg vindátt,stinningskaldi,stinningsgola,gola,snjóél,hiti frá - 4 til +1 stig.

9:Aðfaranótt níunda var austan hvassviðri með snjókomu eða slyddu framundir morgun,um daginn var SV stinningsgola,kaldi og hvassviðri um tíma með snjókomu og skafrenningi,um kvöldið gekk í Norðan storm með snjókomu,hiti +2 til -2 stig.

10-11:Norðan fárviðri,ofsaveður,rok,stormur,hvassviðri,snjókoma,él,frost -1 til -5 stig.

12:Norlægur í fyrstu en síðan SV,stinningsgola,gola,þurrt í veðri,frost -4 til -8 stig.

13:Sunnan gola í fyrstu,síðan NA stinningskaldi,snjókoma um kvöldið,hiti frá -5 stigum upp í 0 stig.

14-15:Norðan hvassviðri,stormur,síðan allhvasst,snjóél,snjókoma,frost -1 til -6 stig.

16:Austan eða suðlæg vindátt,gola,stinningsgola,stinningskaldi,mikil snjókoma um tíma,hiti -5 til +3 stig.

17-Austan stinningskaldi og síðan V gola,snjókoma,hiti frá +2 niðri -1 stig.

18-19:Vestan andvari í fyrstu síðan norðlæg vindátt,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,allhvass,snjókoma,slydda,hiti +3 niðri -5 stig.

20:Austan gola eða stinningsgola,rigning,slydda,snjókoma,hiti frá -2 upp í +4 stig.

21:Vestan og NV,kul,stinningsgola,allhvass,él,slydda,hiti frá +1 til +6 stig.

22-24:Norðaustan kaldi,stinningskaldi,allhvass,hvassviðri,snjókoma,slydda,él,hiti +0 til +4 stig.

25-26:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola eða kaldi,lítilsáttar snjókoma með köflum,hiti frá -5 til +2 stig.

27:Norðlæg og síðan suðlæg vindátt,kaldi síðan gola,snjókoma,él,hiti frá -5 til +0 stig.

28-31:Sunnan eða SV,hvassviðri,síðan allhvasst,stinningskaldi,kaldi,enn kul á gamlárskvöld,skúrir,rigning,hiti +2 til +9,5 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 117,2 mm. (í desember 2013: 63,0 mm.)

Þurrir dagar voru 1.

Mestur hiti mældist þann 29: +9,5 stig.

Mest frost mældist þann  12: -7,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0.1 stig.

Meðalhiti við jörð var -2,7 stig. (í desember 2013: -3,51 stig.)

Alhvít jörð var í 26 daga.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 2 daga.

Mesta snjódýpt mældist 45 cm þann 19.

Sjóveður:Oftast mjög slæmt og eða mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. desember 2014

Veðrið í Nóvember 2014.

Selur var oft í mánuðinum í góða veðrinu í Ávíkinni,stundum voru þeir tveir.
Selur var oft í mánuðinum í góða veðrinu í Ávíkinni,stundum voru þeir tveir.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðaustan hvassviðri og stormi,rigningu eða slyddu. Síðan var vindur hægari og veður fór kólnandi og var nokkurt frost frá áttunda til ellefta. Þann tólfta gerði norðaustan hvassviðri eða austan enn og aftur,og fór veður þá hlýnandi,síðan voru austlægar eða suðlægar vindáttir með hægviðri oftast,og mjög hlýju veðri frá 18.og fram til 24.,en þá fór heldur að kólna,en suðlægar vindáttir áfram. Þann þrítugasta gekk í SV hvassviðri og storm fyrir miðnætti.

Mánuðurinn verður að teljast mjög hlýr í heild,og úrkomulítill.

Dálítið tjón varð þegar flotbryggja sleit sig lausa í smábátahöfninni á Norðurfirði í NA óveðrinu þann 2.nóvember.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3:Norðaustan allhvass,hvassviðri eða stormur,síðan hægari þ.3.,kaldi,gola,rigning,súld,slydda,hiti 2 til 6 stig.

4-5:Austlægar eða breytilegar vindáttir,kul eða gola,þurrt í veðri þ.4.rigning þ.5.,hiti frá -2 til +4 stig.

6-9:Norðaustan,stinningsgola,kaldi,en hvassviðri þ.7.síðan stinningskaldi,slydda,snjókoma,él,hiti +7 niður í -3 stig.

