Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Austsuðaustan 4 m/s alskýjað skyggni 40 km hiti 2 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkomu varð vart í morgun enn mældist ekki Há 4 stig LÁ 0,0 stig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. febrúar 2004

Orðið fært á Norðurfjörð-Póstur-Flug.

Nú í morgun var mokað frá Gjögri og norður í Norðurfjörð með flugvallarvélinni,enn Íngólfur Benidiktsson í Árnesi er vélamaður á henni og sér um mokstur flugvallarins og á vegum líka ef þarf þegar mokstur á flugbraut er búin.Flug var á réttum tíma í dag og var ég í póstferð sem venjulega.Ég sendi sjónvarpið enn einu sinni suður í dag og skila því.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. febrúar 2004

Veður kl 0900.

Austnorðaustan 8 til 9 m/s haglél skyggni 25 km hiti 1 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,1 mm HÁ 1 stig LÁ -6 stig.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Suðaustan 6 til 7 m/s alskýjað skyggni 40 km frost 6 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Engin úrkoma var í dag HÁ -5 stig LÁ -8 stig.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. febrúar 2004

Veður kl 0900.

Breytileg vindátt 2 m/s léttskýjað skyggni 45 km frost 7 stig sjólítð.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Engin úrkoma var HÁ -7 stig LÁ-12 stig.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Norðan 6 m/s léttskýjað skyggni 20 km frost 8 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 0,1 mm HÁ -7 stig LÁ -8 stig.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. febrúar 2004

Veður kl 0900.

Norðan 16 til 17 m/s snjóél skyggni 4,5 km frost 8 stig mikill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,4 mm HÁ -5 stig LÁ -10 stig.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. febrúar 2004

Rafmagnið er komið.

Veiturafmagnið er komið á það kom á kl 21:28 í kvöld.Sem betur fór var ekki slitið eða neitt slíkt,heldur hafði skafið inn í spennuskúr í Selárdal í Steingrímsfirði þannig að tvö öryggi brunnu yfir vegna raka og bleytu sagði Ingimundur í Orkubúinu á Hólmavík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. febrúar 2004

Veður kl 1800.

Norðan 23 til 25 m/s snjókoma skyggni 0,0 km frost 5 stig stórsjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 2 mm HÁ -2 stig Lá -5 stig.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. febrúar 2004

Stormur og rafmagnslaust.

Það var um 13:30 að veður snarbreyttist fór úr 5 m/s í 22 m/s og með blindbil og ekki sést milli húsa nema augnablik,ég hafði nú áhyggjur af bróðir mínum Sigursteini enn hann fór út á Reykjanesströnd að athuga með reka og taka með sér heim eldiviðarrusl enn hann komst heim á jeppanum um það leyti sem rafmagn fór af og má segja að hann hafi sloppið fyrir horn eins og sagt er.
Rafmagn fór af kl 14:24 og hafði ég samband við Júlíus í Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík og virðist rafmagn farið af á Trékyllisheiði ekki er reyknað með neinni viðgerð í kvöld enda snarvitlaust veður og ekkert skyggni.

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Þakjárn komið á mikið til á bílskúr,22-11-08.
  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
  • Skip á Norðurfirði 19-04-2007.
  • Árnesey-06-08-2008.
  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón