Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. janúar 2004

Veður kl 1800.

Austsuðaustan 5 m/s skýjað skyggni 25 km hiti 2 stig sjólítið.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 0,1 mm HÁ 3,0 LÁ 1,4 stig.Mikil hálka á vegum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. janúar 2004

Veður kl 0900.

Austsuðaustan 5 m/s skýjað skyggni 35 km hiti 3 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoman mældist ekki Há 5,4 LÁ 2,4 stig.
Mlkil svell enn komnir smá auðir blettir á jörð
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. janúar 2004

Veður kl 1800.

Suðsuðvestan 15 til 17 m/s skúr skyggni 35 km hiti 5 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoman mældist ekki HÁ 6,5 LÁ 4,7 stig.
Mjög mikil hálka er á vegum.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. janúar 2004

Mest unnið í eldivið.

Ég og Sigursteinn bróðir vorum mest í því í dag að koma inn eldivið ég að saga og koma inn í miðstöðvargeimslu enn hann að saga í brettakubba og umbúðalista þá koma miklir afgangar.Mikill eldiviður fór í rafmagnsleisinu í daginn enn þá var kinnt eingöngu með spítum.Ég gríp nú oft í þetta þótt eg geti þess ekki hér á síðunni.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. janúar 2004

Veður kl 0900.Nýtt tungl(Þorratungl).

Sunnan 19 til 23 m/s hálfskýjað skyggni 35 km hiti 6 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Úrkoma 8 mm HÁ 8,1 LÁ 1,3 stig.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. janúar 2004

Tildrög myndar í Sjónvarpsfréttum kl 22.00.

Tildrög myndar frá mér í sjónvarpsfréttum af hvalrekanum á Melum eru að ég frétti af því að Ómar Ragnarsson og Rax á Morgunblaðinu snéru við á flugvél við Holtavörðuheiði enn þeir ötluðu að taka myndir af hvalnum.Ég bauð þá mynd í sjónvarpsfréttir kl 22.00 og sem var vel þegin og var ágætlega skýr og tókst ágætlega að nota stafræna mynd með frétt Ríkissjónvarpssins af hvalnum.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. janúar 2004

Veður kl 1800.

Norðaustan 7 til 8 m/s slydda skyggni 8 km hiti 1 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Úrkoma 8,0 mm HÁ 1,6 LÁ 0,0 stig.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. janúar 2004

Veður kl 0900.

Logn úrkoma í grend alskýjað skyggni 9 km hiti við frostmark dálítill sjór.Yfirlit frá kl 1800 í gær:Engin úrkoma var HÁ 0,4 LÁ -3,6 stig.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. janúar 2004

Mokstur og póstferð og meira um hvalfréttir.

Mokað var í morgun frá Norðurfirði í Trékyllisvík enn góð færð var þaðan út á flugvöll.
Áætlunarflug Íslandsflugs var á réttum tíma í dag enda gott veður fyrsta flugið í um hálfan mánuð á áætlunardeigi.Ég fór í þessa venjulegu póstferð nátturlega.Síðan þegar ég kom heim fór ég í að senda fréttir af hvalrekanum og fyrst á mbl.is og á blaðið síðan á Bæjarins Besta og á heimasíðuna mína,enn í Morgunblaðinu sjálfu mun það birtast á morgun,enn á netfjölmiðlum strax.Það á að prufa að láta mynd af hvalnum í 10 fréttir sjónvarps í kvöld stafræna mynd hvort það tekst kemur í ljós.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. janúar 2004

Veður kl 1800.

Suðsuðaustan 1 m/s léttskýjað skygni 40 km frost 3 stig dálítill sjór.Yfirlit frá kl 0900 í morgun:Engin úrkoma var í dag HÁ -0,6 LÁ -4,1 stig.

Atburðir

« 2025 »
« ágúst »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Daníél Sigurðsson-Elsa Gísladóttir og Snati.12-06-2008.
  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
Vefumsjón