Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. nóvember 2003

Gestabók frá 07-11-2004 til 13-02-2005.

13. 02 2005. 01:50 Lydur Sörlason Kær kveðja fra Kanary.Lydur Gjögrari
03. 02 2005. 13:20 Jon Jonsson Komdu sæll blessadur Jonbjørn, tad er alltaf gaman kikja å siduna thina og få frettir ur sveitinni, er nu staddur i Nakasaki Japan,bid kærlega heilsa ther og Sigga. Bless bless Jon Jonsson frå Storu-Åvik.
19. 01 2005. 15:58 Einar Örn Thorlacius Reykhólahreppur Frétti af þessari síðu með því að fara á Strandavefinn. Alltaf gaman að vita hvað nágrannar eru að gera. Einar sveitarstjóri
16. 01 2005. 17:02 Guðjón Ólafsson Heimasíða mín Ég vil óska öllu Árneshreppsbúm nær og fjær gleðilegs árs og þakka það gamla. Ég flutti á haustdögum búferlum austur á Fljótdalshérað.( Fellabæ ) Bestu Kveðjur Guðjón Ólafsson frá Eyri http://www.bloggland.is/blogg/26589
15. 01 2005. 13:30 Torfi Þ. Guðmundsson Sæll Jón Björn. Til að fylgjast með því hvað er að gerast á Íslandi skoða ég reglulega 3 vefi, mbl.is, bb.is og litlihjalli.is. Bið að heilsa í sveitina. Torfi frá Ófeigshirði New Brunswick (Vínlandi hinu góða) Kanada
14. 01 2005. 12:03 Guðni Þór Ólafsson Þakka fyrir þessa skemmtilegu heimasíðu. Ég frétti af henni þegar ég skoðaði strandir.is. Nú fer ég að kíkja eftir þessum borgarísjaka og sendi bestu kveðju úr Miðfirðinum.
10. 01 2005. 11:21 Erna Bjarnadóttir Hæ, jú bara kíkja við. Takk fyrir.
09. 01 2005. 04:38 Óli Til hamingju með ammælið á síðunni kveðja úr Hrútafirðinum
07. 01 2005. 18:03 Haraldur Óskarsson Gleðilegt nýtt ár Jón og Siggi.Til hamingju Jón. Þetta er frábært hjá þér.
07. 01 2005. 00:05 Guðrún Steingrímsd. Halló bara svona rétt að kíkja á þéttað.Gaman að skoða þar sem eg er ættuð þarna af þessu svæði
05. 01 2005. 23:51 Kristmundur Kristmundsson Gleðilegt ár. Ég lít við á síðunni helst á hverjum degi til að sjá hvað er að gerast. Gott að þetta fór allt vel með útafkeyrsluna á gröfunni. Þetta voru góðar myndir af vettvangi. Kær kveðja í sveitina. Kristmundur Gjögrari
05. 01 2005. 11:48 Gunnlaugur Júlíusson Gaman að geta fylgst með fréttum af mannlífinu norðan úr Árneshreppi. Enda þótt ég eigi ekki rætur að rekja til Stranda þá hef ég töluverð tengsl inn í Ófeigsfjarðarættina.