10-11:Austlæg eða breytileg vindátt,andvari eða kul,þurrt í veðri þ.10,smá rigning um kvöldið þ.11.hiti frá -5 upp í +5 stig.

12-14:Norðaustan og A,hvassviðri,allhvasst,stinningskaldi,rigning,súld,hiti frá +2 til +8 stig.

15-17:Breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,lítilsáttar rigning þ.15.annars þurrt,hiti +1 til +7 stig.

18-29:Suðaustan,eða suðlægar vindáttir,kul gola,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,þurrt í veðri 18-21-22-23 og 27,annars skúrir,rigning,slydda,hiti frá -1 stigi til +11 stig.

30:Sunnan stinningsgola í fyrstu,síðan A,stinningskaldi,en seint um kvöldið gekk í SV storm,rigning eða skúrir,hiti +2 til +5 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 54,6 mm. (í nóvember 2013: 58,9 mm.)

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 20: +11,0 stig.

Mest frost mældist þann  10: -4,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var + 4,1 stig.

Meðalhiti við jörð var +0,85 stig.  (í nóvember 2013: -1,99 stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 26 daga.

Mesta snjódýpt mældist dagana 9,10 og 11: 2 cm.

Sjóveður:Oft slæmt sjóveður eða mjög rysjótt fyrri hluta mánaðar,en mjög gott seinni hlutann.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. nóvember 2014

Veðrið í Október 2014.

Gosmystur yfir Reykjaneshyrnu 16-10-2014.
Gosmystur yfir Reykjaneshyrnu 16-10-2014.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum,með skúrum eða rigningu og sæmilega hlýju veðri. En þann þriðja gerði norðvestan áhlaup með mikilli slyddu og sumstaðar snjókomu,snjó festi í byggð og varð alhvítt í sjó fram,eins og í Norðurfirði,en flekkótt að miklu leiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Þetta var fyrsti snjór í byggð á þessu hausti,og einnig sem fjöll urðu alhvít. Síðan voru suðlægar vindáttir í tvo daga. Frá sjötta voru nokkuð umhleypingasamt. Þann 20.gekk í norðan hvassviðri með ofankomu og frysti um tíma. Þá var umhleypingasamt aftur,með hægviðri á milli,en síðasta dag mánaðar gerði austan hvassviðri eða storm,með rigningu. Mjög úrkomusamt var í mánuðinum,þótt sjö dagar væru úrkomulausir. Talsvert gosmistur var þann 6 og 7,sem talið var ættað frá gosinu í Holuhrauni,og einnig 15 og 16.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Sunnan eða SV,stinningsgola,kaldi,en NA um kvöldið þ.2 með stinningskalda,skúrir,rigning,hiti 5 til 9 stig.

3:Norðvestan hvassviðri,en V gola um kvöldið,mikil slydda,hiti 0 til 2 stig.

4-5:Suðlægar vindáttir,gola,stinningsgola,lítilsáttar rigning þann 4.en þurrt þann 5.hiti frá -0 stigum upp í +9 stig.

6-10:Norðaustan,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,allhvass,mistur,skúrir,þurrt þ.7.hiti 5 til 11 stig.

11-12:Norðan,gola,stinningsgola,kaldi,snjóél,snjókoma,slydda,rigning,hiti 0 til 3 stig.

13:Suðvestan,kul,snjókoma,slydda,rigning,hiti 1 til 4 stig.

14-16:Suðlægar eða auslægar vindáttir,andvar,kul,stinningsgola,allhvass,mistur,rigning þ.16.þurrt þ.14 og 15.hiti -2 stig upp í +6 stig.

17:Norðan,stinningskaldi,kaldi,stinningsgola,rigning,súld,hiti 2 til 7 stig.

18-19:Austan,eða suðlægar vindáttir,gola,stinningsgola,stinningskaldi,kaldi,rigning,hiti 5 til 8 stig.

20-21:Norðan og NV,hvassviðri eða stormur 20.síðan allhvass,stinningsgola,snjókoma,él,hiti -2 til +3 stig.

22:Suðlægar vindáttir síðan NA,kul,stinningsgola,þurrt í veðri,hiti frá -4 stigum upp í +4 stig.

23-25:Norðaustan,kaldi,stinningsgola,eða gola,rigning eða slydda,hiti 2 til 5 stig.

26-28:Norðan,kaldi,stinningskaldi eða allhvass,snjó eða slydduél og eða slydda,hiti +0 til +4 stig.

29:Suðaustan andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti -1 til +2 stig.

30:Suðaustan kul í fyrstu síðan NA stinningsgola,þurrt í veðri,hiti -3 til +4 stig.

31: Ausnorðaustan,allhvass,hvassviðri,stormur,rigning,hiti 3 til 6 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 134,2 mm.  (í október 2013: 70,5 mm.)

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist +11,0 stig dagana 6 og 7.

Mest frost mældist -3,5 stig þann 22.

Meðalhiti mánaðarins +3,8 stig.

Meðalhiti við jörð var +0.95 stig. (október 2013: +1,76 stig.)

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð því í 25 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 21: 4 cm.

Sjóveður:Var mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. október 2014

Fyrsti snjór á láglendi.

Flekkótt jörð var í morgun.
Flekkótt jörð var í morgun.
1 af 2

Í morgun var fyrsti snjór haustsins komin á láglendi. Mjög kólnaði í veðri í nótt og í morgun orðin mjög hvass af Norðvestri. Veðurlýsing frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík var þannig í morgun klukkan níu. Norðvestan 20 m/s og upp í 27 m/s í kviðum,mikil slydda,hiti 1,4 stig,flekkótt jörð og snjódýpt 2 cm og stórsjór,úrkoman mældist 31,4 mm og stórsjór.

Veður er en kólnandi og fer þetta þá úr slyddu í snjókomu. Eftir veðurspá Veðurstofu Íslands fer að draga úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. október 2014

Veðrið í September 2014.

Fyrsta snjó í fjöll gerði aðfaranótt 26. Séð frá Litlu-Ávík í Árnesfjall í Trékyllisvík.
Fyrsta snjó í fjöll gerði aðfaranótt 26. Séð frá Litlu-Ávík í Árnesfjall í Trékyllisvík.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðlægum vindáttum eða breytilegum,talsverð rigning var þann 1 og 2. Þann fimmta gerði suðlægar vindáttir sem stóð til sextánda,með hlýju veðri. Þá gerði norðlægar vindáttir í tvo daga. Þann 19 gekk í suðlægar vindáttir aftur með einhverri vætu fram til 23. Þann 24. var austlæg vindátt með hægum vindi en mikilli rigningu um tíma yfir miðjan daginn. 25.var suðvestan,allhvass um tíma með skúrum. Þann 26.gerði norðan hvassviðri um tíma með mikilli úrkomu um morguninn og mjög kólnandi veðri. Eftir það var norðaustan eða auslægar vindáttir og síðan suðlægar með vætu. Úrkomusamt var í mánuðinum. Fyrsti snjór í fjöllum var að morgni 26.flekkótt fjöll.

Mjög góð berjaspretta var í sumar,af krækiberum en lítið af bláberum. Mjög sennilega gosmengun,mistur þann 17.og mikið mistur þann 20.um tíma. Fallþungi dilka var lægri en í fyrra. Bændur kenna vætutíð í sumar um.


Yfirlit dagar eða vikur:

1-3:Norðlægar vindáttir,kul eða gola,skúrir,síðan rigning og súld,hiti 5 til 11 stig.

4:Breytileg vindátt,logn eða andvari,þurrt í veðri,hiti 7 til 12 stig.

5-16:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola,kaldi,stinningskaldi,en allhvass eða hvassviðri, þ.11 og 12,með stormkviðum,skúrir,en þurrt í veðri þ.13 og 16. Hiti 6 til 18,0 stig.

17-18:Norðan eða NA,kul eða gola,þurrt þ.17.en sennilega gosmystur seinnipart þ.18,súldarvottur,hiti 3 til 10 stig.

19-20:Suðvestan eða suðlæg vindátt,andvari,stinningsgola,rigning,skúrir,gosmistur þ.20 talsvert,hiti 5 til 13 stig.

21-22:Suðaustan og Sunnan,gola,stinningsgola,stinningskaldi,rigning,skúrir,hiti 5 til 13 stig.

23:Suðvestan,gola,stinningsgola,skúrir,hiti gola,stinningsgola,skúrir,hiti 6 til 10 stig.

24:Austan andvari,kul eða gola,mikil rigning um tíma,hiti 6 til 9 stig.

