Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. desember 2013

Kuldabola að ljúka.

Í þessu kuldakasti fór frostið niður í -12.0 stig í Litlu-Ávík.
Í þessu kuldakasti fór frostið niður í -12.0 stig í Litlu-Ávík.

Mesta kuldanum er nú að ljúka,og er nú að draga mikið úr frosti í gær og núna með morgninum. Mesta frost á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum fór niður í -12,0 stig aðfararnótt föstudagsins 6 desember. Mesta frost sem mælst hefur í Litlu-Ávík mældist -14,2 stig þann fyrsta mars 1996. „Samkvæmt gögnum frá Trausta Jónssyni sem er í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofu Íslands,hefur mesta frost mælst hér í Árneshreppi á mönnuðum veðurstöðvum mælst mest á Kjörvogi -18,9 stig þann 8-3-1969, tveim árum áður en stöðin hætti þar. Og á Gjögri mældist -17,1 stig á aðfangadag 24. desember 1975. Á Grænhól við Gjögur mældist mest frost -19,0 stig þann 27. Janúar 1923. Reyndar mældist mesta frost sem getið er um í Árneshreppi á Kjörvogi -20,0 stig í febrúar 1882,en þar var veðurfarsstöð,sem kölluð var,á vegum dönsku veðursstofunnar  frá 1878 til 1883 sem aðallega sá um að athuga um hafís og hitastigs athuganir.“

Í morgun klukkan níu á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var frostið komið niður í -5,6 stig. Þannig að það er farið að draga verulega úr frostinu. Lágmarks mælir við jörð fór niður í -14,5 stig aðfaranótt föstudagsins 6 desember.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. desember 2013

Veðrið í Nóvember 2013.

Oft skóf sjóinn í suðvestan hvassviðrum í mánuðinum.
Oft skóf sjóinn í suðvestan hvassviðrum í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðaustanáttum með köldu veðri fyrstu þrjá dagana,síðan gerði suðaustanátt í einn dag með nokkru frosti. Síðan frá fimmta var komið í hafáttir aftur fram til níunda. Síðan voru allverulegir umhleypingar í veðri út mánuðinn,með hita eða frosti á víxl,og oft mikill hitamunur á einum sólarhring. Í nokkur skipti gerði hvassviðri og oft með stormkviðum í éljum. Vindur náði að fara í 70 hnúta,36 m/s,eða meira en 12 vindstig gömul í kviðum um kvöldið þann 29.og fram á morgun þann 30. Mánuðurinn var snjóléttur. Borgarísjaki kom næst landi þann 18. á Ströndum,um 7 sjómílur NNA af Geirólfsnúp,sást ekki frá byggð.


Yfirlit dagar eða vikur.

1-3:Norðaustan allhvasst í fyrstu síðan stinningskaldi,kaldi,stinningsgola,gola,rigning,snjókoma,eða él,hiti +5 stig niðri -1 stig.

4:Suðaustan,kul,þurrt í veðri,hiti frá -4 stigum og upp í +0 stig.

5-8:Norðaustan stinningsgola,kaldi,en allhvasst eða hvassviðri þ.7. síðan kaldi og gola um kvöldið þ.8. Þurrt í veðri þ.5.annars él,hiti frá +4 stigum niðri -1 stig.

9:Norðvestan eða breytilegar vindáttir,gola,kul,andvari,þurrt í veðri,hiti frá 0 stigum niðri -5 stig.

10-11:Mest Suðaustan,stinningsgola,stinningskaldi,en N allhvass um kvöldið þ.11. slydda,él,skúrir,hiti frá -6 stigum uppi +6 stig.

12:Norðan allhvass í fyrstu síðan stinningskaldi,en gola um kvöldið,snjókoma,frost -2 til -4 stig.

13:Austan og síðan N,gola,stinningskaldi,slydda,hiti -2 til +2 stig.

14-16:Suðvestan og V,gola,stinningsgola,kald eða stinningskaldi,en allhvass um tíma þ.14. snjókoma,rigning,él,hiti frá -3 til +7 stig.

17:Norðan og NA,stinningsgola,kaldi,snjókoma,frost -2 til -4 stig.

18-19:Suðvestan eða Vestan,gola,stinningsgola,kaldi,en Norðan allhvass um kvöldið þ.19. hiti frá +4 stigum niðri -9 stig.