03. 01 2005. 10:58 Rafn A Guðjónsson Gleðilegt Ár Óska þér og Sigga bestu nýárskveðjur svo og öðrum sveitungum. Kveðja Rabbi og fjöldsk
31. 12 2004. 19:24 Ásgeir Guðmundsson Ófeigsfirði Gott að geta filsgt með fréttum úr heimabyggð kíki reglulega bið að heilsa öllum árneshrepps búum Ásgeir
23. 12 2004. 23:14 Ívar Benediktsson Jón Guðbjörn og Siggi! Óska ykkur bræðrum og öðrum Árneshreppsbúum gleðilegra jólahátíðar, farsældar á komandi ári, með innilegri þökk fyrir liðin ár. Ívar frá Gjögri og fjölskylda.
23. 12 2004. 15:52 Svanhildur Guðmundsdóttir Sæll og blessaður Jón og kærar þakkir fyrir greinargóðar frétti úr sveitinni okkar. Bestu óskir um gleðileg jól til ykkar bræðranna.
22. 12 2004. 00:14 Emil Thorarensen Sæll og blessaður Jón Björn ! Það er virkilega gaman að skoða heimasíðuna þína og lesa allar fréttirnar. Þetta er flott hjá þér. Bestu jólakveðjur frá Eskifirði. Emil Thorarensen
14. 12 2004. 00:06 Skarphedinn Var of fljotur a mer ad senda,Kvedja til thin og sigga.S.G.
05. 12 2004. 01:04 Jón Elías Jónsson Til haningju með afmæli heimasíðunar þinnar. Maður skoðar hana yfirleitt á hverjum degi til að sjá hvort eitthvað nýtt sé að frétta og fylgjast með veðrinu.
02. 12 2004. 22:37 Gunnar Til hamingju með heimasíðuna. Nýja útlitið er bara flott
02. 12 2004. 18:00 Jóhanna - Árnesi II . Til hamingju með afmælið á heimasíðunni þinni . Vonandi gengur allt eins vel í komandi framtíð eins og undanfarið ár . Kv. Jóhanna .
02. 12 2004. 00:35 Heimilisfólkið Melum I Til hamingju með afmæli heimasíðunnar. Og gangi þér allt í hagin. með kveðju Badda og co
01. 12 2004. 17:46 Birgir Þór Ólafsson Til hamingju með afmæli heimasíðunnar. Kiki öðru hvoru eftir fréttum
18. 11 2004. 14:43 Hilmar F. Thorarensen Heill og sæll. Var að líta á heimasíðuna hjá þér eins og stundum áður. Það er líkt með hana og veðrið, ég legg mig fram við að fylgjast með hvorutveggja. Alltaf ánægjulegt að fá fréttir að "heiman". Með góðri kveðju, Hilmar.
07. 11 2004. 23:40 Ingibjörg Ágústsdóttir Sæll Jón Björn, flott framtak hjá þér. Var bara að frétta af síðunni, mun skoða hana reglulega hér eftir. Eitt vandamál, get ekki stækkað myndir í tölvunni minni, venjulega er ekkert vandamál... Kveðja, Ingibjörg
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. nóvember 2003

