Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. febrúar 2004

Rafmagnið er komið.

Veiturafmagnið er komið á það kom á kl 21:28 í kvöld.Sem betur fór var ekki slitið eða neitt slíkt,heldur hafði skafið inn í spennuskúr í Selárdal í Steingrímsfirði þannig að tvö öryggi brunnu yfir vegna raka og bleytu sagði Ingimundur í Orkubúinu á Hólmavík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Norðan 23 til 25 m/s snjókoma skyggni 0,0 km frost 5 stig stórsjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 2 mm HÁ -2 stig Lá -5 stig.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. febrúar 2004

Stormur og rafmagnslaust.

Það var um 13:30 að veður snarbreyttist fór úr 5 m/s í 22 m/s og með blindbil og ekki sést milli húsa nema augnablik,ég hafði nú áhyggjur af bróðir mínum Sigursteini enn hann fór út á Reykjanesströnd að athuga með reka og taka með sér heim eldiviðarrusl enn hann komst heim á jeppanum um það leyti sem rafmagn fór af og má segja að hann hafi sloppið fyrir horn eins og sagt er.
Rafmagn fór af kl 14:24 og hafði ég samband við Júlíus í Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík og virðist rafmagn farið af á Trékyllisheiði ekki er reyknað með neinni viðgerð í kvöld enda snarvitlaust veður og ekkert skyggni.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. febrúar 2004

Sjónvarpsvésin enn.

Ég fékk sjónvarpstækið afur að sunnan í gær og nýja greyðu og byrjað að setja hana upp þannig að allt er nýtt í móttökukerfinu enn allt við það sama tækið prufað á tveim bæjum enn búið var að prufa á einum bæ í dagin.Nú gefst ég upp og er búin að tala við þá í umboðinu um að fá að skila tækinu og fá endurgreitt og var vel tekið í það vona að það standist,sendi tækið aftur suður á mánudag 9 feb.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. febrúar 2004

Sól og þorramatur.

Nú sást sólin fyrst hér í Litlu-Ávík enn sól getur ekki sést hér í um tvo mánuði enn getur sést ef veður leifir um mánaðarmót jan feb 28/1 eða 29/1.Sólin sást núna kl 11:30 suðaustan við Kjörvogsmúla enn svo heitir austurendi fjallsins Arkarinnar.Ég var með þorramat handa okkur bræðrum í hádeginu og verð með í kvöld svo sem bringukolla sviðasultu hrútspúnga og fleira súrt.
Af tilefni að sólin sást fyrst í dag hef ég pönnukökur eða vöflur á sunnudag.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. febrúar 2004

Veður kl 0900.Fullt tungl.

Vestan 6 m/s skýjað skyggni 30 km frost 2 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,7 mm HÁ -1 stig LÁ -2 stig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Norðnorðaustan 6 til 7 m/s alskýjað skyggni 35 km frost 1 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Engin úrkoma var HÁ -1 stig LÁ -2 stig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. febrúar 2004

Mokstur-Flug-Póstur.

Mokað var í morgun frá Norðurfirði í Trékyllisvík enn sæmilegt þaðan og út á Gjögurflugvöll,enn rétt svo hægt að komast héðan úr Litlu-Ávík og upp á vegamót sem við köllum brekkur.Flug Íslandsflugs var á réttum tíma í dag og ég í minni hefðbundnu póstferð Litlu-Ávík Bær flugvöllur og til baka Bær og dreyft til baka pósti og endað hér heima.Ég skrifaði ekkert í gær og fyrradag nema veður,enn var mest í að vinna neðrí skemmu eldivið og vinna í vél og fleira.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. febrúar 2004

Veður kl 0900.

Norðaustan 8 til 9 m/s alskýjað skyggni 30 km frost 1 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkomu varð vart enn mældist ekki HÁ -1 stig LÁ -2 stig.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Norðaustan 11 til 12 m/s snjóél á síðustu kls skyggni 18 km frost 2 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 0,4 mm HÁ -1 stig LÁ -2 stig.

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
Vefumsjón