20-21:Sunnan gola síðan SV stinningsgola,allhvass,hvassviðri,þurrt í veðri þ.20.en skúrarvottur þ.21. hiti frá -6 stigum uppi +7 stig.

22-24:Vestlægar vindáttir og síðan breytilegar vindáttir,stinningsgola,gola,kul,þurrt í veðri,hiti frá -3 stigum uppi +6 stig.

25-30:Mest Suðvestanáttir eða V,gola,kaldi og uppi storm,og fárviðri í kviðum,rigning,skúrir eða él,hiti frá +10 stigum niðri -1 stig.


Mæligögn:

Úrkoman mældist 58.9 mm. (í nóvember 2012:57,4 mm.)

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 26: +10,0 stig.

Mest frost mældist þann  18: -8,5 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,99 stig. (í nóvember 2012:-1,92 stig.)
Meðalhiti var: +1,3 stig.

Alhvít jörð var í 10 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 8 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 18: 10 cm.

Sjóveður: Mjög rysjótt,mjög fáir góðir dagar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. nóvember 2013

Veðrið í Október 2013.

Oft var slæmt sjóveður í mánuðinum.
Oft var slæmt sjóveður í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum fyrstu sex dagana með köldu veðri,síðan gerði suðlægar vindáttir með fremur köldu veðri í fyrstu,en síðan hlýnaði verulega tíunda til tólfta í allhvassri SV átt. Eftir það voru hafáttir eða breytilegar vindáttir,yfirleitt hægviðri en kólnandi veðri aftur. Þann 22 snerist í ákveðna Norðan og NA áttir allhvasst eða hvassviðri var dagana 22,23 og 24,og tvo síðustu daga mánaðar,með rigningu eða slyddu og eða éljum. Mánuðurinn var mun hlýrri en október í fyrra,og snjóléttur rétt flekkótt jörð í tvo daga.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-6:Norðan eða NA,kul,gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,súld,rigning,slyddu eða snjóél,hiti +1 til +5 stig.

7-9:Suðvestan eða S,kul,gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,lítilsáttar rigning þ. 8. enn þurrt 7.og 9,hiti frá -1 stigi upp í +5 stig.

10-12:Suðvestan eða Sunnan,hvassviðri í fyrstu síðan allhvasst,stinningskaldi,kaldi,þurrt í veðri,hiti 4 til 14 stig.

13-21:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,andvari,kul,en kaldi þann 16. Þurrt var í veðri þ.13,annars súld og þokuloft,rigning,en snjó eða slydduél 20.og 21.Hiti 12 stig niðri -2 stig.

22-31:Norðan eða NA,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,en allhvass eða hvassviðri dagana 22,23,24,30 og 31.rigning,súld,él,snjókoma eða slydda. Hiti frá -1 stigi upp í +5 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 70,5 mm. (í október 2012:57,4 mm.)

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 11: +14,0 stig.

Mest frost mældist þann 20: -2,0 stig.

Meðalhiti við jörð var +1,76 stig. (í október 2012: -0,5 stig.)
Meðalhiti var: +3,7 stig.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 29 daga.

Mesta snjódýpt mældist. Mældist ekki.

Sjóveður: Mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. október 2013

Veðrið í September 2013.

Örkin (634m) alhvít að morgni 28.
Örkin (634m) alhvít að morgni 28.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðar var Norðlæg vindátt með úrkomu,síðan gekk í Suðlægar vindáttir fram til 14.,með skúrum eða rigningu. Suðvestan hvassviðri var þann 8. Þann 15.,gekk í Norðanátt og með hvassviðri með slydduéljum eða slyddu fram til 18. Síðan hafáttir eða breytilegar og mest hægviðri fram til 27,.en nokkur úrkoma. Suðlægar vindáttir voru síðan,en síðasta dag mánaðar voru hafáttir.

Alhvít fjöll voru að morgni 28.,og einnig flekkótt jörð á láglendi og víða alhvítt í sjó fram. Úrkomusamt var í mánuðinum. Berjaspretta er talin góð af krækiberum,en lélegri af bláberjum. Fallþungi dilka er í meðallagi,en um kílói minni en í fyrra,sem var metár þrátt fyrir mikla þurrka.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Norðlæg vindátt eða auslæg,kul eða gola,súld eða rigning,hiti 5 til 7 stig.

2-14:Mest Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola en oft kaldi og upp í allhvassan vind,hvassviðri þ.8.,þurrt í veðri 4. og 5.,annars skúrir eða rigning,hiti 2 til 15 stig.

