Núna um miðjan dag var flogið á Gjögur og póstur og vörur komu,enn ófært var á fimmtudag,ég í þessari venjulegu póstferð var komin heim um 1540.Þannig að núna ættum við hreppsbúar að hafa nóg að lesa sem eftir er helgarinnar.Gengið hefur á með dimmum éljum í dag enn spáir jafnvel snjókomu og meiri vind.
Í gærkvöld var saumaklúbbur á Bergistanga í Norðurfirði hjá Margréti Jónsdóttir og Gunnsteini Gíslasyni.Fólk mætti sem vant er að koma í klúbbana hjónin á Munaðarnesi þurftu að koma á snjósleða.Nú við karlmenn tókum í spil Vist eða Brids tveir tefldu,konur við hannyrðir að venju var veisluborð í lokin.Ég er ekkert að lísa þessu meyr ég gerði það eftir síðasta klúbb þann 10-01 sett á síðunni 11/1.
Íslandsflug varð að aflísa flugi á Gjögur í dag vegna veðurs.Ég fór með póstinn út á flugvöll svarta él alltaf og sást ekki milli stika á veginum og varð oft að stoppa í 5 til 10 mínútur á leiðinni.Mér skilst að ekki verði reynt flug á morgun þótt veður leifði ekki fyrr enn á laugardag vegna þess að Íslandsflug hefur núna bara eina vél í innanlandsflugið eftir að vél bilaði fyrir austan í gær.