Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. júlí 2014

Veðrið í Júní 2014.

Snemma var byrjað að heyja í Árneshreppi þetta sumarið. Heyskapur á Melum 23-06-2014.
Snemma var byrjað að heyja í Árneshreppi þetta sumarið. Heyskapur á Melum 23-06-2014.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum norðan og norðvestanáttum,með hægum vindi en mikið um þokuloft og súld og fremur köldu veðri til 11. Þann 12. fór að hlýna í byli með hægviðri og þokuloftið hopaði í bili. Loks þann 16. gerði suðvestanáttir sem stóð í fjóra daga,með hlýju veðri og smá vætu. Aftur gekk í hægar hafáttir þann 20. með viðkomandi þokulofti og smá súld með köflum,sem stóð til 24. Eftir það voru breytilegar vindáttir og síðan suðlægar vindáttir út mánuðinn. Hægviðrasamt var allan mánuðinn og úrkomulítið. Heyskapur byrjaði óvenju snemma þetta sumarið í Árneshreppi vegna óvenju góðs veðurfars.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-12:Norðan eða NV,andvari,kul eða gola,rigning,súld,þokuloft,þurrt í veðri 6,7 og 12.,hiti +5 til +10 stig. Hlýnandi veður þ.12.

13-15:Breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,þurrt í veðri 13 og 15,annars súld,hiti +6 til +16 stig.

16-19:Suðvestan gola,stinningsgola,kaldi,skúrir,rigning,hiti +9 til +17 stig.

20-24:Norðlægar vindáttir,kul eða gola,súld en þurrt þann 23.hiti +7 til +13 stig.

25-26:Breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul,þurrt þ.25.en skúrir eða rigning þ.26.hiti +10 til +17 stig.

27-30:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul,gola,eða stinningsgola,skúrir eða rigning,en þurrt 28 og 29.hiti +7 til +16 stig.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 32,4 mm.  (í júní 2013:13,2 mm.)

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist dagana 17 og 25. 17,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 1. 4,2 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,1 stig.

Meðalhiti við jörð var 7,10 stig.  (í júní 2013:5,58 stig.)

Sjóveður:Mjög gott allan mánuðinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. júní 2014

Veðrið í Maí 2014.

Lambfé var sett óvenju snemma út í ár.
Lambfé var sett óvenju snemma út í ár.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta vika mánaðarins var vindur hægur með lítilli úrkomu,frosti í fyrstu en síðan hlýnandi veðri. Eftir það voru norðaustanáttir með frekar svölu veðri fram til þrettánda. Síðan var hægviðri með lítilli úrkomu og hlýrra veðri í bili. Eftir það skiptust á hafáttir eða suðlægar vindáttir,oftast hægar með talsverðum hitamismun.

Miklar hitasveiflur voru í mánuðinum,það má því segja að mánuðurinn hafi bæði verið kaldur og hlýr,en verður að teljast hlýr í heild sinni. Aðfaranótt þrettánda varð alhvítt í fjöllum og víða niður á láglendi. Úrkoman var með minna móti í mánuðinum. Bændur gátu sett lambfé út á tún óvenju snemma miðað við mörg undanfarin ár,vegna betra tíðarfars í maí í ár. Ræktuð tún voru farin að taka vel við sér snemma í maí,og úthagi orðin alsæmilegur í lok mánaðar.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-7:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri fyrstu þrjá dagana,annars rigning eða súld,hiti frá -3 stigum til  +9 stig.

8-13:Norðaustan,stinningsgola en oftast kaldi,þurrt í veðri 9. og  10.,annars skúrir,slyddu eða snjóél,hiti 0 til 6 stig.

14-15:Norðan eða NV,kul eða gola,rigning,súld,hiti +3 til +6 stig.

16:Suðvestan,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti +6 til +11 stig.

17-19:Norðan eða NV lægar vindáttir,kul,gola,stinningsgola,kaldi,rigningarvottur,en þurrt í veðri þ.19., hiti +2 til +7 stig.

20:Suðvestan,en N seinnihluta dags,kaldi síðan gola,skúrir,hiti +3 til +10 stig.

21:Norðan og NNA,stinningsgola síðan kul,skúrir síðan slydduél,hiti +3 til +6 stig.

22:Suðvestan kul,síðan kaldi,þurrt í veðri,hiti +0 til +10 stig.

23-30:Mest suðlægar vindáttir,andvari,kul,gola,stinningsgola,rigning,skúrir,þurrt þ.30.,hiti +5 til +14 stig.