Gestabók frá 22-01-2004 til 19-10-2004.

19. 10 2004. 19:12 Kolbrún Andradóttir Hæ mig langaði að segja takk fyrir samveruna í sumar og mér fannst mjög gaman í Litlu-Ávík
16. 10 2004. 23:45 Hermann Guðmundsson Flottar myndir og síða. Kveðja, Hermann úr Grindavík
12. 08 2004. 00:04 Örn Þórarinsson Eftir símtalið fór ég og kíkti á heimasíðuna þín og leist bara vel á Kv. ÖÞ:
08. 08 2004. 12:58 Árni Sigurbjörnsson Sæll Jón. Það er gott að sjá að veður hafa verið bændum hliðholl í sumar og að heyfengur sé nægur. Áttu ekki fleiri fallegar myndir úr hreppnum. kveðja Árni Sigurbjörnsson
23. 07 2004. 21:20 Jóhanna - ´Arnesi II. Ég mátti til að kíkja á heimasíðuna.
11. 06 2004. 12:36 Guðjón Ólafsson Ég er farin að sakna skrifa hérna á síðunni Jón og fá ferskar fréttir og færð og veður úr sveitinni minni. Kveðja Guðjón
28. 04 2004. 22:03 Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir . Það er orðið svo langt síðan ég hef farið inn á síðuna og kvittað fyrir mig , þannig að nú er ég að bæta úr því . Gleðilegt sumar !!!!
25. 04 2004. 09:19 Guðjón Ólafsson http://folk.is/gauiola/ http://profiles.yahoo.com/gudjol Gleðilegt Sumar. þetta alveg frábær síða hjá þér maður fær átthagana alveg í æð frá þér þú mættir setja upplýsingar um færð í sveitinni líka þarna inn ef hægt er og svo í sumar auglýsa viðburði í sveitinni og aflafréttir og margt fleira. Kveðja Gutti frá Eyri
22. 03 2004. 09:44 Sigurður Atlason http://siggiatla.blogspot.com Ég kíki inn á síðuna hjá þér helst á hverjum degi. Skemmtilegt að fylgjast með mannlífinu í Víkinni. Sendi mínar bestu kveðjur norður.
17. 03 2004. 16:13 Haraldur A.Haraldsson http://www.byggdastofnun.is/ sæll fróðleg síða og athyglisverð lesning. kv. H.A.Haraldsson
10. 03 2004. 10:33 Kristín Sigurrós Einarsdóttir Stína Fín síða og áhugaverð. Kveðja frá kollega úr fréttaritarastéttinni.
28. 02 2004. 21:12 Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Til hamingju með góða heimasíðu.Það er gaman að fara hér inná og fá fréttir úr sveitinni.Skilaðu kveðju til Sigga.Bestu kveðjur Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
27. 02 2004. 22:53 Ástgeir Þorsteinsson Sæll og blessaður Jón Jobbi lét mig fá emailið þitt svo að ég mátti til að forvitnast. Þetta er góð síða sem gaman er að skoða. ég á eftir að skoða hana oft. Allir í morgunkaffinu á BSÍ biðja að heilsa. Kveðja Geiri fyrrverandi 59 á BSR núverandi 259 á Hreyfli.
26. 02 2004. 20:10 Sigurður Hólm var að komast að þessari slóð gaman að geta það sem ég kalla sveitina mína var í sveit á Litlu-Ávík hjá Sigga og Dísu.kveða Sigurður Hólm
25. 02 2004. 11:43 Guðjón Ólafsson Profiles Guðjóns Það er alltaf jafn gaman að koma inn á þessa síðu hérna þetta mættu fleiri gera sem eru tengdir árneshreppi ég með smá vísir af svona síðu á þessari slóð hérna http://folk.is/gauiola við sjáumst öll hress á Árneshreppsmótinu í byrjun Mars. Kveðja Guðjón Ólafsson
21. 02 2004. 16:55 Kristmundur Kristmundsson Blessaður og haltu árfam með góða síðu
18. 02 2004. 22:41 Sophus Magnússon Mér þykir mjög svo gaman að geta kíkt inn á heimasíðu úr sveitinni minni. Hafðu þökk fyrir.Kveðja Soffi
16. 02 2004. 13:43 Sigþrúður Rögnvaldsdóttir Til hamingju með síðuna þína. Það er bæði gaman og fróðlegt að geta fylgst með fréttum úr Árneshreppi.
15. 02 2004. 00:56 Lyður Sörlason Það var ánægjulegt að þið áttuð góða stund saman hjá Ágústu og Þórólfi, ég efast ekki um veitingarnar. Kveðja Lýður.
07. 02 2004. 02:26 Lýður Sörlason Ég hef alltaf jafn gaman að heimsækja síðuna þína.Það var gott að þú barst umhyggju fyrir Sigursteini. Kveðja Lýður.
01. 02 2004. 19:13 skúli Sveinbjörnsson blessaður frændi ég skráði mig aftur í gestabók var með vitlaust netfang skráð síðast gaman að sjá myndir af hvölunum bless í bili.
29. 01 2004. 22:39 Jón Bjarnason Til hamingju með síðuna og hafðu bþökk fyrir framtakið Það er bæði gaman og fróðlegt að fylgjast með veðri og fréttum úr Árneshreppi. Bestu kveðjur. Jón Bjarnason
28. 01 2004. 01:32 Óðinn Þór DXman.com Góð síða sem þú ert með hérna.
26. 01 2004. 14:59 Tryggvi Þráinsson Flott síða hjá þér Jón.kv Tryggvi flugstjóri hjá Ísl Fl
22. 01 2004. 21:01 Jón Elías Jónsson Blessaður Jón Björn. Gleðilegt ár og þakka þér fyrir gömlu árin. Ég frétti af þessari heimasíðu hjá þér í dag og mér fynnst þetta virkilega gott hjá þér. Það er alltaf gaman að fá fréttir úr sveitinni. Kveðja Jonni
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. nóvember 2003

Gestabók frá 12-12-2003 til 20-01-2004.

