Norðnorðaustan 18 til 21 m/s alskýjað skyggni 20 km hiti við frostmark mikill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoman var svo lítil að hún mældist ekki HÁ 2 stig LÁ 0 stig.
Norðaustan 18 til 20 m/s skafrenningur skyggni 18 km frost 1 stig allmikill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma mældist ekki í dag HÁ 0 stig LÁ -1 stig.
Mokað var í morgun frá Norðurfirði og í Trékyllisvík og frá Gjögri og norður í vík enn þessum vegum er reint að halda opnum sérstaklega á flugdögum.Hálf tíma seinkun var á áætlunarflugi enn hvassviðri hefur verið í allan dag,enn flug tókst.Ég fór í mína venjulegu póstferð það skefur mikið á vegum og verður fljótt ófært þar sem nær að skafa í skafla.
Núna um miðjan dag var flogið á Gjögur og póstur og vörur komu,enn ófært var á fimmtudag,ég í þessari venjulegu póstferð var komin heim um 1540.Þannig að núna ættum við hreppsbúar að hafa nóg að lesa sem eftir er helgarinnar.Gengið hefur á með dimmum éljum í dag enn spáir jafnvel snjókomu og meiri vind.
Í gærkvöld var saumaklúbbur á Bergistanga í Norðurfirði hjá Margréti Jónsdóttir og Gunnsteini Gíslasyni.Fólk mætti sem vant er að koma í klúbbana hjónin á Munaðarnesi þurftu að koma á snjósleða.Nú við karlmenn tókum í spil Vist eða Brids tveir tefldu,konur við hannyrðir að venju var veisluborð í lokin.Ég er ekkert að lísa þessu meyr ég gerði það eftir síðasta klúbb þann 10-01 sett á síðunni 11/1.