31:Norðnorðvestan kul eða gola,rigning,hiti 6 til 7 stig.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 24,9 mm. (í maí 2013:66,8 mm.)

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 30: +14,0 stig.

Mest frost mældist aðfaranótt 1: -2,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,7 stig.

Meðalhiti við jörð var: +2,86 stig.  (í maí 2013: +1,16 stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 0 dag: Athugasemd=aðfaranótt 13. var flekkótt jörð,en búið að taka upp á mælitíma kl 09:00.

Auð jörð var því í 31 dag.

Mesta snjódýpt:Mældist ekki.

Sjóveður: Gott eða sæmilegt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. maí 2014

Veðrið í Apríl 2014.

Talsverður snjór er enn í fjöllum.Örkin 634m.
Talsverður snjór er enn í fjöllum.Örkin 634m.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði á rólegu nótunum,með hægviðri og þoku eða þokulofti,en þokuloft var oft fyrstu átta daga mánaðar. Þann 10 var komin norðan með snjókomu eða éljum. Síðan hægviðri í tvo daga. Eftir það voru umhleypingar sem stóðu fram á páska. Loks þann 21. gerði hægviðri,breytilegar vindáttir og hlýnandi veðri,og var hlítt yfir daginn,og var þetta góða veður í fimm daga. Þann 26.,gerði ákveðna norðan og norðaustanátt með kólnandi veðri og var kalt í veðri það sem eftir lifði mánaðar. Þokuloft í fyrstu og síðan él,enn síðan þurru veðri. Úrkoman var í lægri kantinum í mánuðinum.

Tvívegis gerði suðvestan hvassviðri eða storm í mánuðinum,fyrst þann 15. Þá  náði vindur 60 hnútum eða 31 m/s í kviðum sem er ofsaveður. Aðfaranótt 18. og fram á miðjan dag var seinna hvassviðrið,þá náði vindur í kviðum 39 m/s sem er yfir fárviðrismörk. Engin tjón urðu í þessu veðri.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-6:Norðvestan eða N.,og eða breytilegar vindáttir,andvari eða kul,þokuloft,súld,rigning,þurrt í veðri þ.3.,hiti -2 til +6 stig.

7:Austlæg eða suðlæg vindátt,kul,stinningsgola,kaldi,rigning,síðan þokuloft og súld,hiti 3 til 7 stig.

8-9:Breytilegar vindáttir,andvarikul eða gola,þokuloft,súld,rigning,skúrir,en þurrt í veðri þ.9.,hiti 1 til 8 stig.

10-12:Norðan og síðan NA,stinningsgola,kaldi,snjókoma,eða él,hiti -4 til -+2 stig.

13:Suðlægar vindáttir eða breytilegar,andvari,kul,þurrt í veðri,hiti frá -2 til +3 stig.

14:Suðsuðvestan og síðan SA eða S,stinningsgola,kaldi,slydduél,rigning,hiti -1 til +7 stig.

15:Suðvestan hvassviðri með rok kviðum fyrri hluta dags,síðan allhvasst eða kaldi,él,hiti +1 til +8 stig.

16:Suðvestan kul eða gola,síðan N kaldi,él,hiti -2 til +3 stig.

17:Suðaustan gola eða stinningsgola fyrri hluta dags,en S hvassviðri um kvöldið,snjókoma,rigning,hiti frá -3 til +6 stig.

18:Suðvestan stormur fram á dag með kviðum yfir fárviðrismörk í éljum. Mjög dimm él hiti +4 niður í -1 stig.

19-20: Áframhaldandi SV. áttir,kaldi,stinningskaldi,dimm él,hiti frá -2 til +3 stig.

21-25:Breytilegar vindáttir,andvari,þurrt í veðri 21,22,23,og 24. Talsverð rigning þann 25. Hiti frá -2 til +13 stig.

26-30: Norðan eða NA,gola,stinningsgola,kaldi,súld,él,þurrt í veðri 28,29 og 30. Hiti frá +6 niður í -0 stig.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  41,2 mm. (í apríl 2013: 48,2 mm.)

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 24: +13,3 stig.

Mest frost mældist þann 11: -3,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,2 stig.

Meðalhiti við jörð var -0,23 stig.  (í apríl 2013: -2,43 stig.)

Alhvít jörð var í 6 daga.                                 

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 12 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 19: 10 cm.

Sjóveður: Sæmilegt eða gott. En slæmt dagana 7,11,12,og 18.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. apríl 2014

Veðrið í Mars 2014.