25:Suðvestan stinningskaldi eða allhvass,en N um kvöldið með stinningsgolu,skúrir,hiti 5 til 10 stig.

26:Norðan stinningskaldi,allhvass en stinningsgola um kvöldið,mikil rigning,hiti 4 til 7 stig.

27-28: Norðaustan og austan,stinningskaldi,kaldi,stinningsgola,gola,rigning,skúrir,hiti 4 til 7 stig.

29-30:Suðaustan sunnan,gola,kaldi,stinningskaldi,rigning,skúrir,hiti 4 til 13 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 91,8 mm. (í september 2013: 107,7 mm.)

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 14. +17,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 17. +3,1 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,2 stig.

Meðalhiti við jörð var + 5,6 stig. (í september 2013: +3,42 stig.)

Sjóveður:Allsæmilegt meiri hluta mánaðar,en slæmt dagana 1-2-26-27 og 28.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. september 2014

Fyrsti snjór í fjöllum.

Örkin 634 m. Snjór náði niðurfyrir 200 metra.
Örkin 634 m. Snjór náði niðurfyrir 200 metra.
1 af 2

Í morgun var komin fyrsti snjór í fjöll hér í Árneshreppi,og víðar sjálfsagt. Vindur gekk til norðlægrar vindáttar í gærkvöld og í nótt og orðin hvass í morgun 12 til 15 m/s. Allmikil úrkoma var í nótt og í morgun,mikil rigning á stundum,enda var mesta úrkoman eftir nóttina á veðurstöðinni í Litlu-Ávík 14,5 mm,og næst mest var á Sauðanesvita 10,4 mm. Nú fyrir hádegið er farið að draga mikið úr úrkomunni. Úrkoman fellur sem rigning niður við sjó og á láglendi,en ofan við tvö hundruð metra sem slydda eða snjór. Í morgun náði snjór í fjallinu Örkinni,sem er notuð sem mælikvarði fyrir snjó til fjalla á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,auð fjöll,fleklótt eða alhvít,niður fyrir 200 metra og víðar neðar hlé megin við fjöll. Meðfylgjandi myndir eru teknar klukkan rúmlega níu í morgun.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. september 2014

Veðrið í Ágúst 2014.

Hitinn náði tvívegis 17,1 stigi í mánuðinum.
Hitinn náði tvívegis 17,1 stigi í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum sem stóðu fram til 13. og var þurrt og ágætt veður um verslunarmannahelgina eða fyrstu fimm daga mánaðar. Þá gerði loks suðvestanátt í einn dag. Þann 15.gekk aftur í norðlægar vindáttir með rigningu,sem stóð aðeins í tvo daga. Frá 17.til 21.voru breytilegar vindáttir,hægviðri og mikið til þurru veðri. Þann 22,gekk í suðlægar vindáttir með úrkomu litlu veðri og hlýindum,sem stóð til 27. Síðan breytilegar vindáttir,en austlæg vindátt með rigningu síðasta dag mánaðarins. Mánuðurinn var hægviðrasamur og úrkomulítill. Seinna slætti var lokið um miðjan mánuð hjá bændum í Árneshreppi.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-13: Norðan eða NA áttir,kul,gola,stinningsgola,en kaldi 7.8,og 9,þurrt í veðri 1.til 5.og þ.13.síðan súld eða rigning,hiti 5 til 13 stig.

14:Suðvestan kaldi,smá skúrir,hiti 10 til 13 stig.

15-16:Norðan gola,stinningskaldi síðan kaldi,rigning,hiti 6 til 9 stig.

17-18:Suðvestan eða breytilegar vindáttir,andvari,kul eða stinninggola,þurrt í veðri,hiti 5 til 14 stig.

19-21:Norðan,NA eða breytilegar vindáttir,andvari,kul,gola,eða stinningsgola,þurrt í veðri þ.21,annars smá súld eða skúra vottur,hiti 3 til 13 stig.

22-27:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul,gola,stinningsgola,kaldi,en allhvass um tíma þ.26,þurrt í veðri 21 og 22,annars lítilsáttar skúrir,hiti 4 til 17 stig.

28-30:Breytilegar vindáttir,andvari,gola,lítilsáttar væta,úrkomu vart,hiti 7 til 17 stig.

31:Auslæg vindátt,kul eða gola,rigning,hiti 10 til 14 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 33,5 mm. (í ágúst 2013: 73,1 mm.)