15-17:Norðan allhvasst,hvassviðri,skúrir eða él,slydda,hiti 2 til 6 stig.

18:Norðvestan eða N gola,rigning  eða slydda,hiti 3 til 5 stig.

19-27:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,andvari,kul,gola og upp í stinningsgolu,súld,rigning,slydda,hiti 8 stig og niðri 1 stig.

28-29:Suðlægar vindáttir,kul,gola,stinningsgola,rigning,hiti frá -1 stigi og uppi +8 stig.

30:Norðaustan eða Norðan gola,aðeins súldarvottur um kvöldið,hiti 3 til 4 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 107,7 mm. (í september 2012: 128,9 mm.)

Þurrir dagar voru 2.

Mestur hiti mældist þann 9. +14,5 stig.

Mest frost mældist þann 28. -0,8 stig.

Meðalhiti við jörð var + 3,42 stig. (í september 2012: + 3,21 stig.)
Meðalhiti var: +6,1 stig.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 29 daga.

Mesta snjódýpt mældist: Mældist ekki aðeins flekkótt.

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 8. og 11. vegna hvassrar suðvestanáttar. Og í Norðanáhlaupinu 15. til 18. Þá var mikill sjór eða stórsjór. Annars sæmilegt sjóveður að mestu.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. september 2013

Veðrið í Ágúst 2013.

Séð til Norðurfjarðar-Drangajökull í baksýn.01-08-2013.
Séð til Norðurfjarðar-Drangajökull í baksýn.01-08-2013.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mest voru norðlægar vindáttir frá byrjun mánaðar og fram til 11., með vætu af og til. Frá 12., voru suðlægar vindáttir til 15.,mánaðar. Þann 16.,fór aftur í Norðan eð Norðvestan,með súld eða rigningu,aðfaranótt 20.,festi snjó í fjöll. Þann 20.,snerist vindur í Sunnan eða suðlægar áttir,fram til 23. Eftir það voru snúningar í honum,suðlægur eða norðlægur. Tvo síðustu daga mánaðar var vestlæg vindátt,fjöll urðu flekkótt að kvöldi 30.,en mun minna en þann 20. Mánuðurinn var kaldari en ágústmánuður í fyrra 2012.


Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Norðlæg eða breytileg vindátt,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 3 til 13 stig.

3-6:Norðan eða norðvestan,stinningsgola,kaldi,rigning,súld en þurrt þann 5.,hiti 4 til 9 stig.

7:Suðaustan eða austan,kul, gola,stinningsgola,rigningarvottur,hiti 4 til 14 stig.

8-11:Norðan og norðvestan,kul,gola,stinningsgola,rigning eða súld,þurrt þann 8.,hiti 6 til 10 stig.

12-15:Suðvestan eða S kul,gola,stinningsgola eða kaldi,þurrt þann 12,annars lítilsáttar rigning eða skúrir,hiti 4 til 16 stig.

16-20:Norðan og norðvestan,gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,súld eða rigning,hiti 3 til 10 stig.

21-22:Sunnan gola,kaldi,stinningskaldi,rigning,hiti 5 til 14 stig.

23:Norðan kul eða gola,rigning,hiti 8 til 10 stig.

24:Suðvestan andvari í fyrstu síðan gola og kaldi,rigning,hiti 8 til 15 stig.

25:Norðvestan gola eða stinningsgola,súld,hiti 6 til 12 stig.

26:Suðaustan andvari,gola,stinningsgola,skúrir,rigning,hiti 5 til 13 stig.

27-29:Suðvestan og sunnan,en NNA frá miðjum degi þ.,29,stinningsgola eða kaldi,skúrir,rigning,þurrt þ.28.,hiti frá 13 og niður í 4 stig.

30-31:Vestan og síðan N,gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,rigning,hiti 4 til 9 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 73,1 mm.  (í ágúst 2012: 30,2 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 12: +16,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 1: +2,5 stig.

Meðalhiti við jörð var +5,66 stig. (í ágúst 2012: +7,27 stig.)
Meðalhiti var: +8,4 stig.

Sjóveður: Oftast mjög gott eða sæmilegt,en frekar slæmt dagana 5-6-16-19-20 og 31.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. ágúst 2013

Veðrið í Júlí 2013.

