Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. febrúar 2004

Áætlunarflugi seinkaði,Snjómokstur.

Flugi seinkaði um hálftíma til Gjögurs í dag og þarafleiðandi var ég seinni með póst í dag.
Talsverður jafnfallin snjór var á vegum í morgun og þítt undir,mokað var beggja meigin frá það er frá Gjögri með flugvallarvélinni og norðan meigin með hreppshjólaskóflunni og mokað var hingað neðrí Litlu-Ávík,það var ekkert ófært enn gott að losna við þennan blauta snjó af vegum áður enn frystir,ekki hefur þurft að moka þessa leið síðan 9 feb og til Munaðarness opnaðist þann 11 febrúar enn ekki veit ég til þess að verði hreinsað þangað núna.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. febrúar 2004

Veður kl 0900.

Austnorðaustan 1 m/s rigning og súld skyggni 5 km hiti 1 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 16 mm HÁ 1 stig LÁ 0 stig.
Talsverður jafnfallinn blautur snjór á jörðu.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Norðvestan 2 m/s snjókoma skyggni 3 km hiti 0 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 16 mm HÁ 4 stig LÁ 0 stig.Nú er allt orðið hvítt neðrí sjó snójað síða um kl 1500.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. febrúar 2004

ISDN tenging.

Það eru mjög margir hér í Árneshreppi sem eru með tölvur sem eru allflestir komnir með ISDN tengingu og er það mikill munur.Ég fékk mér þessa tengingu í fyrravor og er mikill munur að geta verið á netinu og síminn virkar líka,áður datt símin út ef maður var á netinu og ISDN er miklu hraðvirkara enn ekki eins og ADSL og er ekki hægt að fá þá tengingu hingað.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. febrúar 2004

Veður kl 0900.

Norðnorðaustan 2 m/s rigning skyggni 22 km hiti 3 stig gráð.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma var 3 mm HÁ 9 stig LÁ 3 stig.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Sunnan 12 til 14 m/s alskýjað skyggni 28 km hiti 8 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoman mældist ekki HÁ 9 stig LÁ 6 stig.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. febrúar 2004

Veður kl 0900.

Sunnan 19 til 20 m/s skýjað skyggni 30 km hiti 7 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoman mældist ekki Há 8 stig LÁ 5 stig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Suðsuðvestan 10 til 12 m/s skúr á síðustu kls skyggni 30 km hiti 5 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 0,2 mm HÁ 6 stig LÁ 3 stig
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. febrúar 2004

Áætlunarflug og póstur.

Áætlunarflug var á réttum tíma í dag sem reindar oftast er nema ef veður og annað komi til.Brottför hjá Íslandsflugi er úr Reykjavík kl 1400 mánudaga og fimmtudaga oftast er lent á Gjögri ca 1440.Ég í minni venjulegu póstferð,vegir víða þungir vegna aurbleitu.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. febrúar 2004

Veður kl 0900.

Suðsuðvestan 12 til 13 m/s skýjað skyggni 35 km hiti 3 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Engin úrkoma var HÁ 4 stig LÁ 0 stig.

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Og Hilmar á fullu,,,
Vefumsjón