Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. janúar 2004

Veður kl 0900.

Logn úrkoma í grend alskýjað skyggni 9 km hiti við frostmark dálítill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Engin úrkoma var HÁ 0,4 LÁ -3,6 stig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. janúar 2004

Mokstur og póstferð og meira um hvalfréttir.

Mokað var í morgun frá Norðurfirði í Trékyllisvík enn góð færð var þaðan út á flugvöll.
Áætlunarflug Íslandsflugs var á réttum tíma í dag enda gott veður fyrsta flugið í um hálfan mánuð á áætlunardeigi.Ég fór í þessa venjulegu póstferð nátturlega.Síðan þegar ég kom heim fór ég í að senda fréttir af hvalrekanum og fyrst á mbl.is og á blaðið síðan á Bæjarins Besta og á heimasíðuna mína,enn í Morgunblaðinu sjálfu mun það birtast á morgun,enn á netfjölmiðlum strax.Það á að prufa að láta mynd af hvalnum í 10 fréttir sjónvarps í kvöld stafræna mynd hvort það tekst kemur í ljós.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. janúar 2004

Veður kl 1800.

Suðsuðaustan 1 m/s léttskýjað skygni 40 km frost 3 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Engin úrkoma var í dag HÁ -0,6 LÁ -4,1 stig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. janúar 2004

Stórhveli rak á fjöru Melabænda.

Skólastjóri og nemendur Finnbogastaðaskóla við hvalinn mikla.
Skólastjóri og nemendur Finnbogastaðaskóla við hvalinn mikla.
Mjög stóran hval rak á fjöruna beint fyrir neðan bæina á Melum við Trékyllisvík Björn bóndi Torfason segist hafa séð hvalinn strax þegar fór að birta í morgun.Björn lét Hafrannsóknarstofnun vita um hvalrekann enn ekki er vitað hvort þeir koma og mæla dýrið og taka síni.Þetta er talinn vera Búrhvalur.Ég fór og tók mynd af hvalnum um hádeigið og við Björn mældum dýrið sem reyndist vera 14 metrar og 50 sentimetrar að lengd enn um mannhæðar hátt þar sem hann liggur í fjörinni,hvalurinn er mjög heill og greinilegt að stutt er síðan hann drafst."Það er nú lítið gaman að fá þetta upp í fjöru þegar fer að hlína þá verður gífurleg pest frá hvalnum segir Björn bóndi á Melum".Ég læt mynd fylgja af hvalnum og svo skemmtilega vildi til að skólastjóri Finnbogastaðaskóla kom með nemendur sína að skoða hvalinn þegar ég var að taka eina af myndunum.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. janúar 2004

Veður kl 0900.

Suðsuðaustan 1 m/s skýjað skyggni 20 km frost 3 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,8 mm HÁ -0,8 LÁ -3,6 stig.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 18. janúar 2004

Veður kl 1800.

Norðaustan 7 til 8 m/s alskýjað skyggni 30 km frost 2 stig allmikill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 0,0 HÁ -1,0 LÁ -2,1 stig.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 18. janúar 2004

Veður kl 0900.

Norðan 10 til 11 m/s alskýjað skyggni 30 km frost 2 stig talsverður sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,8 mm HÁ -1,4 LÁ -5,7 stig.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. janúar 2004

Veður kl 1800.

Norðnorðvestan 14 til 16 m/s snjóél skyggni 11 km frost 5 stig allmikill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 0,2 mm HÁ -4,4 LÁ -6,5 stig,mjög dimm él hafa verið í dag.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. janúar 2004

Flug á Gjögur í dag.

Áætlunarvél Íslandsflugs tókst að komast á Gjögur í dag,enn ekki hefur verið hægt að fljúga þessa viku vegna veðurs og kannski má segja rafmagnsleisis líka,enn síðast var flogið á laugardaginn 10.Vikupóstur kom núna þannig að fólk hefur nóg að lesa eftir að ljósin komu í gærkvöld.Ég var í þessari venjulegu póstferð.
Mokað var frá Gjögri og fram í Trékyllisvík.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. janúar 2004

Veður kl 0900.

Norðan 13 til 14 m/s snjókoma á síðustu kls skyggni 22 km frost 6 stig allmikill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 0,9 mm HÁ -6,2 LÁ -8,1 stig.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Einingarnar hífðar úr gámunum.14-10-08.
Vefumsjón