Séð niður til Litlu-Ávíkur af Brekkunum,hey rúlla í forgrunni.
Séð niður til Litlu-Ávíkur af Brekkunum,hey rúlla í forgrunni.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur í byrjun og fram til 7. Síðan oftast hafáttir eða breytilegar með fremur hægu veðri en nokkuð vætusömu og oft þokulofti. Suðlægar vindáttir voru frá 19. til 22. með litilsáttar úrkomu. Þegar suðlægar vindáttir voru hlýnaði vel í veðri,enn oft voru skúrir eða rigning í þessum suðlægu vindáttum. (sjá yfirlit dagar eða vikur). Síðan voru hafáttir aftur með þokulofti og súld með köflum út mánuðinn. Mánuðurinn var fremur kaldur í heild,miðað við árstíma,þótt nokkrir mjög hlýir dagar hafi verið. Kaldara var fyrri hluta mánaðar og einnig í seinnihluta mánaðar. Alveg úrkomu lausir dagar voru aðeins sex í mánuðinum.

Heyskapur hefur ekki gengið vel vegna vætutíðar í mánuðinum,en sprettutíð var góð í mánuðinum. Heyfengur og gæði talin góð. Enn í lok mánaðar voru margir bændur búnir að ljúka fyrri slætti og sumir alveg búnir,þeir sem slá ekki seinni slátt. Á einum bæ eru talsverðar kalskemmdir.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Norðan og NV gola,kaldi eða stinningskaldi,rigning eða súld,hiti 5 til 7 stig.

3-5:Suðaustan eða austlæg vindátt,kul,gola,kaldi eða stinningskaldi,þurrt þann 3.,annars súld eða rigning,hiti 5 til 11 stig.

6:Norðan og NV kul,stinningsgola,kaldi,rigning,hiti 5 til 10 stig.

7:Suðvestan stinningskaldi eða allhvasst,gola um kvöldið og rigning,hiti 5 til 14 stig.

8:Norðvestan eða N kul eða gola,rigning,hiti 7 til 9 stig.

9-10:Suðvestan gola,stinningsgola eða kaldi,þurrt þ.9.,lítilsáttar skúrir þ.10.,hiti 5 til 19 stig.

11-12:Norðaustan eða breytilegar vindáttir kul eða gola,súld,rigning,skúrir,hiti 7 til 17 stig.

13-14:Breytilegar vindáttir gola,skúrir,rigning,hiti 5 til 11 stig.

15-18:Norðan eða Norðvestan,gola eða stinningsgola,súld eða rigning,hiti 6 til 13 stig.

19-22:Suðvestan eða suðlægar vindáttir kul,gola,stinningsgola eða kaldi,súld,skúrir,rigning,þurrt dagana 20 og 22.,hiti 9 til 18 stig.

23-31:Norðan eða NV kul,stinningsgola,kaldi þ.31.,súld,þurrt í veðri 27.og 28.,hiti 4 til 14 stig.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 65,3 mm. (í júlí 2012: 75,6 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist 19,0 stig þann 10.

Minnstur hiti mældist 4 stig þann 26.

Meðalhiti við jörð var + 6,13 stig  (í júlí 2012: +6,39 stig.)
Meðalhiti var:+8,9 stig.

Sjóveður:Að mestu sæmilegt eða gott,þann 2-3-5-6-7 og 31,var dálítill eða talsverður sjór.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. júlí 2013

Veðrið í júní 2013.

Júní í ár var hlýrri en júní í fyrra.
Júní í ár var hlýrri en júní í fyrra.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum síðan breytilegum vindáttum eða suðlægum að mestu með hægviðri og smá úrkomu og hlýju veðri. Eftir 7.mánaðar voru mest hafáttir eða breytilegar vindáttir,oft með smá súld og þokulofti og með svarta þoku stundum. Ákveðin Suðvestanátt var frá 26. og 27.,mánaðar með stinningskalda eða allhvössum vindi í tvo daga,síðan hægari með vestlægum vindáttum eða norðlægum.

Mánuðurinn var sæmilega hlýr fyrrihluta mánaðar en yfirleitt kaldara seinni hlutann. Vel lítur út með grassprettu víðast hvar,þó úrkomulítið hafi verið í mánuðinum. Mánuðurinn var sæmilega hlýr og hægviðrasamur í heild.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Norðlægar vindáttir kul eða gola,skúrir,rigning,hiti 3 til 12 stig.