Snjóflóð féll á veginn í Urðunum þann 10-03-2014. Það var mælt og gefið upp á snjóflóðadeild Veðurstofunnar.
Snjóflóð féll á veginn í Urðunum þann 10-03-2014. Það var mælt og gefið upp á snjóflóðadeild Veðurstofunnar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur í heild. Fyrstu fjóra dagana voru norðaustanáttir með talsverðri snjókomu þann 2. Síðan voru suðlægar vindáttir í þrjá daga. En gekk í norðaustan og norðan 8.og 9.,með snjókomu. Frá tíunda til þrettánda voru mest suðlægar vindáttir,eftir það voru NA eða A- lægar vindáttir,en SV eða V þann 16. Þá gerði norðaustan með hvassviðri eða stormi nítjánda til tuttugusta og fyrsta og talsverðri snjókomu. Þann 24 voru komnar suðlægar vindáttir með hlýindum og talsverðri rigningu fram til 27. Síðustu daga mánaðar var hægviðri með hita yfir daginn en frosti á nóttinni og þurru og fallegu veðri.

Vindur náði 72 hnútum eða 37 m/s eða fárviðri í kviðum.,kl.:21:00 í SSV átt þann 10. Einnig þann 11.kl:06:00 náði vindur að fara í kviðum í 98 hnúta eða 51 m/s í SSV átt,langt yfir fárviðrismörk. Óverulegt tjón varð í þessu veðri í Árneshreppi á Ströndum.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4:Norðaustan,síðan A,allhvasst,fyrstu tvo dagana,síðan kaldi,stinningsgola eða gola,slydda,snjókoma,súld,hiti frá -3 stigum upp í +3 stig.

5-7:Sunnan eða SV,gola,kaldi,allhvasst,þurrt í veðri 5. og 6.,él um kvöldið þ.7.,hiti -3 til +3 stig.

8-9:Breytileg vindátt í fyrstu með kuli,en gekk síðan í NA og eða N allhvassan vind með snjókomu,hiti frá +3 stigum niðri -2 stig.

10-11:Sunnan,stinningsgola eða kaldi í fyrstu síðan SV stormur,rok og fárviðri í kviðum,snjókoma,slydda,él,hiti frá -3 til +8 stig.

12:Suðvestan kul í fyrstu,síðan NV eða N,andvari eða gola,snjókoma,rigning,hiti 0 til 5 stig.

13:Suðvestan,stinningsgola,kaldi,lítilsáttar él,hiti -1 til +1 stig.

14:Norðaustan,stinningsgola eða kaldi,él,hiti frá -1 til 2 stig.

15:Austan gola,stinningsgola fyrstu með snjókomu,síðan SV allhvass,hiti frá -2 og upp í +6 stig.

16:Suðvestan eða V,allhvass,stinningskaldi,kul,él,hiti +1 til -4 stig.

17-18:Norðaustan og A,kaldi,stinningsgola,gola,él,hiti -1 til -10 stig.

19-22:Norðaustan gola,stinningsgola í fyrstu síðan hvassviðri,stormur en stinningskaldi þ.22,él,snjókoma,hiti -2 til +2stig.

23:Vestlæg vindátt í fyrstu síðan austlæg,gola,stinningsgola,snjókoma um kvöldið,hiti -1 til -4 stig.

24:Suðaustan stinningsgola,rigning,hiti frá +2 stigum upp í +5 stig.

25:Suðvestan stinningsgola,allhvasst,slydduél,hiti +2 til +5 stig.

26:Suðaustan stinningsgola eða kaldi,síðan SV,gola,snjókoma,slydda,rigning,hiti +0 til +10 stig.

27:Sunnan eða SV,stinningsgola,kaldi,þurrt í veðri,hiti +2 til 6 stig.

28-31:Breytilegar vindáttir,gola,logn,andvari,kul,þurrt í veðri,hiti frá -2 stigum upp í +5 stig.


Mæligögn:

Úrkoman mældist 95,7 mm. (í mars 2013: 24,3 mm.)

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 26: +9,5 stig.

Mest frost mældist þann 18: -9,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,8 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,98 stig. (í mars 2013: -3,3 stig.)

Alhvít jörð var í 15 daga.

Flekkótt jörð var í 16 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 22.= 21 cm.

Sjóveður:Mjög rysjótt fyrri hluta mánaðar,en sæmilegt eftir 23.,og mjög gott og fallegt sjóveður síðustu daga mánaðarins.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. mars 2014

Ofsaveður og fárviðri í gær.