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist dagana 27 og 30: +17,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 21: +2,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,8 stig.

Meðalhiti við jörð var +6,57 stig.  (í ágúst 2013: +5,66 stig.)

Sjóveður:Talsverður sjór dagana 7-8-9 og 16,annars sæmilegt sjóveður eða gott.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. ágúst 2014

Veðrið í Júlí 2014.

Mikið jarðfall varð úr Árnesfjalli að norðanverðu Mela megin fimmtudaginn 10.
Mikið jarðfall varð úr Árnesfjalli að norðanverðu Mela megin fimmtudaginn 10.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægri suðlægri vindátt,en gekk síðan í norðlægar vindáttir,allhvassar,með mikilli úrkomu fram til sjötta. Hægari vindur af austri og síðan suðri,með minni úrkoma eftir það fram til ellefta. Þá gekk í ákveðna norðanátt aftur með talsverðri úrkomu fram til 16. Loks gerði suðvestanátt þann 17 sem stóð þann dag. Enn og aftur gerði hafáttir í fimm daga með vætutíð. 23 og 24 voru suðlægar vindáttir,með einhverri úrkomu. Frá 26.og út mánuðinn voru hafáttir enn á ný með úrkomu,en þurru veðri tvo síðustu daga mánaðarins.

Miklir vatnavextir voru í byrjun mánaðar,nokkrar vegaskemmdir urðu á vegum á norðanverðum Ströndum. Vegur fór í sundur við brúna yfir Selá í Steingrímsfirði og talsvert um aurspýjur niður á vegi norður í Árneshrepp.

Mikið jarðfall varð úr Árnesfjalli að norðanverðu( Mela megin)fimmtudaginn 10. Mikil spilda fór niður og náði niður á veg í svonefndri Hvalvík og lokaði veginum í um 4 til 5 tíma,þegar talið var óhætt að opna. Skírsla hefur verið send ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands og myndir um þann atburð.

Illa  hefur gengið með heyskap hjá bændum í Árneshreppi vegna vætutíðar. Nokkrir bændur slógu talsvert uppúr 20.júní í góðu veðri,enn eftir mánaðarmótin hefur verið vætutíð. Það var ekki fyrr en 9. eða 10.sem bændur byrjuðu aftur á slætti en erfitt var með að ná þurru heyji vegna úrkomu og þurrkleysis og mikils raka og ef var þurrt veður var enginn vindur. Gras var orðið úr sér sprottið og það varð bara að slá. En flestir bændur luku fyrri slætti nú í lok mánaðar,og mest allt hey er mjög blautt jafnvel hrakið og heygildin sennilega ekki góð.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Suðlæg vindátt,kul,gola,stinningsgola,rigning,hiti +7 til +14 stig.

2-8:Norðan eða NV,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,allhvass,rigning,súld,hiti +3 til +14 stig.

9:Norðaustan eða A,andvari eða kul,rigning seinnihluta dags,hiti +8 til +13.0 stig.

10:Sunnan eða SV,gola,síðan kul,skúrir,hiti +10 til +13 stig.

11-16:Norðlægar vindáttir,kul,gola,stinningsgola,rigning eða súld,hiti +7 til +13 stig.

17:Suðvestan,gola eða stinningsgola,smá skúrir,hiti +9 til +15 stig.

18-22:Norðlægar eða breytilegar vindáttir,andvari,kul,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri þ.19.annars súld,eða rigning,oft þoka eða þokuloft,hiti +8 til +14 stig.

23:Sunnan kul,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti +9 til 19 stig.

24-25:Suðlægar vindáttir,kul,eða gola,skúrir,hiti +10 til +19 stig.

26-31:Hafáttir,andvari,kul,gola,stinningsgola,kaldi,rigning,súld,þurrt í veðri 27,28,30 og31,hiti +6 til +16 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 124,6 mm.  (í júlí 2013: 65,3 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 23: +19,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 7: +2,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,7 stig.

Meðalhiti við jörð var +7,59 stig. (í júlí 2013: +6,13 stig.)

Sjóveður:Nokkuð slæmt 2 til 6,dálítill upp í allmikinn sjó,og 3 síðustu daga mánaðar,dálítill,talsverður sjór. Annars mjög gott sjóveður,og oft aðeins gráð eða jafnvel ládautt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
Vefumsjón