Veður var afleitt í dag snjókoma langt frameftir degi loksins komu skil yfir og var að breytast í snjóél enn allhvass.Flugi á Gjögur seinkaði í um tvo tíma vegna veðurs enn svo rættist úr og áætlunarflugvél kom með miklar vörur póst og farþega.
Póstur var með mesta móti í dag enda var þetta næstsíðasta póstflug fyrir jól.
Framhaldsskólanemendur eru að byrja að koma heim í jólafrí.Ég komst heim til mín rétt áður enn ég þurfti að hugsa um veðurathugun kl 1800.Fréttin af sjóvarnargarðinum á Gjögri er birt í dag í Morgunblaðinu ég varð stórmóðgaður að sjá myndina í svart hvítu.Enn Bæjaris Besta byrtir mynd í lit af jólaskemmtun barnanna frá í gær í morgun.