Skrifstofudyrnar fóru af í heilu lagi og rúðan brotnaði.
Skrifstofudyrnar fóru af í heilu lagi og rúðan brotnaði.
1 af 2

Það er óhætt að segja að ofsaveður og eða fárviðri hafi verið í gær,frá því í gærkvöld og fram á morgun. Samkvæmt mælum veðurstöðvarinnar í Litlu-Ávík var veðrið orðið klukkan 21:00 í gærkvöldi 23 m/s í jafnavind og kviður í 37 m/s í suðsuðvestan vindi,þetta er vindur yfir gömul tólf vindstig og telst fárviðri. Í morgun klukkan 06:00 var vindurinn á stöðinni Litlu-Ávík SSV 30 m/s í jafnavind og fór upp í 51 m/s í kviðum,sem er fárviðri,loks um sjöleitið fór að draga hratt úr vindstyrk. Sem betur fer hefur ekki frest af neinu stórtjóni en sem komið er,en hurð fauk af á gistiheimilinu Bergistanga þar sem Gunnsteinn Gíslason er með skrifstofuaðstöðu í sama húsi og gistiheimilið er í gamla frystihúsinu. Einnig fauk grindverk af verönd (sólpalli) hjá Þórólfi Guðfinnssyni við hús hans í botni Norðurfjarðar. Eitthvað hefur frest um annað lauslegt sem hefur færst úr stað. Menn eru sammála um að þetta sé eitt mesta suðvestan hvassviðri sem hefur komið lengi hér í Árneshreppi.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. mars 2014

Veðrið í Febrúar 2014.

Svonefndir Vogar sem eru fjórir útí Neslandi í Litlu-Ávík.
Svonefndir Vogar sem eru fjórir útí Neslandi í Litlu-Ávík.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru mest ríkjandi í mánuðinum. Fyrstu þrjá daga mánaðarins voru norðaustlægar vindáttir,síðan gerði hægviðri í tvo daga. Síðan var ákveðin norðaustanátt næstu tíu daga. Þá gerði blíðviðri í tvo daga með nokkru frosti. En snerist til norðaustanáttar þann 19.,sem stóð út mánuðinn. Úrkoman var í lægri kantinum þennan mánuðinn.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3:Norðaustan,stinningskaldi eða allhvass,þurrt í veðri þann 1.,annars él eða snjókoma,hiti -1 til +3 stig.

4-5:Breytilegar vindáttir eða logn,andvari,kul,snjókoma um morguninn þ. 4.,þurrt þ.,5.,hiti -0 til +3 stig.

6-16.Norðaustan,hvassviðri,allhvasst,stinningskaldi,kaldi,stinningsgola,þurrt í veðri þ.6.,annars,súld,slydda,snjókoma eða él,hiti frá +4 stigum niðri -3 stig.

17-18:Austan eða SA,kul eða gola,þurrt í veðri,frost -1 til -7 stig.

19-28.Norðaustan,kaldi,stinningskaldi,enn mest allhvasst,þurrt í veðri þ.19.,annars,él,snjókoma,slydda,súld,hiti frá -4 stigum upp í +3 stig.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 37,1 mm. (í febrúar 2013:55,7 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 1. +4,0 stig.

Mest frost mældist þann 18. -7,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var + 0,6 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,07 stig. (í febrúar 2013:-0,39 stig.)

Alhvít jörð var í 5 daga.

Flekkótt jörð var í 20 daga.

Auð jörð var því í 3 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 12. 7 cm.

Sjóveður:Mjög slæmt sjóveður var í mánuðinum í heild.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. febrúar 2014

Veðrið í Janúar 2014.

Séð niðrað Gjögri.Mynd 30-01-2014.
Séð niðrað Gjögri.Mynd 30-01-2014.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Norðaustan eða Norðan hvassviðri,eða allhvössum vindi sem stóð til og með áttunda þessa mánaðar. Síðan gerði hægviðri með austlægum eða suðlægum vindáttum í þrjá daga. Tólfta til fimmtánda voru austlægar vindáttir allhvasst eða með kalda,og með lítilsáttar úrkomu. Eftir það voru bara hægviðri að mestu með nokkurri úrkomu fram til 23. Eftir það voru hægar hafáttir og síðan austlægar vindáttir,en allhvasst af austri síðasta dag mánaðar. Úrkoman var í minna lagi í mánuðinum. Rafmagn fór af Árneshreppi um morguninn þann þriðja og komst rafmagn aftur á á sunnudagsnótt þann 5. Rafmagnslínur slitnuðu vegna ísingar á Trékyllisheiði.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-8:Norðaustan eða N,hvassviðri,allhvasst,stinningskaldi,skúrir,él,snjókoma,slydda,frostrigning,hiti frá +3 stigum niðri -1 stig.