20. 01 2004. 13:05 Svanhildur Guðmundsdóttir Góðan daginn Jón Björn og gleðilegt nýtt ár. Ég verð nú bara að segja þér það að mér finnst það frábært að geta skoðað heimasíðuna þína og fylgst með fréttum úr Árneshreppi. Ég fer á síðuna minnsta kosti 2var á dag. Þú ert góður fréttaritari ekki síður en veðurathugunarmaður.Bestu kveðjur Svana á Eyri
19. 01 2004. 21:02 Bjarki kristjánsson Flott síða, gaman að geta fylgst með því sem er að gerast í sveitinni.
19. 01 2004. 18:02 Árni Geir Úlfarsson Gott framtak. Flott síða. Góða lukku með hana í framtíðinni.
19. 01 2004. 15:35 Árni Sigurbjörnsson Sæll Jón. Ég vona að þið þarna norurfrá séuð orðnir sæmilega upplýstir eftir rafmagnsleysið
14. 01 2004. 16:56 Hilmar F. Thorarensen Gleðilegt ár og þökk fyrir þau gömlu. Kærar þakkir góða heimasíðu. Hef í áratugi hlustað eftir veðurlýsingum úr Árneshreppi í útvarpi, þess vegna á öllum tímum sólarhreings. Nú er þetta handhægt, bara að smella á heimasíðuna hjá þér og fá nýjustu veðurlýsingu + fréttir í ábót! Maður biður ekki meira. Kærar kveðjur og þakkir. Bið að heilsa Sigga, Hilmar.
12. 01 2004. 21:38 Lýður Sörlason Alltaf gaman að frétta úr sveitinni minni. Síðan er góð. Takk fyrir.
12. 01 2004. 13:03 Lárus Stefánsson Loksins hef ég fundið góðar myndir ú Norðurfirðinum. Þettað er mikið góð heimasíða. Ég get verið frændi þinn. Larus
11. 01 2004. 02:52 Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir. Það er alltaf gaman að kíkja.
07. 01 2004. 13:58 Arnar H. Ágústsson Gott framtak hjá þér Jón, tæknivæðingarupplýsingamiðlunarfrumkvöðull Árneshrepps
06. 01 2004. 13:51 Edda Hafsteinsdóttir/Kaupfélagshúsinu Norðurfirði Skemmtileg síða hjá þér Jón Björn.Mér finnst það skemmtilegt að segja mínum vinum frá þessari síðu þannig að þeir skoði og viti aðeins meira um sveitina sem við vorum að flytja í.
06. 01 2004. 09:25 Stefán Guðmundsson Það er gaman að skoða þessa skemmtilegu heimasíðu hjá þér Jón minn. Til hamingju með hana.
28. 12 2003. 15:12 Daníel Guðjónsson Sæll gamli fermingarbróðir. Þetta er gott og þarft framtak hjá þér. Gaman að fá fréttir beint úr sveitinni á þennan þægilega hátt sem tölvutæknin er. Halltu áfram og bættu við fleiri myndum. Bil að heils Sigga.
26. 12 2003. 21:37 Jóhann Ólafsson Líst vel á það litla sem ég er búinn að skoða. Jólakveðjur í Árneshrepp. Skatta Jói
23. 12 2003. 16:31 Halldór Jónsson Bæjarins besta Bestu jólakveðjur til þín Jón og þinna sveitunga frá blaðamönnum bb.is.
22. 12 2003. 13:31 Santi Nikulás Hó hó hó ég er jólasveinninn bæjó flott síða
19. 12 2003. 18:03 Jósep Guðmundsson Sæll gamli félagi,þetta er fín síða sem þú hefur komið þér upp,það er gaman og fróðlegt að skoða myndir af stöðum sem maður hefur ekki komið á ég mun skoða þetta reglulega,til hamingju með þetta kveðja frá kaffifélögum á B S Í. Jósep
19. 12 2003. 10:14 Starfsmenn OV Hólmavík Orkubú Vestfjarða Til hamingju með heimasíðuna Jón. Við starfsmenn OV á Hólmavík munum fylgjast með síðunni þinni. Bestu jólakveðjur til þín og Sigga.
16. 12 2003. 21:21 Ívar Benediktsson Blessaður Jón og til hamingju með síðuna, það er virkilega gaman að henni. Bið að heilsa Sigga bróður þínum, kveðja Ívar.
16. 12 2003. 08:59 Marysia Bestu kveðjur. Mikið gaman að skoða myndaalbúmið.
15. 12 2003. 00:09 Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir. Alveg skínandi góð síða hjá þér. Til lukku með þetta framtak.
13. 12 2003. 18:22 Pétur Óskarsson Pétur heimasíða Til hamingju með góða heimasíðu. Það er gaman að fá ferskar fréttir úr Árneshreppi. Ég vona að meðal heilsársíbúa hreppsins leynist fleiri bloggarar.
13. 12 2003. 17:05 òlafur Sveinbjørnsson Gód sída tak. Thad væri gaman ad fá ad vita hvar fólkid er frá landinu Ég skrifa frá Danmørk KBH.
12. 12 2003. 22:10 Guðjón Ólafsson Gutti frá Eyri Sæll Jón Björn þetta góð síða og flottar myndir úr Árneshreppi þetta mættu fleiri gera. Eins sakna ég að engin Árneshreppsbúi hafi ekki skrifað pistla á vef Félags Árneshreppbúa (http://www21.brinkster.com/arneshreppur/ ) það verður bragabót á því með þessum vef ég komst ekki á liðnu sumri norður en það verður Bragabót á í vor. Bestu kveðjur Guðjón Ólafsson
12. 12 2003. 21:21 Svanhildur Guðmundsdóttir Þú ert aldeilis tæknivæddur að vera kominn með heimasíðu. Til hamingju með síðuna hún er stórfín. Kveðja.
12. 12 2003. 11:31 Árný flott síða
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. nóvember 2003