3-4:Sunnan eða suðlægar vindáttir,andvari í fyrstu síðan allhvass um kvöldið þ.3., og stinningskaldi þ.4.,rigning eða skúrir,hiti 3 til 16 stig.

5-8:Hafáttir eða mest breytilegar vindáttir,andvari,kul,gola eða stinningsgola,þurrt,5,6 og 7.,þoka þ.7.,súld og þokuloft þ.8.,hiti 6 til 16 stig.

9-15:Mest Norðvestan kul gola en stinningsgola þ.15.,súld en þurrt í veðri 14. og 15. þokuloft og oft þoka,hiti 5 til 13 stig.

16:Austlæg vindátt með kuli,þurrt í veðri,hiti 2 til 13 stig.

17-19:Breytilegar vindáttir,kul eða gola,þurrt í veðri,17. og 18.,þoka og súld þann 19. hiti 6 til 13 stig.

20-21:Norðvestan eða Norðan,gola síðan kul,súld þann 20.,en þurrt þann 21.,hiti 5 til 8 stig.

22-25:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 4 til 15 stig.

26-27:Suðvestan stinningsgola,kaldi,stinningskaldi eða allhvass,rigning,skúrir,hiti 7 til 13 stig.

28:Breytileg vindátt kul,skúrir,súld,hiti 6 til 10 stig.

29-30:Norðan kul,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti 2 til 9 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 13,2 mm. (í júní 2012: 11,1 mm.)

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist þann 4. +16,1 stig.

Minnstur hiti mældist dagana 16 og 30. +2,2 stig.

Meðalhiti við jörð var: +5,58 stig. (í júní 2012: +4,07 stig.)
Meðalhiti var: +8,3 stig.

Sjóveður:Mjög gott mest allan mánuðinn,en leiðinlegt í sjóinn dagana 4 og 26 og 27,þá var allhvass vindur fyrir dagróðrarbáta,þó sjólítið væri.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júní 2013

Veðrið í Maí 2013.

Það var alhvít jörð að morgni 26 maí í Norðurfirði.
Það var alhvít jörð að morgni 26 maí í Norðurfirði.
1 af 2
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum með frosti eða hita á víxl fyrstu þrjá dagana. Síðan voru mest hafáttir með fremur köldu veðri og oftast úrkomu fram til 17.mánaðar. Loks gekk í suðlægar vindáttir þann átjánda með hlýju veðri sem stóð aðeins í þrjá daga. Síðan gekk aftur í norðlægar vindáttir með skúrum eða éljum,sem stóð í tvo daga. Þann 23. var Suðaustlæg vindátt með rigningu og slyddu. Síðan voru hafáttir með kalsaveðri,rigningu eða slyddu fram á 28. mánaðar. Alhvítt var í byggð víða að morgni 26. Síðustu þrjá daga mánaðarins var hægviðri með lítilli úrkomu og sæmilega hlýju veðri. Úrkoman var talsverð í mánuðinum,því nú eru maí og júní yfirleitt þurrustu mánuðir á Ströndum.

Ræktuð tún voru farin að taka við sér uppúr tuttugusta og farin að grænka. Úthagi fór aðeins að taka við sér síðustu daga mánaðar. Allur gróður var mjög seinn að taka við sér í mánuðinum. Lambfé var sett mjög seint út á tún vegna kulda og bleytutíðar og  gróðurleysis. Og stundum var fé sett inn aftur í verstu slyddubleytunni.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Norðlæg vindátt,stinningsgola síðan gola,úrkomulaust,hiti frá -2 stigum uppi +1 stig.

2-3:Suðvestan þ.2 og allhvass síðan gola,síðan suðlæg vindátt með golu,él,skúrir,rigning þ.2. hiti frá -5 stigum upp í +6 stig.

4-7:Norðaustan allhvass eða hvassviðri þ.5. annars stinningskaldi eða kaldi,rigning,slydda,snjókoma eða él,hiti +5 niðri 0 stig.

8-9=Norðan eða NV gola,þurrt í veðri,hiti +2 til +5 stig.

10-12:Norðlægar eða breytilegar vindáttir,kul eða gola,rigning eða súld,hiti +1 til +8 stig.

13-17:Norðaustan kaldi,stinningsgola,gola,súld,skúrir eða él,þurrt þann 17., hiti +5 stig niðri 0 stig.