9-10:Austan eða breytileg vindátt,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti frá +2 stigum niðri -2 stig.

11:Suðvestan,andvari,kul,stinningsgola,lítilsháttar snjókoma eða slydda,fyrri hluta dags,hiti frá +3 stigum niðri -2 stig.

12-15:Austan eða NA,kaldi,stinningskaldi,allhvasst,þurrt í veðri 12.,og 13.,annars smá él og síðan lítilsáttar súld,hiti frá -4 stigum í +4 stig.

16-18:Breytleg vindátt eða austlæg,andvari,kul,gola,stinningsgola,súldarvottur þ.16.,annars þurrt,hiti +4 neðri +1 stig.

19:Noraustan kaldi síðan gola eða kul,súld,hiti +2 til +4 stig.

20-23:Breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul eða gola,súld,rigning,slydda,hiti +4 stig niðri -1 stig.

24:Norðaustan gola,stinningsgola,kaldi,snjókoma,hiti frá +3 stigum niðri -1 stig.

25-28:Norðan og síðan NA,gola,stinningsgola,kaldi,rigning,súld,þokuloft,hiti frá +4 sigum niðri 0 stig.

29-31:Norðaustan og A,kul,gola,en kaldi og allhvass þann 31.,slydda,snjókoma,þurrt í veðri þ.,30.,hiti,frá -4 stigum uppi +5 stig.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 49,5 mm. (í janúar 2013: 61,3 mm.)

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist +4,8 stig þann 31.

Mest frost mældist -4,0 stig þann 30. og -3,9 þann 12.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,4 stig.
Meðalhiti við jörð -0,44 stig. (í janúar 2013: -0,96 stig.)

Alhvít jörð var í 4 daga.

Flekkótt jörð var í 19 daga.(þar af mest svellað í 14 daga.)

Auð jörð því í 8 daga.

Mesta snjódýpt mældist 6 cm þann 6.

Sjóveður:Ekkert eða mjög slæmt sjóveður fyrstu viku mánaðar,síðan nokkuð rysjótt fram til 19. Síðan nokkuð sæmilegt sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. janúar 2014

Úrkoman var 708,0 mm árið 2013.

Úrkoman var 81,1 mm minni en árið 2012.
Úrkoman var 81,1 mm minni en árið 2012.

Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 708,0 mm á liðnu ári 2013. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra á einu ári nema árið 2011,þá var úrkoman 1153,8 mm,sem var úrkomumet. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjö hundruð millimetrum á ársgrundvelli. Aðeins einu sinni fór úrkoman 2013 yfir hundrað mm í einum mánuði og það var í september (107,7 mm). Og minnsta úrkoma á árinu 2013 var í júní (13,2mm). Úrkoman var því 81,1 mm minni en árið 2012.

 

Hér fer á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,og nú til ársins 2013: 1995. (358,3 mm) frá ágúst til desember. 1996. (778,0 mm). 1997. (914,9 mm). 1998. (892,9 mm). 1999. (882,0 mm). 2000. (743,8 mm).2001. (722,6 mm). 2002. (827.4 mm). 2003. (883,0 mm). 2004. (873,9 mm).2005. (763,3 mm). 2006. (993,2 mm). 2007. (972,0 mm). 2008. (864,1 mm). 2009. (994,6 mm). 2010. (633,5 mm). 2011.(1153,8 mm).2012. (789,1 mm).2013.(708,0 mm).

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. janúar 2014

Einkennilegt tíðarfar.