Gestabók frá 01-12-2003 til 12-12-2003.

12. 12 2003. 11:19 Ketill Bollason góð síða
12. 12 2003. 11:17 Bríet Títusadóttir blezzaður wazzup. Fin síða madur
11. 12 2003. 22:03 Trausti Steinsson Tek undir það sem aðrir hafa sagt. Flott síða og ágætt framtak. Við munum örugglega fylgjast vel með síðunni héðan úr skólanum. Kær kveðja. Trausti.
11. 12 2003. 21:28 Gunnar Dalkvist Þetta er mjög flott síða hjá þér Jón. Það verður gaman að kíkja á hana
09. 12 2003. 22:45 Jóhanna Guðfinnsdóttir Til hamingju með síðuna. Gangi þér vel.
07. 12 2003. 23:15 Þorsteinn Guðmundsson Til hamingju með síðuna
06. 12 2003. 22:58 Jakob J Thorarensen http://litlihjalli.it.is Til hamingju með síðuna þettað er sniðugt hjá þér.
06. 12 2003. 19:04 Víðir Guðjónsson Til hamingju með heimasíðuna!, Frábært framtak Kveðja Víðir
05. 12 2003. 21:10 Guðrún Halla Guðmundsdóttir Sæll Jón. Til hamingju með heimasíðuna. Ég er búin að skrá hana á listann hjá okkur hér á spádeildinni. Gangi þér vel.
05. 12 2003. 20:40 Unnar Elíasson ´Til hamingju með síðuna
05. 12 2003. 12:04 Tryggvi Felixson Sæll Til hamingju með heimasíðuna. Nú má fylgjast betur með mannlífi í Árneshreppi á Ströndum þar sem fólk og náttúra hafa mótað eina áhugaverðustu byggð á Íslandi. Kveðja, Tyggvi Felixson
05. 12 2003. 11:16 Helgi Bjarnason Til hamingju.
05. 12 2003. 09:08 Þór Jakobsson http://www.vedur.is/hafis/ Sæll Jón, Til hamingju með fína heimasíðu, skýra og skilmerkilega. Þú fylgist vel með. Í á að giska 5 ár hef ég öðru hverju en árangurslaust reynt að prjóna saman heimasíðu heima hjá mér og tengja við umheiminn. Annars langar mig að greina þér frá því að ég hef mynd frá þér límda upp á skáphurð hér á skrifstofu minni á Veðurstofunni. Myndin ber vitni um tæknilegt framfaraspor sem þú ert frumkvöðull að. Þú tókst eins og þú manst stafræna mynd af borgarís sem lónaði úti fyrir hjá þér og sendir okkur innan klukkutíman þessa mynd. Þannig var hafísdeild Veðurstofunnar samstundis með MYND af borgarís við Strandir, ekki einvörðungu upplýsingar um staðsetningu og lýsingu í orðum. Það verður gaman að fylgjast með daglegu lífi í Litlu-Ávík. Með góðri kveðju, Þór Jakobsson
04. 12 2003. 18:06 Hreinn Hjartarson Til hamingju með síðuna. þett er glæsilegt hjá þér kveðja hreinn
04. 12 2003. 11:44 Guðm. Bernódusson Til hamingju með heimasíðuna Jón . Kem til með að fylgjast með veðri og mannlífi á ströndum
01. 12 2003. 19:54 Jón Arnar http://jonarnar.it.is TIl hamingju með heimasíðuna Jón, það verður gaman að fylgjast með.

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Slegið up fyrir grunni.04-09-08.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
  • Borgarísjaki austan við Selsker 16-09-2001.
Vefumsjón