18-20:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola,stinningsgola eða kaldi,skúrir eða rigning,hiti +5 til +14 stig.

21-22:Norðvestan eða Norðan gola,kaldi eða stinningskaldi,skúrir eða él,hiti +6 stig niðri +1 stig.

23:Suðaustan stinningsgola og síðan breytileg vindátt með andvara,rigning eða slydda,hiti 0 til +5 stig.

24-25:Norðvestan kul,gola,stinningsgola,rigning,hiti +3 til +5 stig.

26-28:Norðan eða NA kaldi,stinningskaldi,en gola seinnipart þ.28. rigning eða slydda,lítilsáttar súld þ.28,hiti +1 til +6 stig.

29-30:Breytileg vindátt í fyrstu með kuli eða golu,síðan NV kul,súld og þokuloft,hiti +4 til +9 stig.

31:Austan eða SA með kuli eða golu,smá skúrir,hiti +4 til +11 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist  66,8 mm. (í maí 2012: 9,0 mm.)

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 18: +14,2 stig.

Mest frost mældist þann 2: -4,9 stig.

Meðalhiti við jörð +1,16 stig. (í maí 2012:+0,81 stig.)
Meðalhiti var: +3,9 stig.

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 9 daga.

Auð jörð var því í 20 daga.

Mesta snjódýpt mældist 15 cm þann 1.

Sjóveður: Slæmt sjóveður,talsverður eða allmikill sjór var þessa daga 4,5,6,7,13,14,22,27 og 28,annars svona sæmilegt,sjólítið eða dálítill sjór.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. maí 2013

Veðrið í Apríl 2013.

Mjög dimm él voru síðasta dag apríl mánaðar.
Mjög dimm él voru síðasta dag apríl mánaðar.
1 af 2
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægviðri og sæmilegum hita fyrstu fjóra dagana,en þá fór að kólna með samt sæmilegasta veðri og nánast úrkomulausu veðri. Þann níunda gekk í Norðan og NA með snjókomu og éljum og gerði þá talsvert frost fram á 13.mánaðar,en þá fór að draga úr frosti all nokkuð,norðlægar áttir voru fram til 18,en síðan voru suðlægar vindáttir fram til 20,með hitastigi kringum 0 stigin. Eftir það gekk í hafáttir aftur með snjókomu eða slyddu fram til 25. Þá gerði suðlægar vindáttir í tvo daga. Þann 28 gekk í Norðanátt með éljum og talsverðu frosti á nóttinni en minna frosti yfir daginn,og endaði mánuðurinn með norðanátt og éljum.

Mánuðurinn var mjög kaldur í heild og mun kaldari en apríl 2012.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4: Suðlægar eða breytilegar vindáttir,andvar,kul eða gola,þurrt,1. og 2. annars lítilsáttar rigning,hiti +2 til +8,5 stig.

5-6: Norðaustan,stinningsgola eða kaldi,þurrt þann 5. En úrkomu varð vart þ.6. hiti frá +1 stigi niðri -3 stig.

7-8: Suðlægar vindáttir,gola og síðan kul,þurrt þ.7. úrkomuvottur þ.8,hiti frá -6 stigum uppi +3,5 stig.

9-16: Norðan og NA ,gola í fyrstu síðan allhvass en hvassviðri þ.14. annars yfirleitt kaldi eða stinningskaldi,snjókoma,en mest él,hiti frá + 2 stigum niðri -7 stig.

17-18: Norðan og NV,kaldi síðan stinningsgola eða gola,él,hiti frá -3 stigum upp í +0,5 stig.

19: Suðaustan eða A,stinningsgola eða kaldi,talsverð snjókoma og slydda um kvöldið,hiti 1 til 4 stig.

20: Suðvestan hvassviðri um tíma síðan gola eða kul,él,hiti +5 stig niðri +2 stig.

21: Norðan síðan NA gola eða stinningsgola,lítilsáttar slydda,hiti frá -2 stigum uppi +2 stig.

22-25: Norðaustan eða N, slydda,snjókoma eða él,hiti frá +3 stigum niðri -3 stig.

26-27:Suðvestan en norðlægari um kvöldið þ. 27.,hiti frá -8 stigum uppi +5,5 stig.

28-29:Norðan,allhvass eða hvassviðri þ. 28.,síðan stinningsgola eða gola,slydda og síðan él,hiti frá +2 stigum niðri -2 stig.