Séð til Krossness og Norðurfjarðar. Mynd tekin rétt fyrir hádegi. Það mætti samt halda að þessi mynd væri tekin í maí.
Séð til Krossness og Norðurfjarðar. Mynd tekin rétt fyrir hádegi. Það mætti samt halda að þessi mynd væri tekin í maí.
1 af 2

Frá því fyrir jól og yfir og eftir áramót hefur verið einkennilegt tíðarfar. Þótt Veðurstofa Íslands hafi spáð snjókomu varð litið sem ekkert úr henni,frekar í formi élja,slyddu eða frostrigningar eð frostúða,enda hefur hitastigið verið rokkandi frá í um frostmarkið og í og yfir þriggja stiga hita,og oft með ísingar veðri,með tilheyrandi rafmagnsleysi,því línur slitnuðu og staurar brotnuðu á Trékyllisheiðinni í þessu ísingar veðri. Þumalputtareglan segir að ef hiti er um þrjú stig niður á lálendi,lækki hitinn um hverja hundrað metra hæð um eitt stig,þannig að ef hiti er um þrjú stig á lálendi er hitinn um núll stig í þrjú hundruð metra hæð. Snjódýpt á veðurstöðinni í Litlu-Ávík hefur aðeins mælst mest sex sentimetrar sem af er mánuðinum,en undananfarið gefin upp svellaða jörð að miklu leyti,en nú eru svellin að minka. Það má segja svolítið einkennilegt hvað við hér í Árneshreppi höfum sloppið við þessi snjóalög sem er alsstaðar í kringum okkur,sitt hvoru megin við Húnaflóann.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. janúar 2014

Veðrið í Desember 2013.

Lítið var um gott sjóveður í mánuðinum.
Lítið var um gott sjóveður í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Suðvestanáttum með hvassviðri eða stormi fyrsta dag mánaðarins. Þann fjórða gekk í skammvinna Norðanátt með hörkufrosti til sjötta. Eftir það dróg úr frosti með austlægum eða breytilegum vindáttum,og síðan suðlægum. Síðan héldu umhleypingar áfram fram til 22. Eftir það gekk í ákveðna Norðaustanátt,oft með hvassviðrum eða stormi,rigningu,slyddu eða éljum. Talsverð ísing var 26 og 27.,í byggð. Talsverð eða mikil hálka og svell voru á vegum fyrir hátíðarnar og fram á áramót. Vindur náði 12 vindstigum gömlum þann 1.,eða yfir 35 m/s. Talsvert tjón varð hjá Orkubúi Vestfjarða á Trékyllisheiði á gamlársdag,þegar rafmagnstaurar brotnuðu og línur slitnuðu,vegna ísingar þar uppi.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3:Suðvestan hvassviðri eða stormur þ.1. síðan stinningskaldi eða kaldi,rigning,skúrir,síðan él og kólnandi,hiti frá +8,5 stigum niðri -4 stig.

4-5=Norðan,allhvass,stinningskaldi,kaldi,snjókoma,él,frost -6 til -9 stig.

6-8:Breytilegar vindáttir,andvari,gola,stinningsgola,snjókoma,él,þurrt í veðri þ.7.,frost frá -12 stigum upp í +2 stig.

9-11:Suðvestan eða S,kaldi,stinningsgola,kul,smá él þ.9.,annars þurrt,hiti frá +4 stigum niður í -3 stig.

12-13:Austlæg vindátt,kul,gola,stinningsgola eða kaldi,þurrt í veðri þ.12,lítilsáttar snjókoma þ.13.,hiti frá -4 stigum upp í +6 stig.

14:Vestan stinningskaldi,síðan kul,þurrt í veðri,hiti frá +4 stigum niðri 0 stig.

15-16:Suðlæg eða breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul,stinningsgola,él,hiti frá -5 stigum upp í +1 stig.

17:Suðlægur og síðan Austan,stinningsgola,allhvasst,snjókoma um kvöldið,hiti -1 stig til +2 stig.

18:Suðvestan stinningsgola,allhvasst,stinningskaldi,él,hiti +0 til +5 stig.

19:Norðvestan,stinningsgola,alhvass,snjókoma,hiti +2 til -4 stig.

20:Suðvestan,allhvass,kaldi,stinningsgola,skafrenningur,hiti frá +2 stig til -2 stig.

21-22:Norðaustan,allhvass í fyrstu,síðan stinningskaldi,eða kaldi,slydda,rigning eða súld,hiti +1 til +3,5 stig.

23-31:Norðaustan,stormur,hvassviðri,allhvasst,stinningskaldi,rigning,slydda.snjókoma,él,frostrigning,súld,hiti frá-3 til +4 sig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 63,0 mm. (í desember 2012: 76,0 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 1:+8,5 stig.

Mest frost mældist þann 6: -12,0 stig.

Meðalhiti við jörð var -3,51 stig. (í desember 2012:-2,49 stig.)
Meðalhiti var:-0,5 stig.

Alhvít jörð var í 25 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 2 daga.

Mesta snjódýpt mældist 16 cm dagana 9.og 20.

Sjóveður:Mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
Vefumsjón