30:Breytileg vindátt í fyrstu með kuli,síðan NV eða N,með stinningsgolu,mjög dimm og mikil él,frost -1 stig til -7 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 48,2 mm. (í apríl 2012: 41,8 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist dagana 1. og 2.: +8,5 stig.

Mest frost mældist þann 26.: -7,5 stig.

Meðalhiti við jörð var -2,43 stig. (í apríl 2012: -0,27 stig.)
Meðalhiti var: -0,1 stig.

Alhvít jörð var í 14 daga.

Flekkótt jörð var í 16 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældis 16 cm þann 18.

Sjóveður: Mjög rysjótt og fáir góðir dagar í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. apríl 2013

Yfirlit yfir veðrið í mars 2013.

Álftir við Hjallskerin í Ávíkinni 30-03-2013.
Álftir við Hjallskerin í Ávíkinni 30-03-2013.
Veðrið í Mars 2013.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með vestlægum eða norðlægum vindum með nokkrum hita,en kólnaði síðan snögglega. Um kvöldið þann 3. gekk í Norðan og síðan Norðaustan áhlaup með snjókomu og talsverðu frosti,þetta veður stóð í fjóra daga. Eftir það voru vestlægar eða suðlægar eða breytilegar vindáttir,oftast með hita yfir frostmarki. Frá 14. til 18. voru austlægar vindáttir með nokkru frosti. Norðaustan hvassviðri var þann 19.og 20.,með snjókomu eða éljum,lítið festi í byggð. Frá 22. til 31. var hægviðri með næstum úrkomulausu veðri.

Úrkoman var mjög lítil í mánuðinum. Mánuðurinn var með kaldara móti,oft talsvert frost á nóttinni en lofthiti yfir daginn.

Nokkuð var um rafmagnstruflanir og eða rafmagnsleysi í veðrinu fjórða til áttunda,aðallega vegna ísingar og seltu.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Suðvestan og NV,stinningskaldi síðan stinningsgola,rigning,slydda eða él,hiti frá +8 stigum niðri -4 stig.

3:Norðan og NV,stinningskaldi og él,en komin Norðan stormur um kvöldið með snjókomu,frost frá -2 stigum niðri -8 stig.

4-8:Norðaustan eða Austan,stormur,hvassviðri,allhvasst,en kaldi eða stinningskaldi 7. og 8. snjókoma eða él,frost frá -10 stigum upp í +3 stig þ.8.

9:Austan eða SA,stinningsgola síðan kul,þurrt í veðri,hiti frá +3 stigum neðri -2 stig.

10-13:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri 10. og 11.annars lítiláttar rigning eða skúrir,hiti frá -2 stigum upp í +5 stig.

14-18:Austan og NA,kul,gola,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,él,þurrt þann 17,hiti frá +3 stigum niðri -7 stig.

19-21:Norðan og NA,hvassviðri eða allhvasst dagana 19 og 20,síðan stinningskaldi eða kaldi,snjókoma eða él,frost frá -4 stigum upp í +3 stig.

22-28:Mest austlægar eða breytilegar vindáttir,andvari,kul,gola,stinningsgola,úrkomuvottur,þ.22. og 26. annars þurrt,hiti frá +6 stigum niðri -3 stig.

29-30:Norðan og NA,stinningsgola síðan gola,slydda eð snjókoma þ.29. þurrt þ.30. hiti frá +5 stigum niðri -4 stig.

31: Logn eða breytileg vindátt með andvara,lítilsáttar slydda um miðjan dag,hiti frá -5 stigum uppi +3 stig.

 

Úrkoman mældist 24,3 mm. (í mars 2012:92,7 mm.)

Þurrir dagar voru 11.

Mestur hiti mældist +8,6 stig þann 1.

Mest frost mældist -9,5 stig þann 5.

Meðalhiti við jörð var -3,3 stig. (í mars 2012:-1,47 stig.)
Meðalhiti var: -0,3 stig.

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 14 daga.

Auð jörð var því í 1 dag.

Mesta snjódýpt mældist 18 cm þann 7.

Sjóveður: Sjóveður var mjög rysjótt í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Þokuhattur á Reykjaneshyrnu,Mýrarhnjúkur fyrrir miðri mynd.Myndin tekin 14-08-2012.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Svalahurð,18-11-08.
  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
  • Enn rauk úr rústunum 17-06-2008.
  • Langa súlan á leið upp.
Vefumsjón